Áhrif meðlagsgreiðslna á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

25. fundur
Fimmtudaginn 03. nóvember 1994, kl. 13:56:31 (1145)


[13:56]
     Sturla Böðvarsson :
    Virðulegi forseti. Ég undrast ræðu hv. 5. þm. Vestf. En ég vil bara ítreka það sem ég sagði í minni ræðu áðan að fyrst og fremst erum við að fjalla um vanda meðlagsgreiðenda. Hann birtist síðan í vanskilum hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og við þurfum eins og ég gat um að finna lausn á þessu máli. Ég tel að þetta sé í eðlilegum farvegi þar sem hæstv. félmrh. á í viðræðum við sveitarfélögin um hvernig best verði að þessu máli staðið. Yfirlýsingar á þessu stigi, hvort sem þær eru frá fjmrh. eða fjárlaganefndarmönnum eru ekki tímabærar.