Jarðalög

28. fundur
Mánudaginn 07. nóvember 1994, kl. 19:09:47 (1294)


[19:09]
     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Fyrra atriðið að því er varðar hlut fyrrv. landbrh., Steingríms J. Sigfússonar, að þessu máli sem hv. þm. er að víkja hér að þá lá málið einfaldlega þannig að sá hv. þm. og fyrrv. hæstv. ráðherra stóð á því til loka ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að haldið yrði inni varanlegum fyrirvara varðandi kaup á fasteignum og landi. ( TIO: En fylgdist ekki með málinu.) Hann stóð á því sem svo sinni afstöðu og það er rakið mjög rækilega í hans greinargerð, hans viðhorf til málsins og staða málsins í stjórninni í langri greinargerð sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon afhenti alþingismönnum og er dags. 9. sept. 1992 þar sem hann fer yfir málið og segir það álit sitt sem hv. þm. hefur tekið undir að ekkert annað en varanlegur fyrirvari hefði getað sett þetta mál í annan farveg en það lendir í samkvæmt hinum almennu ákvæðu samningsins. Það liggur alveg ljóst fyrir.
    Hitt atriðið varðandi spurninguna um réttarstöðuna þá eru það engar frómar óskir sem gilda. Það er hinn harði texti Rómarréttarins sem þar dregur mörkin og það er dómstóllinn sem ákvarðar réttarþróunina innan Evrópusambandsins sem er ákvarðandi í þessu máli. Ég hef vísað til þess að gráa svæðið er að þrengjast, það er stöðugt að þrengjast, sem m.a. er vísað til í grg. með þessu frv. og hæstv. ráðherra hefur einnig vísað til í sínu máli fyrr í umræðunni. Það er alltaf að þrengjast vegna þeirrar túlkunar sem

felst í dómum Evrópusambandsins.