Framhaldsskólar

29. fundur
Þriðjudaginn 08. nóvember 1994, kl. 20:58:16 (1336)


[20:58]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ef ég skil hv. þm. rétt þá er verið að spyrja um hvort verið sé að reisa einhverja múra á milli námsbrauta. Svo er ekki. Í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu er þessu svarað þannig að í námsskrá skuli skilgreina brýr á milli námsbrauta og hvernig nám nemenda er metið þegar þeir flytjast á milli námsbrauta eða skóla. Þannig að ég held ég geti fullyrt að þarna sé ekki verið að reisa neinar hindranir ef nemendur vilja flytja sig á milli.