Greiðsla fyrir vottorð til Tryggingastofnunar

41. fundur
Miðvikudaginn 23. nóvember 1994, kl. 13:57:21 (1878)


[13:57]
     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Þetta var dæmasafn númer tvö. Það liggur fyrir að ég hef ekki minnst á hátekjuskatt í þessari umræðu. Það liggur líka fyrir að minn flokkur hefur sett sér það mark að hann telur eðlilegt að hátekjuskatturinn verði framlengdur. Þetta veit hv. þm. Þetta er dæmasafnið númer tvö um það hvað málflutning menn viðhafa í vörninni fyrir því að ekki takist að ná árangri í kostnaðarlækkun heilbrigðisþjónustunnar.