Biðlistar á sjúkrahúsum eftir smáaðgerðum

41. fundur
Miðvikudaginn 23. nóvember 1994, kl. 14:06:17 (1884)


[14:06]
     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins upplýsa það, mér gafst ekki tími til þess áðan, að að áliti læknaráða og stjórnenda Borgarspítalans og Landakotsspítala er einn helsti kosturinn sem fylgir sameiningu þessara spítala að þeir treysta sér til að stórfjölga aðgerðum með samnýtingu þessara spítala svo það er ekki rétt hjá hv. þm. að ég fari þar með rangt mál. Þetta er niðurstaða og álit stjórnenda beggja spítalanna og læknaráðanna á báðum spítölunum.