Virðisaukaskattur

50. fundur
Miðvikudaginn 07. desember 1994, kl. 01:05:02 (2301)


[01:05]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég bar fram eina spurningu til hæstv. fjmrh. sem sneri að skilum á virðisaukaskatti og hún var efnislega á þá leið hvort ráðherrann treysti sér til þess að beita sér fyrir því að skil á virðisaukaskatti yrðu gerð samhliða því sem greiðsla bærist fyrir vöru eða þjónustu. Mér þætti vænt um að fá svar við þeirri spurningu.