Framleiðsla og sala á búvörum

52. fundur
Fimmtudaginn 08. desember 1994, kl. 11:04:56 (2375)


[11:04]
     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Frú forseti. Ég fékk enga skýringu á því hvers vegna formaður landbn. ákveður að draga þessar tillögur til 3. umr. Ég lít svo á að það verði að fást skýring á því líka. Hæstv. landbrh. skýrði það heldur ekki. Ég vil benda á að í 2. gr. stendur að í ákvæði til bráðabirgða bætist við að nýtt Framleiðsluráð skuli taka til starfa 1. apríl 1995. Það gengur alveg að hafa þetta eins og landbn. gerði ráð fyrir, þ.e. að það sé til eins árs í senn, eins og formaður landbn. skýrði hér áðan. Þetta var mjög skýrt og ég tel að við þurfum að fá skýringu á því hvers vegna óskað er eftir því að þessar tillögur séu dregnar til baka. Það hefur ekki komið fram enn.