Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

52. fundur
Fimmtudaginn 08. desember 1994, kl. 13:43:39 (2412)


     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseta hefur borist bréf, sem dags. er 6. des. 1994, og vekur athygli á því að það var þann dag sem 8. dagskrármál var fyrst á dagskrá Alþingis. Bréfið hljóðar svo:
    ,,Ég vil fyrir hönd þingflokks framsóknarmanna og með vísan til 55. gr. 3. mgr. þingskapa Alþingis óska eftir því að umræður í dag, þriðjudag, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, verði lengdar, þ.e. að ræðutími þingmanna verði tvöfaldaður.
Fyrir hönd þingflokks framsóknarmanna,

Finnur Ingólfsson, formaður.``


    Forseti verður við þessari beiðni og er því ræðutími tvöfaldur.