Um fundarstjórn forseta.

68. fundur
Þriðjudaginn 27. desember 1994, kl. 23:16:01 (3227)


[23:16]
     Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Fróðlegt er að fylgjast með því hvað hv. þm. Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa miklar áhyggjur og reyndar líka mikinn áhuga á því hvað gerist í þingflokksherbergi Sjálfstfl. Ég vil fagna þeim áhuga því að ekki eru margir sem sýna jafnmikinn áhuga á því sem gerist í þingflokksherbergi okkar. Hins vegar verð ég að segja að sem betur fer voru þeir ekki á fundinum því að ef þeir hefðu setið þann fund hefði hann ekki staðið í þrjá stundarfjórðunga heldur í klukkutíma og þrjá stundarfjórðunga eftir þeim tiltektum sem þeir sýna hér úr ræðustóli.