Samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar

72. fundur
Fimmtudaginn 29. desember 1994, kl. 17:13:09 (3442)


[17:13]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég gat ekki skilið hæstv. utanrrh. á annan veg en þann að það sé rétt eftir honum haft og rétt mat hjá hæstv. ráðherra að þessi tillaga er algert hnoð. Hún hefur þá nákvæmlega ekkert gildi. Eftir því sem hæstv. utanrrh. sagði hér áðan þá fer landbrh. eingöngu með þann þátt sem snýr að verðjöfnunargjöldum og þar með er þessi tillaga sem tryggir forræði um allar efnislegar ákvarðanir í stjórnkerfinu gersamlega marklaus og ég þakka hæstv. ráðherra fyrir það að upplýsa málið.