Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

72. fundur
Föstudaginn 30. desember 1994, kl. 00:00:31 (3476)


[00:00]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það eina sem mér finnst vera athyglisvert við þessa síðustu ræðu hv. þm. er það að það virtist koma honum sjálfum mjög á óvart að hann skyldi vera nefndur sem hugsanlegur stjórnarþingmaður í framtíðinni.
    Í öðru lagi sagði ég ekki endilega eftir næstu kosningar heldur síðar og í þriðja lagi vakti það sérstaka athygli mína að formaður Alþb. hlustaði mjög gaumgæfilega og brosti út undir eyru þegar ég sagði stjórnarþingmaður en ekki ráðherra.