Ferill 33. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 33 . mál.


33. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um heildarútlán og vanskil við Húsnæðisstofnun ríkisins.

Frá Finni Ingólfssyni.



     1 .     Hver eru heildarútlán í húsbréfakerfinu sem tók gildi 15. nóvember 1989, hve mikil eru vanskilin miðað við 1. október sl. og hve margir einstaklingar eru í vanskilum við stofnunina?
     2 .     Hver eru heildarútlán í almenna húsnæðiskerfinu sem tók gildi 1. september 1986, hve mikið er í vanskilum og hve margir einstaklingar eru í vanskilum við stofnunina miðað við 1. október sl.?
     3 .     Hver eru heildarútlán í húsnæðiskerfinu sem var í gildi fyrir 1. september 1986, hve mikil eru vanskilin við stofnunina og hver er sá fjöldi einstaklinga sem er í vanskil um miðað við 1. október sl.?
     4 .     Hver eru heildarútlán Byggingarsjóðs verkamanna, hve mikil voru vanskilin við sjóðinn 1. október sl., hafa vanskil aukist sem hlutfall af heildarútlánum frá því vext ir voru hækkaðir úr 1% í 2,4%?
     5 .     Hve lengi þurfa menn að bíða eftir afgreiðslu Húsnæðisstofnunar á húsbréfum?


Skriflegt svar óskast.