Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 71 . mál.


71. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tekjuskatt einstaklinga.

Frá Inga Birni Albertssyni.



     1.     Hversu hár er tekjuskattur einstaklinga 1993 og hver hefði hann orðið ef skatthlutfall hefði skipst á eftirfarandi hátt?
                                       Tekjur í þús. kr.     Skatthlutfall
     60–80     30%
     80–100     35%
    100–150     40%
    150–200     45%
    200–400     50%
    400–600     55%
    600 og yfir     60%
     2.     Hverjar yrðu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga á árinu 1994 miðað við sömu forsendur? Hver er áætlaður tekjuskattur einstaklinga á árinu 1994?
     3.     Hverjar yrðu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1995 miðað við þessar sömu forsendur?


Skriflegt svar óskast.