Ferill 78. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 78 . mál.


78. Fyrirspurn



til forsætisráðherra um skráningu nafna í þjóðskrá.

Frá Hjálmari Jónssyni.



     1 .     Er það ekki andstætt lögum um jafnan rétt manna að takmarkað og ófullkomið tölvukerfi hjá þjóðskrá Hagstofu Íslands ráði því hvernig nöfn manna eru rituð í opinber um skrám og gögnum, svo og hvernig menn skulu tjá nafn sitt?
     2 .     Hyggst ráðherra beita sér fyrir breytingu á tölvukerfi Hagstofunnar í þá veru að landsmönnum verði ekki mismunað með þessum hætti?
     3 .     Hvað kostar að gera slíka breytingu?