Ferill 82. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 82 . mál.


82. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um olíumengun á sjó.

Frá Petrínu Baldursdóttur.



    Hvaða yfirvöld heimiluðu flutningaskipinu Carvik að sigla frá slysstað út af Skerjafirði yfir Faxaflóa og að Grundartanga með lekan olíugeymi í byrðingi skipsins?
    Hvaða reglur gilda um för skipa hér við land sem orðið hafa fyrir áfalli (leka) þannig að hætta er á áframhaldandi olíumengun af þeirra völdum?
    Telur ráðherra þörf á að skerpa þær reglur í ljósi óhapps flutningaskipsins Carviks og annarra tilvika undanfarin ár?