Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 99 . mál.


102. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.

    Fyrir aftan orðin „bera hann fyrir sig“ í lok 1. málsl. 1. mgr. 36. gr. bætist við: sbr. þó 36. gr. c.
    

2. gr.

    Á eftir 36. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, fyrst 36. gr. a, er orðast svo:
    Ákvæði 36. gr. a–d gilda um samninga, m.a. samningsskilmála sem ekki hefur verið samið um sérstaklega, enda séu samningarnir liður í starfsemi atvinnurekanda en í megin atriðum ekki liður í starfsemi hins aðilans (neytandans), sbr. þó 36. gr. d. Ákvæðin gilda einnig um samninga sem atvinnurekandi stendur að fyrir annan aðilanna.
    Á atvinnurekandanum hvílir sönnunarbyrðin fyrir því að samið hafi verið sérstaklega um samning og hann falli ekki undir 1. mgr.
    

3. gr.

    36. gr. b laganna orðast svo:
    Skriflegur samningur, sem atvinnurekandi gefur neytanda kost á, skal vera skýr og skiljanlegur. Komi upp vafi um merkingu samnings sem nefndur er í 1. mgr. 36. gr. a skal túlka samninginn neytandanum í hag.
    

4. gr.

    36. gr. c laganna orðast svo:
    Ákvæði 36. gr. gilda um samninga skv. 1. mgr. 36. gr. a, þó með þeim breytingum sem leiðir af 2. og 3. mgr.
    Við mat á samningi skv. 1. mgr. skal líta til atriða og atvika sem nefnd eru í 2. mgr. 36. gr., m.a. skilmála í öðrum samningi sem hann tengist. Þó skal eigi taka tillit til atvika sem síðar komu til neytanda í óhag.
    Ef einum eða fleiri samningsskilmálum er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur óbreyttur enda stríði skilmálinn eða skilmálarnir gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna réttindum og skyldum samningsaðila neytanda í óhag.
    

5. gr.

    36. gr. d laganna orðast svo:
    Ákvæði í samningi, sem tengist náið landsvæði EES-ríkja, þess efnis að löggjöf lands utan Evrópska efnahagssvæðisins skuli gilda um samninginn, gilda ekki um ósanngjarna samningsskilmála ef það leiðir til þess að neytandinn fær lakari vernd gegn slíkum skilmálum.
    

6. gr.

    Lög þessi, sem sett eru á grundvelli tilskipunar 93/13/EBE, öðlast gildi 1. janúar 1995.
    Ákvæði 36. gr. b laganna gilda ekki um samninga sem gerðir eru fyrir gildistöku lag anna.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


1. Inngangur.
    Frumvarp þetta tengist EES-samningnum, nánar tiltekið svokölluðum viðbótarpakka sem geymir m.a. tilskipun ráðsins 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum. Er markmiðið með frumvarpinu, sem samið hefur verið í viðskipta ráðuneytinu, fyrst og fremst að tryggja framkvæmd þeirra ákvæða tilskipunarinnar sem eru einkaréttarlegs eðlis, sbr. 3.–6. gr. hennar, en tilskipunin miðar að því að koma í veg fyrir röskun á samkeppni og jafnframt vernd til handa neytendum. Samkeppnisyfirvöldum, sbr. lög nr. 8/1993, er hins vegar auk dómstóla ætlað að tryggja framkvæmd þeirra ákvæða þessarar EES-gerðar sem eru allsherjarréttarlegs eðlis. Ákvæði tilskipunarinnar skulu tekin upp í landsrétt EES-ríkjanna í síðasta lagi 31. desember 1994. Samráð hefur verið haft við önnur Norðurlönd um undirbúning að breytingu á löggjöf. Er þá einkum höfð hliðsjón af áformum Dana og Norðmanna um breytingar á sínum lögum.     
    Með ákvæðum EES-gerðarinnar er stefnt að því að samræma löggjöf EES-ríkjanna um vissa ósanngjarna samningsskilmála í neytendasamningum (fyrst og fremst staðlaða samn inga, m.a. samningsskilmála). Í íslenskum rétti fjallar 36. gr. laga nr. 7/1936, um samnings gerð, umboð og ógilda löggerninga, samningalaganna — samnl., almennt um ósanngjarna samninga en þau lög eru byggð á norrænum grunni. Fullnægja ákvæði þeirrar greinar að mestu leyti kröfum tilskipunarinnar um efni en þó þarf að gera vissar breytingar á íslenskri löggjöf. Er því lagt til að gerð verði ein breyting á 1. mgr. 36. gr. samnl. en auk þess verði bætt við fjórum nýjum greinum, 36. gr. a–d. Mundu viðbótarákvæðin gilda um vissa samninga að því er snertir sanngirnismat, réttaráhrif sérstaklega skilgreindrar ósanngirni og túlkun. Jafnframt er lagt til að sett verði regla til að vernda neytandann gegn vissum ákvæðum um erlend lög sem gilda skuli um viðkomandi samninga.
    Ákvæði 36. gr. samnl. munu skv. 4. gr. frumvarpsins, sem geymir aðalreglu frumvarps ins um ósanngirni, gilda um samninga á grundvelli framangreindrar tilskipunar (fyrst og fremst staðlaða samninga) með vissum breytingum. Kemur þar fyrst til að réttaráhrif þess að samningsskilmáli er ósanngjarn eftir almennu ákvæði tilskipunarinnar eru þau að samn ingurinn að öðru leyti skal að kröfu neytanda gilda án breytinga ef hann verður efndur án hins ósanngjarna skilmála. Í öðru lagi skal við mat á því hvort samningsskilmáli sé ósann gjarn ekki taka tillit til atvika sem komu til eftir samningsgerð ef slíkt yrði neytanda í óhag. Sönnunarbyrðin fyrir því að ekki sé um staðlaðan samning að ræða hvílir á atvinnurekanda.
    Markmiðið með samvinnu embættismanna á Norðurlöndum við að undirbúa fram kvæmd tilskipunarinnar með breytingum á norrænum lögum var að tryggja sem best sam ræmi milli samningalaga Norðurlanda og að vernd til handa neytandanum yrði ekki skert.
    
2. Meginefni tilskipunarinnar.
    Tilskipunin er birt sem fskj. I með lagafrumvarpi þessu. Hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þýðingu tilskipunarinnar eins og hún birtist í svokölluðum EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, bók 6. Þannig hefur hugtakinu „óréttmætir samningsskilmálar“ verið breytt í „ósanngjarnir samningsskilmálar“ þar eð það þykir betra og í samræmi við íslenska laga- og dómahefð, sbr. 36. gr. samnl. Í staðinn fyrir „góða trú“, sem þýðir að einhver viti ekki eða megi ekki vita eitthvað samkvæmt íslenskri lagahefð, er notuð þýðingin „góðir viðskiptahættir“ sem er réttara í tilvikum þeim sem hér um ræðir. Þá eru auk þess gerðar örfáar minni háttar breytingar. Hugtakið „seljandi og veitandi“ er látið halda sér í þýðingu á tilskipuninni en í frumvarpi þessu er notað orðið „atvinnurekandi,“ sbr. nánar athugasemd við 2. gr. þess.
    Að því er varðar gildissvið tilskipunarinnar felst í 1. gr. hennar að settar séu reglur um samræmingu löggjafar EES-ríkjanna um ósanngjarna skilmála í samningum milli atvinnu rekenda og neytenda. Þá segir og í 2. gr. að ákvæðum tilskipunarinnar verði þó aðeins beitt um samningsskilmála sem ekki hefur verið samið um sérstaklega, þ.e. ákvæðin gilda fyrst og fremst um staðlaða skilmála, sbr. hér athugasemd við 5. gr. frumvarpsins.     
    Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar (aðalreglu hennar) telst samningsskilmáli, sem ekki hefur verið samið um sérstaklega, ósanngjarn ef skilmálinn stríðir gegn góðum viðskiptaháttum og raskar til muna réttindum og skyldum samningsaðila neytanda í óhag. Í viðauka við tilskipunina er skrá yfir samningsskilmála sem teljast ósanngjarnir og er skráin til leiðbeiningar en ekki tæmandi, sbr. fskj. I með lagafrumvarpi þessu.
    Við mat á því hvort samningsskilmáli sé ósanngjarn skal skv. 1. mgr. 4. gr. tilskipunar innar taka tillit til þess um hvers konar vörur eða þjónustu samningurinn er og hafa hlið sjón af öllum aðstæðum á þeim tíma þegar samningurinn er gerður og öllum öðrum skil málum samningsins eða annars samnings sem hann tengist. Matið tekur þó skv. 2. mgr. 4. gr. hvorki til skilgreiningar á aðalefni samningsins né samræmis milli verðs annars vegar og vara eða þjónustu hins vegar að svo miklu leyti sem skilmálarnir eru skýrir og skiljan legir.
    Komi upp vafi um það hvernig skilja beri samningsskilmála skal skv. 5. gr. tilskipunar innar velja þá túlkun sem neytandanum kemur best.
    Ef talið er með hliðsjón af 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar að samningsskilmáli sé ósann gjarn skulu ríki, sem bundin eru af ákvæðum hennar, setja í löggjöf sína að skilmáli bindi ekki neytandann og samningurinn gildi áfram að öðru leyti án breytinga verði hann efndur óbreyttur án hins ósanngjarna skilmála. Þá missir neytandinn ekki skv. 2. mgr. 6. gr. til skipunarinnar vernd á grundvelli hennar þótt samið sé um það að löggjöf lands utan Ervópska efnahagssvæðisins skuli gilda um samninginn ef samningurinn tengist náið land svæði ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu.
    Að lokum er í 7. gr. tilskipunarinnar kveðið á um eftirlit með því að ekki séu ósann gjarnir samningsskilmálar í neytendasamningum. Ákvæði hér að lútandi er að finna í sam keppnislögum nr. 8/1993, sbr. einkum 20.–21. og 37. gr., og verður ekki fjallað frekar um þetta atriði í lagafrumvarpi þessu.
    Ákvæði tilskipunarinnar girða ekki fyrir það að EES-ríki hafi eða setji strangari ákvæði til verndar neytandanum svo sem nánar verður vikið að. Er tilskipunin því svokölluð lág markstilskipun, sbr. 8. gr. hennar.
    Um tilskipunina að öðru leyti vísast til einstakra ákvæða hennar, svo og athugasemda við einstakar greinar frumvarpsins hér á eftir.
    
3. Gildandi réttur (36. gr. samningalaganna).
    Aðalákvæðið um ósanngjarna samningsskilmála í gildandi rétti hér á landi er í 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, eins og greininni var breytt með 6. gr. laga nr. 11/1986. Greinin hljóðar svo:
    „Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Hið sama á við um aðra löggerninga.     
    Við mat skv. 1. mgr. skal líta til efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samn ingsgerðina og atvika sem síðar komu til.“
    Lagagreinin er byggð á 6. gr. frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 7 frá 1. febr. 1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sem lagt var fyrir Alþingi á 108. löggjafarþingi 1985–86. Athugasemdir við lagafrumvarpið, sem samið var af Þorgeiri Örlygssyni, þá dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Viðari Má Matthíassyni, þá hér aðsdómslögmanni, geyma ýmsan fróðleik.
    Í almennum athugasemdum með síðastnefndu lagafrumvarpi var í fyrsta hluta gerð grein fyrir meginefni frumvarpsins en markmiðið með frumvarpinu var að veita íslenskum dómstólum víðtækari heimildir til ógildingar eða leiðréttingar ósanngjarnra samninga en gildandi réttarreglur heimiluðu. Í öðrum hluta var vikið að réttarþróun annars staðar á Norðurlöndum en íslensku samningalögin eru að stofni til sniðin eftir samningalögum í þeim löndum. Í þriðja hluta var fjallað um samningsfrelsið og takmarkanir þess en í fjórða hluta var yfirlit yfir réttarreglur og þær flokkaðar eftir skyldleika og samstöðu. Í fimmta hluta var vikið að takmörkunum gildandi réttar og þess m.a. getið þar að í verðlagslögum nr. 56/1978 væri tilteknum handhafa opinbers valds heimilað að banna viðskiptahætti sem t.d. teldust ósanngjarnir. Í því sambandi var vísað í refsiákvæði sömu laga. Í sjötta hluta almennu athugasemdanna var fjallað um það hvort þörf væri á setningu almennrar ógild ingarreglu í íslenskum fjármunarétti vegna viðskiptahátta hérlendis. Var þar tekið fram að vegna takmarkaðra ákvæða í íslenskri löggjöf um neytendavernd væri ljóst að setning al menns ógildingarákvæðis á borð við það sem frumvarpið gerði ráð fyrir að yrði lögfest yrði mjög til að treysta réttarstöðu neytenda. Mundi lögfesting reglunnar veita dómstólum heimildir til þess að ógilda ýmis ósanngjörn ákvæði. Þá var talið að reglan mundi hafa þau almennu varnaðaráhrif að ósanngjörnum samningsákvæðum í garð neytenda fækkaði eða þau jafnvel hyrfu. Í sjöunda hluta var fjallað um ókosti víðtækrar ógildingarreglu. Þar kom m.a. fram að þrátt fyrir lögfestingu frumvarpsins yrði það vissulega enn þá grundvallar regla íslensks réttar að samninga beri að efna. Auk þess var sagt að til væri ætlast að dóm stólar beittu reglunni af mikilli varúð. Í áttunda hluta var skýrð afstaða hinnar nýju 36. gr. gagnvart gildandi sérlagaákvæðum. Í níunda hluta var síðan fjallað almennt um beitingu ógildingarreglunnar sem síðar varð 36. gr. samnl. Sagði þar að reglan væri í eðli sínu und antekningarregla. Hún stæði andspænis meginreglu íslensks fjármunaréttar um samnings frelsi og skyldu manna til þess að efna gerða samninga. Þess vegna var talin sérstök ástæða til þess að undirstrika það að ætlast væri til þess að dómstólar færu mjög varlega í beitingu reglunnar. Óhófleg beiting reglunnar væri mjög til þess fallin að skerða öryggi í viðskipt um og skapa réttaróvissu. Dómstólum væri því fengið mikið vald í hendur þegar lagt væri á vald þeirra að meta það hverju sinni hvort sanngjarnt væri að bera samning fyrir sig. Það þótti hins vegar engan veginn varhugavert að leggja svo mikið vald í hendur dómstóla enda væri það engin nýlunda í lagasetningu hér á landi.
    Í ofangreindu lagafrumvarpi frá 1985–86 voru sérstakar athugasemdir við 6. gr. frumvarpsins sem varð 36. gr. samnl. og fól í sér almenna ógildingarreglu. Þykir ástæða til þess að birta þær athugasemdir með þessu frumvarpi og eru þær í fskj. II. Á frumvarpinu frá 1985–86 varð í meðförum Alþingis sú breyting að í stað orðalags í upphafi 2. mgr., „við mat á því, hvort samningur er ósanngjarn, skal líta til . . . “ kom orðalagið: við mat skv. 1. mgr. skal líta til . . .
    Til fróðleiksauka fylgir einnig útdráttur úr nokkrum dómum sem kveðnir hafa verið upp hér á landi og snerta 36. gr. samnl. Dómareifanirnar eru í fskj. III.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í þessari grein er stutt viðbót við 36. gr. samnl. og felur viðbótin í sér tilvísun í eina hinna fjögurra lagagreina sem setja þarf á grundvelli framangreindrar tilskipunar.
    Tekið skal fram að í tengslum við samsvarandi breytingu á dönsku samningalögunum er gert ráð fyrir möguleika á að breyta samningi, auk þess sem víkja má honum til hliðar í heild eða að hluta. Eftir þessa breytingu á dönsku lögunum verða öll Norðurlöndin með samsvarandi ákvæði að þessu leyti.
    Norrænir sérfræðingar urðu sammála um að hrófla ekki við 36. gr. samnl. heldur bæta við greinum sem tengdust þeirri grein. Gert er ráð fyrir því að nýju greinarnar verði ófrá víkjanlegar eins og 36. gr. Geta aðilar því ekki samið um frávik frá ákvæðum laganna neyt endum í óhag.
    Með því að bæta við greinum í samningalögin er tryggt að gildissvið nýju ákvæðanna sé hið sama og gildissvið samningalaganna, m.a. 36. gr. þeirra laga, nema annað sé ákveð ið.
    

Um 2. gr.


    Þessi grein, sem gert er ráð fyrir að verði 36. gr. a í samningalögunum, snertir gildissvið nýju lagagreinanna.
    Í inngangsorðum tilskipunarinnar kemur m.a. fram að unnt sé að vernda neytendur bet ur í reynd með því að samþykkja samræmdar lagareglur um ósanngjarna samningsskilmála. Slíkar reglur þurfi að gilda um alla samninga sem atvinnurekendur og neytendur geri sín á milli. Vegna þess þurfi m.a. að undanþiggja ákvæðum tilskipunarinnar alla vinnusamn inga, samninga á sviði erfða- og sifjaréttar og samninga um stofnun og skipulag félaga, m.a. samninga um sameignarfélög. Tilskipunin tekur til kaupenda vöru og þjónustu og at vinnurekstur opinberra aðila er ekki undanskilinn. Ákvæðum tilskipunarinnar er því ætlað að taka til sama sviðs og ákvæði samningalaganna, þ.e. fjármunaréttarins, en samningalög in taka m.a. til samninga fjármunaréttarlegs eðlis sem gerðir eru við hið opinbera. Í 1. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar um tilgang hennar er ekki einungis talað um samræmingu laga held ur einnig stjórnsýslufyrirmæla í þeim ríkjum sem tilskipunin bindur efnislega.
    Í 2. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar segir að tilskipunin nái ekki til samningsskilmála sem endurspegli lög og bindandi stjórnsýsluákvæði og ákvæði eða meginreglur í alþjóðasamn ingum sem ríkin eða Evrópusambandið eigi aðild að, m.a. á sviði flutningamála. Takmark ar þessi málsgrein gildissvið tilskipunarinnar sem miðast þá eingöngu við skilmála á grundvelli samnings milli aðila. Ákvæði tilskipunarinnar taka því ekki til ákvæða frávíkj anlegra laga, svo sem kaupalaganna. Í 36. gr. samnl. er ekki samsvarandi undantekning að því er varðar frávíkjanleg lög o.fl.
    Við skýringu á hugtakinu „samningsskilmálar sem ekki hefur verið samið um sérstaklega“ má líta til 1. undirgr. 2. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar þar sem segir: „Ekki telst hafa verið samið sérstaklega um samningsskilmála ef hann hefur verið saminn fyrir fram og neytandi því ekki haft tækifæri til að hafa áhrif á efni skilmálans, einkum þegar um er að ræða fastorðaða staðalsamninga.“ Gildissvið hinna nýju lagagreina er með öðrum orðum fyrst og fremst miðað við staðalsamninga eða staðlaða samningsskilmála (samninga í heild eða einstök ákvæði þeirra). Undir lagagreinarnar falla einnig ákvæði samninga sem samin eru með einn samning í huga svo framarlega sem ekki hefur verið samið um það ákvæði sérstaklega. Þótt samið hafi verið sérstaklega um einhvern skilmála í samningi girðir það ekki fyrir það að nýju lagagreinarnar taki til annarra skilmála í samningnum, með öðrum orðum þeirra skilmála sem ekki hefur verið samið um sérstaklega, sbr. 2. undirgr. 2. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar.
    Í frumvarpinu er hugtakið atvinnurekandi á svipaðan hátt og í danska og norska frum varpinu notað um viðsemjanda neytandans. Eins og áður segir hefur ekki verið breytt þýð ingu tilskipunarinnar þar sem notast er við hugtakið „seljanda eða veitanda“ sem þýðingu á enska hugtakinu „seller or supplier.“ Enski textinn er einungis einn löggiltra texta tilskipunarinnar. Hugtakið „seljandi eða veitandi“ tekur yfir seljanda vöru eða veitanda þjónustu. Það er skilgreint í c-lið 2. gr. tilskipunarinnar en hvorki þykir þörf á að skilgreina orðið at vinnurekandi í frumvarpinu né heldur orðið neytandi sem skilgreint er í b-lið 2. gr. tilskip unarinnar.
    Taka má fram að í 4. gr. samkeppnislaga, nr. 8/1993, segir að neytandi sé einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu gegn endurgjaldi enda séu kaupin ekki gerð í atvinnuskyni. Nefna má í þessu sambandi sambærilega skilgreiningu á neytanda í a-lið 4. gr. laga nr. 30/1993, um neytendalán, þar sem segir að neytandi sé einstaklingur sem í viðskiptum, sem lögin nái til, taki lán eða kaupi vöru eða þjónustu gegn endurgjaldi enda séu viðskiptin ekki gerð í atvinnuskyni.
    Í þessari grein frumvarpsins felst að ákvæði nýju lagagreinanna gilda ekki einungis ef atvinnurekandi semur við neytanda heldur einnig um samninga sem atvinnurekandi stendur að fyrir annan aðilanna. Þannig gætu t.d. tveir neytendur verið formlegir aðilar að samn ingi um sölu og kaup fasteignar en annar þeirra fær aðstoð sérfróðs aðila, t.d. fasteignasala sem gerir eða leggur til samning þar sem er að finna ósanngjarnan samningsskilmála sem ekki hefur verið samið um sérstaklega við hinn aðila samningsins.
    Það ákvæði 2. gr. frumvarpsins að samningar séu liður í starfsemi atvinnurekenda en í meginatriðum ekki liður í starfsemi hins aðilans (neytandans) tekur mið af b- og c-liðum 2. gr. tilskipunarinnar.
    Í 2. mgr. þessarar greinar er ákvæði um sönnunarbyrði atvinnurekanda fyrir því að samið hafi sérstaklega um samning og hann falli því ekki undir 1. mgr. Ákvæðið tekur mið af 3. undirgr. 2. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar.
    

Um 3. gr.


    Í þessari grein frumvarpsins, sem gert er ráð fyrir að verði 36. gr. b í samningalögunum, segir að skriflegur samningur, sem atvinnurekandi gefur neytanda kost á, skuli vera skýr og skiljanlegur. Komi upp vafi um merkingu samnings sem nefndur er í 1. mgr. 36. gr. a skal túlka samninginn neytandanum í hag.
    Í grein þessari felst lögfesting á því hvernig túlka beri óskýra samninga. Þótt talað sé um skriflegan samning nær sú regla að túlka beri samning neytandanum í hag einnig til munnlegs samnings en ekki þykir þjóna tilgangi að mæla fyrir um það að munnlegir samn ingar skuli vera skýrir og skiljanlegir. Norrænu sérfræðingarnir voru á því að greinin skyldi ná til munnlegra samningsskilmála.
    Grundvöllur greinarinnar er 5. gr. tilskipunarinnar. Er nauðsynlegt að taka túlkunarregl una, það að túlka skuli vafaatriði í samningi neytanda í hag, upp í lög til að geta uppfyllt ákvæði tilskipunarinnar. Ekki reynir á þessa reglu nema vafi sé kominn upp í merkingu samnings við hefðbundna túlkun. Séu aðilar sammála um túlkunina er vafi ekki til staðar. Sé hins vegar vafi um hvaða túlkun sé neytandanum í hag má ganga út frá því að skilningur neytandans eigi að ráða. Ef í odda skerst milli mismunandi túlkunarreglna í vafatilvikum hlýtur hin lögfesta regla um túlkun samnings neytandanum í hag að ganga fyrir en vel að merkja aðeins innan gildissviðs nýju lagareglnanna.
    Taka má fram að öll Norðurlöndin hyggjast taka túlkunarreglu þessa upp í samningalög sín þannig að tekin séu af tvímæli um að löggjöfin uppfylli kröfur tilskipunarinnar. Sam kvæmt nýju lagaákvæðunum yrði túlkunarreglan þó aðeins látin ná til samninga, m.a. samningsskilmála sem ekki hefur verið samið sérstaklega um. Túlkunarreglan nær því ekki út fyrir gildissvið tilskipunarinnar.
    

Um 4. gr.


    Í 1. mgr. þessarar greinar, sem gert er ráð fyrir að verði 36. gr. c í samningalögunum, segir að ákvæði 36. gr. samnl. gildi um samninga skv. 1. mgr. 36. gr. a, þ.e. fyrst og fremst staðlaða samninga eða samningsskilmála, þó með þeim breytingum sem leiðir af 2. og 3. mgr. 36. gr. c. Í þessu felst að 36. gr. samnl. gildir óbreytt um samninga, m.a. samnings skilmála, sem samið hefur verið sérstaklega um, sbr. athugasemd við 5. gr. um lagavals regluna.
    Talið er að neytendavernd á grundvelli 36. gr. samnl. sé almennt víðtækari en á grund velli tilskipunarinnar en ákvæði hennar gilda aðeins um sérstaklega skilgreinda ósanngirni samkvæmt aðalreglu tilskipunarinnar sem felst í fyrirhugaðri 3. mgr. 36. gr. c. Þess vegna er talið nauðsynlegt að víkja frá 36. gr. samnl. eins og nánar er kveðið á um í 2. og 3. mgr. fyrirhugaðrar 36. gr. c . Í fyrsta lagi, sbr. 2. mgr., snýst málið um það hvaða aðstæður séu lagðar til grundvallar við sanngirnismat en samkvæmt tilskipuninni má ekki byggja á atvik um sem komu til eftir samningsgerð ef það er neytanda í óhag. Í öðru lagi, sbr. 3. mgr., eru réttaráhrif þess að samningur telst ósanngjarn mismunandi. Samkvæmt tilskipuninni skal samningurinn, ef neytandi krefst þess (eins í danska og norska frumvarpinu), gilda óbreytt ur um aðra skilmála en ósanngjörnu skilmálana verði samningurinn efndur óbreyttur án hinna ósanngjörnu skilmála.
    Í fyrirhugaðri 2. mgr. 36. gr. c í samningalögunum segir í upphafi að við mat á samningi skv. 1. mgr. skuli líta til atriða og atvika sem nefnd eru í 2. mgr. 36. gr. samnl., m.a. skil mála í öðrum samningi sem hann tengist. Í 2. mgr. 36. gr. samnl. segir að líta skuli til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til. Um hið síðastnefnda, atvik sem síðar komu til, er ekki samræmi milli 2. mgr. 36. gr. samnl. og tilskipunarinnar og því segir í frumvarpinu um þá samninga sem falla undir nýju laga greinarnar að eigi skuli taka tillit til atvika sem síðar komu til neytanda í óhag. Í þessu sambandi vísast til 1. mgr. 4. gr. tilskipunarinnar þar sem segir að hafa skuli hliðsjón af öll um aðstæðum á þeim tíma þegar samningurinn er gerður. Þar er og m.a. sagt að hafa skuli hliðsjón af skilmálum annars samnings um mat á ósanngirni og er því sérstaklega tekið upp í fyrirhugaða 2. mgr. 36. gr. c að líta skuli til skilmála í slíkum tengdum samningi. Þótt ákvæði tilskipunarinnar og 36. gr. samnl. séu ekki í samræmi hvað snertir mat á atvikum eftir samningsgerð er þó bæði í þessari grein laganna og tilskipuninni gert ráð fyrir heildar mati þar sem aðallega er litið til þess tíma þegar samningur er gerður, svo og alls efnis hans. Talið er að ákvæðið í norrænu samningalögunum um tillit til atvika eftir samnings gerð grundvallist fyrst og fremst og fremst á þeirri ósk að vernda neytandann og muni í langflestum tilvikum vera honum í hag. Tryggir 36. gr. samnl. samkvæmt þessu ríkari vernd til handa neytendum. Þar eð tilskipunin er lágmarkstilskipun, sbr. 8. gr. hennar, verður að álíta að það sé ekki andstætt tilskipuninni að taka tillit til atvika eftir samnings gerð ef það yrði neytanda í hag.
    Eins og áður segir kemur ekki fram í 36. gr. samnl. að taka skuli tillit til skilmála í öðr um samningi sem aðalsamningurinn tengist. Það er hins vegar tekið fram berum orðum í 1. mgr. 4. gr. tilskipunarinnar og þykir rétt að taka ákvæðið upp enda er það ekki talið and stætt 36. gr. samnl. þar sem segir að m.a. skuli taka tillit til atvika við samningsgerðina. Þótt ákvæði 2. mgr. fyrirhugaðrar 36. gr. c taki mið af 4. gr. tilskipunarinnar er ekki talin nauðsyn á að taka upp ákvæði 2. mgr. 4. gr. tilskipunarinnar sem fjallar um samræmi milli verðs annars vegar og vöru eða þjónustu hins vegar. Segir þar að eigi skuli við mat á ósanngirni litið á samræmi þetta og felst í því takmörkun miðað við ákvæði 36. gr. samnl. Væri slíkt ákvæði tekið upp í lög mundi það draga úr neytendavernd. Ekki er skylt að gera slíkt þar eð um lágmarkstilskipun er að ræða og voru norrænir sérfræðingar á því að fara ekki þá leið.
    Í 3. mgr. fyrirhugaðrar 36. gr. c er mælt fyrir um réttaráhrif þess að samningur falli und ir ákvæði tilskipunarinnar en jafnframt felst í þessari málsgrein eitt mikilvægasta ákvæði frumvarpsins. Í málsgreininni segir: Ef einum eða fleiri samningsskilmálum er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur óbreyttur enda stríði skilmálinn eða skilmálarnir gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna réttindum og skyldum samningsaðila neytanda í óhag.
    Það ákvæði 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar að samningur skuli gilda án breytinga þegar hinum ósanngjörnu samningsskilmálum sleppir, verði hann efndur óbreyttur, er ósveigjan legra ákvæði en 36. gr. samnl. Samkvæmt þeirri grein gefst kostur á að breyta eða víkja til hliðar öðrum skilmálum í viðkomandi samningi en hinum ósanngjörnu en með þeim hætti er unnt að móta endanlega niðurstöðu sem er í góðu jafnvægi fyrir báða samningsaðila. Ákvæði tilskipunarinnar verður þó að taka upp en lagt er til að reglan gildi aðeins um þá samninga sem nýju lagagreinarnar taka til, þ.e. fyrst og fremst staðlaðra samninga og samningsskilmála. Sérfræðingar Norðurlanda voru sammála um þetta atriði. Í vissum til vikum er þó talið að reglan í hinni nýju 36. gr. c geti leitt til betri niðurstöðu fyrir neytand ann en 36. gr. samnl.
    Í 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar, sem er eitt mikilvægasta ákvæði hennar, er sá mæli kvarði lagður á ósanngirni að skilmáli eða skilmálar skuli stríða gegn góðum viðskiptahátt um og raska til muna réttindum og skyldum samningsaðila neytanda í óhag. Þessi regla er tekin upp í fyrirhugaða 3. mgr. 36. gr. c í samningalögunum. Í þessari aðalreglu tilskipun arinnar er ósanngirni skilgreind á sérstakan hátt. Þarf að uppfylla tvö skilyrði til þess að skilmáli teljist ósanngjarn. Í fyrsta lagi þarf skilmálinn að stríða gegn góðum viðskiptahátt um sem álíta má að svari til krafna 36. gr. samnl. Í öðru lagi þarf skilmálinn einnig að raska til muna réttindum og skyldum samningsaðila neytanda í óhag og verður að telja að hér séu gerðar strangari kröfur en í 36. gr. samnl. Dómstólar geta þó haft áhrif á túlkun ákvæðisins. Bæði þessi skilyrði þarf að uppfylla (brot gegn góðum viðskiptaháttum og veruleg röskun).
    Taka má fram í þessu sambandi að í inngangsorðum tilskipunarinnar segir að við mat á hugtakinu „góðir viðskiptahættir“ þurfi einkum að taka tillit til samningsstöðu semjenda, hvort neytandinn hafi verið hvattur til að samþykkja skilmálana og hvort varan hafi verið seld eða þjónustan veitt samkvæmt sérstakri pöntun neytanda. Seljandi eða veitandi (at vinnurekandi) teljist uppfylla kröfuna um „góða viðskiptahætti“ ef hann kemur fram á heiðarlegan og sanngjarnan hátt við hinn aðilann og hefur í huga réttmæta hagsmuni hans.
    Nefna má hér að í athugasemdum við frumvarp til samkeppnislaga, sem lagt var fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991–92, segir m.a. um gildandi 20. gr. samkeppnislaga, nr. 8/1993:
    „Matið á því hvað telja beri góða viðskiptahætti ræðst af atvikum á þeim stað og tíma sem verknaður er unninn á. Ekki er nægilegt að kanna hvað teljist góðir viðskiptahættir að áliti góðra og grandvarra manna í þeirri grein atvinnulífsins sem um er að tefla hverju sinni. Það er einmitt eitt mikilvægasta hlutverk samkeppnisráðs, jafnt og dómstóla, að leggja á það sjálfstætt mat hvaða viðskiptahætti skuli viðurkenna og hverja ekki. Erlendis starfa ýmsar nefndir og stofnanir sem ætlað er það hlutverk að fylgjast með viðskiptahátt um og stuðla að góðum siðum í þeim efnum.“
    Í viðauka við tilskipunina, sbr. fskj. I, er skrá yfir samningsskilmála sem teljast ósann gjarnir. Tengist skráin aðalreglu tilskipunarinnar, með öðrum orðum ósanngirnisreglu 1. mgr. 3. gr. hennar. Skráin er til leiðbeiningar og er ekki tæmandi yfir þá skilmála sem telj ast ósanngjarnir. Er skráin í tveimur hlutum. Í fyrri hluta eru sautján dæmi um skilmála sem geta verið ósanngjarnir en í síðari hluta skrárinnar eru takmarkanir á gildissviði dæmanna í fyrri hlutanum, einkum að því er snertir fjármálaþjónustu.
    Ljóst er af 3. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar að skráin leggur ekki fastákveðnar skyldur í þessu sambandi á ríkin á Evrópska efnahagssvæðinu. Dæmin, sem tilgreind eru, þurfa þannig ekki alltaf að vera ósanngjörn og auk þess geta skilmálar, sem eru ekki tilgreindir, talist ósanngjarnir. Ekki felst í ákvæðum tilskipunarinnar nokkur skylda til að lögfesta skrána. Þar eð norrænir sérfræðingar töldu dæmin að ýmsu leyti óskýr og mjög almennt orðuð, sbr. t.d. e- og g-liði, þótti heldur ekki ástæða til lögfestingar. E-liður fjallar um samningsskilmála sem hafa að markmiði eða þau áhrif að krefjast ótilhlýðilegra hárra bóta af neytanda sem stendur ekki við skuldbindingar sínar en í g-lið er miðað við það markmið eða áhrif að atvinnurekendur geti sagt samningi, gerðum til óákveðins tíma, upp án hæfi legs frests enda séu ekki mikilvægar ástæður til slíks.
    Í íslenskum rétti er ekki að finna sambærilega skrá með dæmum um samningsskilmála sem geta verið ósanngjarnir. Væntanlega mundu þó tilgreind dæmi í skránni í langflestum tilvikum á grundvelli mats á aðstæðum í einstöku málum teljast ósanngjörn skv. 36. gr. samnl. Dæmi b í skránni virðist sýna þetta vel en þar segir efnislega að ósanngjarnir séu þeir samningsskilmálar sem hafi að markmiði eða þau áhrif að útiloka eða takmarka á óviðeigandi hátt lagaleg réttindi neytanda gagnvart atvinnurekanda eða öðrum aðila þegar atvinnurekandinn uppfyllir ekki samningsskilmála að öllu eða einhverju leyti eða uppfyllir þá með ófullnægjandi hætti, skilmálarnir útiloki eða takmarki t.d. möguleikana á skulda jöfnun gagnvart atvinnurekandanum.
    Eins og áður segir töldu norrænir sérfræðingar ekki rétt og reyndar varhugavert að lög festa skrána, þ.e. ákvæðin eru óskýr og mjög almenns eðlis. Þótt skráin sé til leiðbeiningar er hún ekki talin mjög gagnleg enda þarf að kanna í hverju einstöku tilviki hversu víðtæk notuð hugtök séu. Þá er sú hætta fyrir hendi þótt ekki hafi verið ætlast til þess að skráin verði talin tæmandi. Svo gæti orðið í reyndinni þannig að skilmálar, sem eru ekki nefndir í skránni, teljist sanngjarnir þótt þeir eigi að teljast ósanngjarnir samkvæmt ósanngirnis reglu 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar (aðalreglunni). Þar að auki höfðu norrænu sérfræðing arnir í huga að lögfesting skrárinnar gæti haft þau áhrif á túlkun skv. 36. gr. samnl. að neytendavernd almennt minnkaði. Einhugur var því meðal þeirra um að leggja ekki til að skráin yrði lögfest.
    

Um 5. gr.


    Ákvæði þessarar greinar, sem gert er ráð fyrir að verði 36. gr. d í samningalögunum, byggist á 2. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar en í henni felst að ríki skuli gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að neytandinn sé ekki sviptur þeirri vernd sem tilskipunin veitir hon um við það að lög lands utan Evrópska efnahagssvæðisins séu valin sem gildandi lög fyrir samninginn ef hann tengist náið yfirráðasvæði aðildarríkja að EES-samningnum.
    Samsvarandi reglu er ekki að finna í íslenskum rétti en 36. gr. samnl. verndar neytand ann gegn lagavalsákvæðum í vissum tilvikum. Af þessum sökum er lagt til að sett séu í lög ákvæði um vernd neytenda gegn vissum lagavalsákvæðum þannig að tilskipunina megi uppfylla.
    Undirstrikað skal að vernd þessi skal gilda gegn öllum ósanngjörnum skilmálum í samningi hvort sem samið hefur verið sérstaklega um þessa skilmála eður ei, sbr. tilvísun í niðurlagi væntanlegrar 1. mgr. 36. gr. a í samningalögunum. Velja Norðurlöndin þessa leið þar eð dómstólar yrðu ella neyddir til að beita löggjöf fleiri en eins lands um ósann gjarna samningsskilmála í sama samningi ef viðkomandi samningur geymdi bæði skilmála sem samið hefði verið sérstaklega um og aðra skilmála sem ekki hefði verið samið sérstak lega um og vafi kæmi upp um hvort skilmálarnir væru ósanngjarnir. Í sama máli getur því reynt bæði á ósanngirni skilmála á grundvelli 36. gr. samnl. og fyrirhugaðrar 3. mgr. 36. gr. c í samningalögunum.
    Markmiðið með ákvæðum tilskipunarinnar og hinni fyrirhuguðu lagagrein er ekki að koma í veg fyrir að samningsaðilar geti haft lagavalsreglu í sínum samningi heldur einung is að koma í veg fyrir vissar óheppilegar afleiðingar slíks vals.
    Greinin snertir vernd til handa neytendum í þeim tilvikum þegar samningur geymir ákvæði um að um hann skuli gilda lög lands sem ekki er skylt að fara eftir tilskipuninni, með öðrum orðum lands utan Evrópska efnahagssvæðisins, enda verndi löggjöf þess lands um ósanngjarna samningsskilmála neytandann ekki jafnvel gegn slíkum skilmálum og lög gjöf þess lands sem fara ætti eftir samkvæmt reglum alþjóðlegs einkamálaréttar (lagaskila réttar) ef lagavalsákvæði samningsins væri ekki til staðar.
    Það er þó skilyrði fyrir beitingu greinarinnar að viðkomandi samningur tengist land svæði ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu náið. Hvort samningur tengist svæðinu náið þarf að ákveða á grundvelli meginreglna alþjóðlegs einkamálaréttar. Slík tengsl geta t.d. verið fyrir hendi ef einhver samningsaðilanna er heimilisfastur á svæðinu eða samningurinn er gerður þar.
    

Um 6. gr.


    Í 1. mgr. er gildistökuákvæði. Í því felst að lögin taki til samninga sem ekki hefur verið samið um sérstaklega, sbr. 1. mgr. fyrirhugaðrar 36. gr. a, hvort sem þeir eru gerðir fyrir eða eftir gildistöku laganna.
    Undantekningu frá þessari reglu 1. mgr. um að lögin taki fyrst og fremst til staðlaðra samninga og samningsskilmála samkvæmt framangreindu sem gerðir eru ekki aðeins eftir heldur einnig fyrir gildistöku laganna er að finna í 2. mgr. Í henni felst að túlkunarregla fyrirhugaðrar 36. gr. b í samnl. þess efnis að vafi um merkingu ofangreindra samninga skuli túlkaður neytandanum í hag gildir ekki um samninga sem gerðir eru fyrir gildistöku laganna. Túlkunarreglan er nýmæli og þykir því eðlilegt, eins og Danir, Finnar og Svíar gera, að fara þessa leið.
    Í 1. mgr. er með hliðsjón af 2. mgr. 10. gr. tilskipunarinnar vísað til þess að lögin séu sett á grundvelli hennar.



Fylgiskjal I.


6 BLS. MYNDAÐAR




Fylgiskjal II.

Um 36. gr. samningalaganna


(fróðleikur úr lagafrumvarpi 1985–86).



I. Um 1. málsgrein.



Ákvæði 1. mgr. er svohljóðandi:
    „Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Hið sama á við um aðra löggerninga.“

1. Ógildingarregla — hliðrunarregla.
    Ákvæði 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins er efnislega og að því er orðalag varðar samhljóða 1. mgr. 36. gr. norsku samningalaganna, eftir að þeim var breytt með lögum nr. 4 frá 4. mars 1983. Sömu efnisatriði að þessu leyti er að mestu að finna í 1. mgr. 36. gr. sænsku samningalaganna eftir að þeim var breytt 1. júlí 1976, en þó er orðalag þess ákvæðis ann að. Í 1. mgr. 36. gr. dönsku laganna eftir breytinguna á þeim 1. júlí 1975 er samhljóða regla, að því þó frátöldu, að hún er einungis ógildingarregla, en heimilar samkvæmt orð anna hljóðan ekki breytingar á ósanngjörnum samningum.
    Hér er lagt til að farið verði að fordæmi Norðmanna og Svía og dómstólum einnig veitt heimild til að breyta ósanngjörnum samningsákvæðum. Ástæða þess, að sú leið er valin, er að íslenskir dómstólar hafa eins og rakið er að framan í einstökum tilvikum talið sér heimilt að breyta samningum, sbr. dóma Hæstaréttar X. bindi bls. 365. Ef heimild ákvæðis ins tæki einungis til þess að víkja samningi til hliðar (ógilda hann) í heild eða að hluta er hætt við að litið yrði svo á að verið væri að þrengja heimildir sem dómstólar þegar hafa. Þess má svo geta hér, að höfundur greinargerðar með danska frumvarpinu leit svo á að beita mætti dönsku reglunni ekki einungis sem ógildingarreglu, heldur einnig til að breyta samningsákvæðum, þrátt fyrir orðalag ákvæðisins. Af hálfu danska dómsmálaráðuneytisins var ekki á það fallist að ganga svo langt í skýringu á ákvæðinu og talið að frekari reynsla þyrfti til að koma áður en slík heimild yrði lögfest. (sjá um þetta Stig Jörgensen í Ufr. 1974 B, bls. 365.)
    Hin nýja regla í 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins er í fyrsta lagi ógildingarregla. Skal nú að því vikið, hvað í því felst.
    Í 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins er notað orðalagið að víkja til hliðar ósanngjörnum samningum í heild eða að hluta. Í flestum núgildandi sérlagaákvæðum, sem veita dómstólum heimildir til þess að lýsa samninga óskuldbindandi, er notað orðalagið ógilding, sbr. yfirlitið í IV. kafla hér að framan.
    Almennt hefur verið við það miðað í norrænni lögfræði, að það loforð sé gilt, sem veitir móttakanda þess rétt til efnda samkvæmt aðalefni samnings (efndir in natura) eða til efnda bóta. Ógilt er þá það loforð, sem hvorki veitir rétt til efnda in natura né til hinna svokölluðu efndabóta. Hið nýja ákvæði í 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins veitir dómstólum m.a. heimild til þess að lýsa óskuldbindandi löggerninga sem í upphafi voru gildir og allt fram að ákveðnu tímamarki, er á annan aðiljann fór að halla vegna atvika sem upp komu eftir gerð samn ings. Með hliðsjón af þessu þykir ekki alls kostar heppilegt að tala um heimild til að ógilda samninga. Er þess í stað lagt til í 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins að notað verði orðalagið „að víkja til hliðar“ ósanngjörnum samningum. Með því orðalagi er átt við að dómstólar hafi heimildir til:
     a .     að lýsa þá gerninga óskuldbindandi, sem frá upphafi voru ógildir vegna atvika sem til staðar voru við gerð samnings;
     b .     að lýsa þá gerninga óskuldbindandi, sem vegna efnisannmarka eru óskuldbindandi (ógildir) frá upphafi;
     c .     að lýsa óskuldbindandi gerninga, sem í upphafi voru gildir en verða óskuldbindandi síðar vegna sérstakra atvika sem upp komu eftir gerð samningsins.
    Rétt er að undirstrika að með þessu orðalagi er ekki verið að þrengja þær heimildir sem dómstólar hafa nú þegar samkvæmt einstökum sérlagaákvæðum, svo sem glöggt má sjá af upptalningunni í a–c hér að framan.
    Þá er rétt að benda á að í 36. gr. dönsku samningalaganna er notað orðalagið „tilsidesættes“ og sama orðalagsnotkun er í 36. gr. norsku samningalaganna. Þar segir, að samningur „kan helt eller delvis settes til side“. Orðalagsnotkun í 1. mgr. 6. gr. frumvarps þessa er því í fullu samræmi við orðalagsnotkun í Danmörku og Noregi.
    En reglan er ekki aðeins ógildingarregla heldur einnig „hliðrunarregla“ (lempningsregel), þ.e. heimilar að efni samnings eða samningsákvæðis sé breytt í þá átt, að samning urinn verði í heild sinni ekki ósanngjarn.
    Ef samningur/samningsákvæði er andstæður hinni nýju reglu í 1. mgr. 6. gr. frumvarps ins geta dómstólar helst beitt eftirtöldum úrræðum:
     1 .     Samningurinn yrði metinn gildur í heild. Hinu ósanngjarna ákvæði yrði á hinn bóginn breytt (t.d. hækkað eða lækkað endurgjald) eða það fellt brott (t.d. ákvæði um ósann gjarna ábyrgðartakmörkun).
     2 .     Samningurinn er bindandi sem slíkur, en ákvæði það, sem stríðir gegn reglunum, er fellt brott og öðrum ákvæðum breytt til þess að sanngjörn niðurstaða fáist.
     3 .     Samningurinn er bindandi sem slíkur. Öðrum ákvæðum hans en því, sem stríðir helst gegn reglunni, er breytt þannig að í heild fari samningurinn ekki í bága við regluna og sanngjörn niðurstaða fæst.
     4 .     Samningurinn er í heild sinni felldur úr gildi.
    Algengust verður vafalaust notkun valkosta nr. 1 og 2, og í þeim tilvikum, sem valkost ur 2 yrði notaður, kæmu frávíkjanlegar réttarreglur í stað þess eða þeirra ákvæða sem felld yrðu brott.
    Af reglunni mun leiða að það má ekki aðeins slá því föstu í dómsniðurstöðu, að tiltekinn samningur eða samningsákvæði sé ósanngjarnt í því eina tilviki, sem dómurinn tekur til, eins og eðlilegast væri, heldur einnig að samningurinn eða samningsákvæðið sé almennt séð ósanngjarnt. Tilgangurinn með slíkri almennri yfirlýsingu í dómi er sá að skapa almenn varnaðaráhrif gegn notkun slíkra samninga eða samningsákvæða í viðskiptum, enda þótt úrlausn dómsins hafi aðeins bein áhrif á úrslit þess sakarefnis sem þar er til meðferðar. Lögð er áhersla á það hér, að dómstólar eiga að gæta hófs í að beita reglunni og þá einkum möguleikum nr. 3 og 4.
    
2. Mat á ósanngirni.
    Til þess að samningur fari í bága við reglu 6. gr. frumvarpsins þarf að vera ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Það er ekki hægt að gefa um það almennar reglur eða fyrirmæli, hvenær samningur telst ósanngjarn. Með þessari reglu er því dómstólum falið vald til þess að meta hverju sinni hvort samningur er ósanngjarn eða ekki. Það er ekki nýtt að dómstólum sé ætlað slíkt hlutverk. Nærtækt er að benda á að með 32. gr. núgildandi samningalaga er dómstólum ætlað að meta hvenær það sé óheiðarlegt að bera fyrir sig samning með hliðsjón af huglægri afstöðu loforðsmóttakanda er samning ur komst á. Í athugasemd við þá grein segir m.a. svo:
    „Vitanlega er með þessu mikið vald lagt í hendur dómstólanna, en hjá því verður ekki komist, enda má sama segja um margar ógildingarástæður aðrar, þar sem mikið er undir mati dómsins lagt.“
    Þetta gildir auðvitað einnig hér.
    Í velflestum gildandi ógildingarheimildum íslensks réttar er það skilyrði sett fyrir ógild ingu, að löggerningur leiði bersýnilega/augljóslega til ósanngjarnar niðurstöðu, sbr. yfirlit ið í IV. kafla hér að framan. Í 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins er horfið frá þessari orðalags notkun og til samræmis við orðalagsnotkun í 36. gr. samningalaganna í Danmörku og Nor egi er einvörðungu talað um að ósanngjarnt sé að bera samning fyrir sig. Hið nýja ákvæði er því samkvæmt orðanna hljóðan rýmra en gildandi reglur, þ.e.a.s. matið á því, hvað er ósanngjarnt, er ekki eins strangt. Af því leiðir svo aftur það, að heimildir dómstóla til að ógilda ósanngjarna samninga rýmkast með lögfestingu reglunnar.
    Við beitingu reglunnar verða dómstólar að leggja til grundvallar almennt sanngirnismat, eins og þeir telja það vera á hverjum tíma. Sanngirnismatið, eins og heiðarleikamatið, getur breyst frá einum tíma til annars þannig að samningsákvæði, sem í dag er sanngjarnt, getur verið talið ósanngjarnt eftir 20 ár og öfugt.
    Það hefur verið bent á að dómstólar gætu sótt leiðbeiningar við sanngirnismat sitt til efnis frávíkjanlegra réttarreglna, þar sem frávíkjanleg lög séu mælikvarði á afstöðu lög gjafans til þess, hvað sé eðlilegt og sanngjarnt á því sviði sem þau taka til. Á þetta sjónar mið má að vissu marki fallast. Þó ber að hafa það í huga, að efni frávíkjanlegra réttarreglna verður þó aldrei nema til leiðbeiningar að þessu leyti. Lögin eru frávíkjanleg, sem þýðir að löggjafinn takmarkar ekki samningsfrelsi manna á hinu tiltekna sviði. Það getur því ekki verið ósanngjarnt í sjálfu sér að víkja frá ákvæðum laganna.
    Í greinargerðum með norsku og sænsku reglunum svo og í fræðiritum, sem um þau ákvæði fjalla, eru rakin til leiðbeiningar þau tilvik sem ætla má að oftast komi til álita að beita reglunum um.
    Rétt er að fjalla nokkuð um þessi helstu tilvik hér. Um tæmandi talningu verður þó eðli málsins samkvæmt aldrei að ræða. Þá ber og að hafa það í huga, að í vissum tilvikum og við ákveðnar aðstæður geta samningsákvæði, sem hér á eftir verða nefnd, átt rétt á sér og verið fyllilega eðlileg og sanngjörn. Á sanngirnismatið mun því reyna fyrir dómstólunum í hverju einstöku tilviki.
    
2.1.         Samningar sem andstæðir eru ófrávíkjanlegum réttarreglum.
    
    Sé samningur andstæður ófrávíkjanlegum réttarreglum, verður honum að sjálfsögðu vikið til hliðar með stoð í þeim reglum. Til þess þarf ekki aðrar ógildingarreglur. Þeirra getur hins vegar verið þörf þegar með samningum er verið að fara í kringum fyrirmæli ófrávíkjanlegra réttarreglna eða þegar vafi leikur á um það, hvort ógilda má samning með beitingu ófrávíkjanlegrar réttarreglu með lögjöfnun. Í slíkum vafatilvikum yrði reglu 6. gr. þessa frumvarps beitt ef skilyrði til þess að beita henni væru að öðru leyti uppfyllt.
    
2.2.         Samningsákvæði sem veita öðrum samningsaðilja sjálfdæmi um þýðingarmikil atriði í samningssambandinu.
    
    Um slík samningsákvæði mætti nefna allmörg dæmi og skulu hér nokkur tekin.
    Fyrst má nefna samningsákvæði sem binda annan samningsaðilja við tilboð sitt í óeðli lega langan tíma eða án tímatakmarka á meðan hinn samningsaðilinn er óbundinn af því, hvort hann samþykkir eða hafnar tilboðinu. Hann getur þannig notfært sér vitneskju um breytingar á aðstæðum, eftir að tilboð er gefið, sem ráðið geta miklu um niðurstöðu samn ingsgerðarinnar. Sá aðili, sem bundinn er, getur hins vegar ekki á sama hátt breytt afstöðu sinni þrátt fyrir að forsendur séu e.t.v. gjörbreyttar.
    Þá má nefna samningsákvæði sem veita öðrum samningsaðiljanum sjálfdæmi um það, hvaða atvik skuli valda því að greiðslur samkvæmt samningnum skuli hækka eða ekki.
    Einnig má nefna samningsákvæði sem veita öðrum samningsaðiljanum sjálfdæmi um að ákvarða hvort atvik, sem hindrað geta efndir hans á samningnum, eiga að hafa svonefnd „force majeure“ áhrif eða ekki.
    Enn fremur samningsákvæði sem veita öðrum samningsaðiljanum sjálfdæmi um það, hvort vankantar á samningsandlaginu skuli teljast gallar (í lögfræðilegri merkingu) eða ekki.
    Loks má nefna samningsákvæði sem veitir banka eða annarri lánastofnun sjálfdæmi um að ákveða hvort framlögð trygging eða veð sé fullnægjandi eða ekki.
    
2.3.         Samningar þar sem vanefndaheimildir eru takmarkaðar eða auknar með þeim hætti, að ósanngjarnt verður að teljast.
    
    Sem dæmi um slíka samninga, sem eru nokkuð algengir, má nefna:
    Samningsákvæði sem kveða á um að vanefnd annars samningsaðilja leiði til þess, að hinn samningsaðilinn öðlast óeðlilega miklar vanefndaheimildir, t.d. í formi févítis eða annarra úrræða, sem eru ósanngjarnar í samanburði við þær vanefndir sem um er að ræða. Er nefnt dæmi um slíkt hér að framan þar sem fjallað er um staðlaða kaupsamninga með eignarréttarfyrirvara.
    Samningsákvæði um undanþágu frá bótaábyrgð. Slík ákvæði eru mjög algeng í mörgum tegundum samninga, einkum í samningum um sölu á vöru eða þjónustu. Í fyrsta lagi er til í dæminu, að seljandi vöru undanþiggi sig með öllu ábyrgð á gæðum söluhlutarins. Í öðru lagi undanþiggur annar aðilinn sig oft bótaskyldu, annaðhvort að öllu leyti eða að hluta. Dæmi þessa má finna í svonefndum ábyrgðarskírteinum sem fjallað er um hér að framan og notuð eru í viðskiptum hérlendis. Fræðimenn og dómstólar hafa verið sammála um það, að ef samningsaðili sá, sem hefur undanþegið sig bótaskyldu, eða einhver sem hann ber ábyrgð á, veldur tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, þá geti sá hinn sami ekki borið slíkt ákvæði fyrir sig. Með stoð í hinni nýju reglu, sem hér er lagt til að lögfest verði, yrði mögulegt að víkja til hliðar eða breyta slíkum samningsákvæðum, ef það yrði talið ósann gjarnt að bera þau fyrir sig, jafnvel þótt tjóni væri einungis valdið af minni háttar gáleysi. Í þriðja lagi undanþiggur annar samningsaðilinn sig stundum ábyrgð á tjóni með því að takmarka í samningi þá bótafjárhæð sem til greina kemur að greiða vegna tjóns, t.d. bindur það við verðmæti söluhlutar eða hluta af verðmæti hans.
    Samningsákvæði af því tagi, sem hér voru nefnd, geta átt rétt á sér, en í öðrum tilvikum geta þau hins vegar leitt til ósanngjarnrar niðurstöðu. Niðurstaðan um það atriði yrði háð mati dómstóla hverju sinni.
    
2.4.         Verðákvæði í samningum.
    
    Beita má reglum frumvarpsins til að breyta verðákvæðum í samningi. Svo sem fyrr er rakið mundi með lögfestingu reglunnar vera náð samræmi milli einkaréttarlegra heimilda til að ógilda eða breyta ósanngjörnum samningsákvæðum og reglum opinbers réttar sam kvæmt lögum nr. 56/1978, sem fyrr er fjallað um.
    Oftast mundi vafalaust þörf á því að beita reglunni um óeðlilega hátt endurgjald í samn ingi. Rétt er þó að vekja athygli á því, að reglan er ekki einskorðuð við slíkt. Einnig mætti beita reglunni til þess að leiðrétta of lágt verð. Er þá líklegt að helst mundi reyna á ákvæðið varðandi endurgjald í samningum sem gerðir hafa verið til langs tíma og gera ekki ráð fyrir rétti til endurskoðunar. Eru hér höfð í huga t.d. þau tilvik þegar endurgjald í samningi hefur rýrnað vegna minnkandi verðgildis eða þegar aukinn kostnaður, t.d. hráefnis- eða vinnslu kostnaður, veldur því, að endurgjald verður svo lágt að ósanngjarnt má telja.
    Mat á því, hvort verðákvæði er ósanngjarnt eða ekki, verður háð mati dómstóla hverju sinni. Í þessum efnum sem öðrum, er varða beitingu hinnar nýju reglu 6. gr. frumvarpsins, er til þess ætlast, að dómstólar gæti fyllstu varúðar.
    
2.5.         Gerðardómsákvæði.
    
    Hægt er að beita reglu 6. gr. frumvarpsins gegn ósanngjörnum gerðardómsákvæðum. Slík ákvæði geta t.d. verið ósanngjörn bæði að því er varðar fyrirmæli um skiptingu kostn aðar af starfi gerðardóms og skipan gerðardómsmanna.
    
2.6.         Ýmis dæmi.
         
    Loks má nefna samninga eða samningsákvæði sem opna öðrum samningsaðiljanum leið til að tengja saman óskylda samninga eða gera þá að forsendu hvorn fyrir öðrum. Dæmi um þetta er þegar heimilt er að segja samningi A upp vegna vanefnda á samningi B.
    Því fer fjarri að þeir samningar, sem um er getið hér, þurfi í öllum tilvikum að vera ósanngjarnir. Dómstólar munu sjálfsagt fara varlega í því að hreyfa við slíkum samningum.
    
3.     „Andstætt góðri viðskiptavenju.“
    Ákvæði frumvarpsins heimilar einnig að samningur sé ógiltur eða honum breytt ef það væri andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Það er einnig hér lagt á vald dómstóla að meta hverju sinni, hvað sé góð viðskiptavenja. Það er ekki víst, að þetta atriði komi til með að hafa mikla sjálfstæða þýðingu, en eðlilegt þykir að leggja til að hafa það með. Þar er farið að dæmi Norðmanna og Dana, en þetta atriði er ekki í sænska ákvæðinu.
    
4.     Aðrir löggerningar.
    Lagt er til að reglunni megi einnig beita um aðra löggerninga en samninga. Löggerning ar eru taldar þær viljayfirlýsingar sem ætlað er að stofna rétt, breyta rétti eða fella niður rétt. Loforð er ein tegund löggerninga sem ætlað er að stofna rétt til handa loforðsmóttak anda. Samþykki hann loforðið er kominn á samningur. Samkvæmt þessu er reglum frum varpsins ekki aðeins ætlað að taka til samþykktra loforða (samninga), heldur einnig t.d. til einhliða yfirlýsinga sem ætlað er að stofna rétt, breyta rétti eða fella niður rétt, t.d. gjafaloforða og ákvæða sem leggja skyldur á móttakanda þeirra.
    

II. Um 2. málsgrein.


    Ákvæði 2. málsgreinar er svohljóðandi:
    „Við mat á því, hvort samningur er ósanngjarn, skal líta til efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til.“
    Ákvæði þetta er efnislega að mestu í samræmi við sambærileg ákvæði í hinum nýju ógildingarreglum í samningalögum í Skandinavíu.
    Við mat á því, hvort það er ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera samn inginn fyrir sig, verður því fyrst að líta til efnis viðkomandi samnings. Efnisatriði samnings hljóta að verða grundvallaratriði þegar meta skal hvort ósanngjarnt er að bera hann fyrir sig eða ekki. Um þetta efni má vísa til þess sem segir hér að framan.
    Þá ber að líta til stöðu samningsaðiljanna. Þessi fyrirmæli eru í samræmi við upphaflegt markmið þessara reglna í skandinavískum rétti og að verulegu leyti einnig hérlendis, þ.e. að styrkja réttarstöðu neytenda og annarra sem ætla má að hafi lakari samningsaðstöðu. Þó er rétt að ítreka það, að gildissvið reglnanna er ekki takmarkað við slík tilvik.
    Að því er atvik við samningsgerð varðar er þess að geta, að reglur 28.–32. gr. samningalaganna og regla 7. gr. laga nr. 58/1960 veita nú þegar heimildir til þess að ógilda samning ef tiltekin (eða ótiltekin, sbr. 32. gr.) atvik voru fyrir hendi, þegar loforðið var gefið, og loforðið var gefið vegna þeirra. Rétt er hins vegar að hafa það í huga, að aðstæð ur eru ekki alltaf eins augljósar eða ótvírætt sannaðar og hin tilvitnuðu lagaákvæði krefjast. Eigi að síður getur verið ósanngjarnt að bera slíkan samning fyrir sig. Það er einkum í slík um tilvikum sem regla 6. gr. frumvarpsins gæti átt við að þessu leyti. Er í því sambandi rétt að hafa í huga að ofangreindar reglur í 28.–32. gr. samningalaganna eru ekki tæmandi um möguleika til þess að ógilda löggerninga, svo sem kemur fram í athugasemdum þeim er fylgdu frumvarpi til samningalaganna á sínum tíma.
    Loks er tekið fram í 2. mgr. 6. gr. frumvarpsins, að við mat á því, hvort talið verður ósanngjarnt að bera samning fyrir sig, skuli einnig taka tillit til atvika sem síðar komu til. Það er því ekki skilyrði fyrir beitingu reglunnar, að eitthvað hafi verið athugavert við það, hvernig samningurinn komst á, eða að það hefði verið ósanngjarnt að bera samninginn fyr ir sig á því tímamarki sem hann var gerður. Aðstaðan getur því verið sú, að samningurinn sé gerður milli tveggja jafnsettra aðilja við fullkomlega eðlilegar aðstæður og efni hans sé við samningsgerðina sanngjarnt. Atvik, sem síðar koma til, geta þó leitt til þess, að talið yrði ósanngjarnt að bera hann fyrir sig. Í slíkum tilvikum yrði samkvæmt 2. mgr. 6. gr. frumvarpsins mögulegt að víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta eða breyta efni hans. Að þessu leyti er reglan mjög svo frábrugðin reglum 28.–32. gr. smnl. 7/1936 og 7. gr. laga nr. 58/1960, sem byggja á tímamarki því sem greinir í 38. gr. smnl.
    Meginregla 38. gr. laga nr. 7/1936 um þýðingu hugrænnar afstöðu löggerningsmóttak anda við samningsgerð mun því ekki hafa ýkjamikla þýðingu ef af lögfestingu hinnar nýju reglu verður. Ástæða þess er sú, að matið á því, hvort samningur fer í bága við regluna eða ekki, verður ekki lengur einskorðað við það tímamark, er samningur var gerður, heldur fært fram til efndadags.
    Með stoð í réttarreglum um brostnar forsendur hefur mátt víkja til hliðar samningum vegna atvika sem komu til eftir samningsgerð. Strangar kröfur hafa þó verið gerðar til þess, að slíkt væri heimilt, svo sem rakið hefur verið hér að framan. Ljóst er að regla 6. gr. frumvarpsins mun taka til flestra þeirra tilvika sem samkvæmt gildandi rétti hafa verið felld undir reglur um brostnar forsendur. Um það, hvort nýja reglan kemur til með að byggja út réttarreglum um brostnar forsendur, skal ósagt látið. Eðlilegast er að dómstólar meti það, hvort áfram verður þörf að vitna til forsendureglna eða láti nægja að færa tilvik undir ákvæði hinnar nýju reglu.
    

III. Gildissvið reglunnar.


    Verði ákvæði 6. gr. frumvarpsins að lögum hefur það sama gildissvið og aðrar reglur samningalaganna. Í stuttu máli má segja, að af 40. gr. samningalaga leiði að reglur laganna gildi um löggerninga á sviði fjármunaréttar. Reglurnar gilda því almennt ekki um löggern inga á sviði persónu-, erfða- og sifjaréttar né heldur í opinberum rétti. Að því er varðar samninga, sem gerðir eru af handhöfum opinbers valds, er það að segja, að þeir eru oft einkaréttarlegs eðlis og gilda þá reglur samningalaganna. Þetta á t.d. við ef seld er jörð, önnur fasteign eða lausafé.
    Það er alkunna, að mörk fjármunaréttar og annarra réttarsviða eru ekki fyllilega skýr. Það hefur því ekki raunhæfa þýðingu að setja gildissviði nýju reglunnar of ákveðin mörk að þessu leyti. Benda má á það, að í greinargerð þeirri, sem fylgdi norska frumvarpinu til breytinga á samningalögunum, þegar hin nýja ógildingarregla var lögfest þar, var þess get ið, að reglunni mætti beita með lögjöfnun á öðrum réttarsviðum. Ekki þykir varhugavert að hafa hér sama háttinn á, en dómstólar mundu meta það hverju sinni, hvort skilyrði lög jöfnunar væru fyrir hendi.
    

IV. Gildistaka — afturvirkni.


    Það kann að valda nokkrum vafa, ef regla frumvarpsins verður lögfest, hvernig beita eigi henni á langtímasamninga, t.d. leigusamninga hvers konar, sem gerðir eru fyrir gildis töku þeirra. Enginn vafi er á því, að reglunni verður ekki beitt um samninga, sem eru að fullu efndir við gildistöku þeirra, og að reglunni verður að fullu beitt um samninga sem stofnað er til eftir gildistöku þeirra. Dómstólar verða að taka afstöðu til þess, hvort eða að hve miklu leyti þeir beita reglunum á samninga sem gerðir eru fyrir gildistöku þeirra en eru ekki að fullu efndir.
    Hæpið er að nefna einhverjar leiðbeiningar í þeim efnum. Rétt er þó að hafa það í huga, að reglan heimilar dómstólum að taka tillit til aðstæðna, sem upp koma eftir gerð samnings, við mat á því, hvort sanngjarnt er að bera hann fyrir sig. Það sýnist því öldungis óeðlilegt að einskorða heimildina til þess að taka tillit til „atvika sem síðar komu til“ við þá samninga eina sem gerðir eru eftir gildistöku reglunnar. Væri þar um óeðlilega mismunun að ræða, einkanlega þegar þess er gætt, að setning hinnar nýju reglu skapar óhjákvæmilega óvissu um tilvist óskráðra réttarreglna um brostnar forsendur.
    Rétt er einnig að benda á að í athugasemdum með norska frumvarpinu (NOU: 1979:32 bls. 49) er talið að beita megi reglunum um þessa samninga og að slíkt sé ekki andstætt 97. gr. norsku stjórnarskrárinnar um bann við afturvirkni laga. Á þessa skoðun er fallist í um sögn norska dómsmálaráðuneytisins um frumvarpið (Ot. prp. nr. 5 bls. 43).



Fylgiskjal III.
    
    

Ýmsir dómar sem snerta ósanngjarna samningsskilmála,


einkum 36. gr. samnl.


    
I. DÓMAR FYRIR GILDISTÖKU L. 11/1986:
    

Hrd. 1939:365. Saumakonudómurinn


    Þýska stúlkan J réð sig í vinnu á saumastofu hjá H. Í samningi þeirra var m.a. ákvæði þess efnis að J skuldbatt sig til að taka ekki starf hjá öðrum en H og vinna ekki fyrir utan fyrirtæki hennar meðan hún dveldist á Íslandi. Síðar var þessum samningi breytt á þann veg að J var eingöngu óheimilt að vinna hjá öðrum í Reykjavík og nágrenni og Hafnarfirði. Síðar stofnaði J eigin saumastofu á þessu svæði.
    H höfðaði mál á hendur J og krafðist þess að henni yrði gert að hætta starfsemi sinni og krafðist skaðabóta.
    Hæstiréttur taldi hið ótímabundna vinnubann í samningunum of víðtækt og var með vís an til 37. gr. samnl. talið hæfilegt að atvinnubannið stæði í eitt ár. En J var dæmd til að greiða H skaðabætur.
    

Hrd. 1940:478


    Í málinu var deilt um langtímasamning um lóðarleigu. Héraðsdómur hafnaði því að 2. mgr. 2. gr. l. 75/1917 ætti við. Hæstiréttur taldi hins vegar að leigusali ætti rétt á að krefjast með hæfilegum fyrirvara mats á leigunni samkvæmt ofangreindu lagaákvæði. Héraðsdóm ur var hins vegar ómerktur vegna skorts á leiðbeiningarskyldu.
    

Hrd. 1955:691


    Samkvæmt samningi skyldi leiga vera 6% árlega af fasteignamatsverði lóðar á grundvelli opinbers fasteignamats á hverjum tíma en það fór fram 10. hvert ár samkvæmt þágild andi lögum. Árið 1945 var ákveðið að fasteignamat skyldi aðeins fara fram 25. hvert ár og 1955 var matið bundið hámarki en ekki var lengur miðað við sanngjarnt söluverð. Þessar breytingar voru svo veigamiklar að forsendur fyrir leigugjaldsákvæðinu í samningi voru brostnar. Þar eð samningurinn var í heild óuppsegjanlegur af hálfu leigusala þótti hann eiga rétt til að fá leigugjaldið metið með sérstöku mati dómkvaddra matsmanna er gilti tíu ár í senn.
    

Hrd. 1966:262 — 34. gr. vátr. samnl. (vsl.)


    J bjó utan Reykjavíkur og fól B að sýna væntanlegum kaupendum bifreið sína. B ók bifreiðinni ofurölvi og velti henni og taldist hún gjörónýt. B og J voru sammála um það að B hefði verið óheimilt að nota bifreiðina til einkaafnota. Vátryggingafélagið neitaði að bæta J tjón hans en hérd. og Hæstir. töldu að J skyldi fá tjón sitt bætt skv. 18., 19. og 34. gr. vátr.samnl. og var vátryggingaskilmálunum vikið til hliðar, m.a. á grundvelli sanngirnis mats.
    

Hrd. 1967:138


    G krafði V m.a. um endurgjald fyrir veiðileyfi á tveimur ám í samtals sextán daga en V og félagar hans notfærðu sér ekki veiðileyfin. Talið var ósannað að samningur hefði komist á milli V og G. Þar við bættist að fjögurra stanga veiði á dag var ekki leyfð í þessum ám svo sem G gerði ráð fyrir og fullnægðu þær því ekki skilyrði að kallast „first class rivers“ eins og V hafði óskað eftir. Hefði því átt að meta slíkan samning ógildan skv. 32. gr. samnl. (nú 33. gr. — óheiðarleiki) eins og á stóð.

Hrd. 1969:921


    H lánaði S með samkomulagi í maí 1966 kr. 300.000 og skyldi fjárhæð þessi endurgreiðast af fé því sem S átti ógoldið hjá F. Var greiðsluaðila vegna F (atv.- og samg.mála ráðun.) tilkynnt þetta og fékk samkomulagið samþykki hans. S varð gjaldþrota í október 1966 og vildi H þá fá skuldina greidda utan skuldaraðar.
    Hérd. beitti 32. gr. samnl. (nú 33. gr.) eins og atvikum var háttað við gerð þessa sam komulags þar sem ljóst var að S yrði gjaldþrota. Var samkomulagið ógilt á grundvelli óheiðarleikamats og gat H því ekki borið það fyrir sig. Hæstir. taldi hins vegar að með til kynningu til greiðsluaðila F hefði stofnast veð í nefndri innstæðu handa H og skyldi hann fá borgað.
    

Hrd. 1985:92. Oddhólsdómur (fyrra mál)


    Ó var bóndi á Oddhóli. Ó þessi átti í fjárhagsvandræðum og fékk hann lánað fé hjá S og fleirum. Árið 1975 ætluðu Ó og kona hans að fara í ferðalag og vildi S þá fá einhverja tryggingu fyrir skuldunum og nefndi í því sambandi pro forma-afsal. Ó og S fóru á fund lögmanns og útbjó hann kaupsamning og afsal til S. Í ágúst s.á. kom S með skjöl til Ó og bað hann að undirrita þau. Gerði hann það en taldi jafnframt að þetta væri einhvers konar málamyndakaupsamningur og -afsal. Síðan gerðist ekkert markvert í þessu máli nokkurn tíma.
    Árið 1978 þóttist Ó vera þess fullviss að S ætlaði sér að byggja rétt á þessum mála myndagerningum og tilkynnti Ó S í desember s.á. að kaupsamningnum og afsalinu væri rift. S mótmælti riftunaryfirlýsingunni en Ó lét þá þinglýsa henni.
    Ó krafðist þess m.a. að með dómi yrði viðurkennt að samningurinn hefði ekki stofnast en ef svo væri að hann væri ógildur og/eða ógildanlegur, sbr. 30. og 32. gr. samnl. og 7. gr. l. 58/1960. Taldi hann að S hefði notfært sér fákunnáttu sína í fjármálum til þess að fá hann til að undirrita kaupsamning og afsal á fölskum forsendum. S mótmælti því eindregið að gerningarnir hefðu verið til málamynda.
    Hérd. hafnaði kröfum Ó.
    Hæstir. taldi einnig ósannað að atvik við samningsgerðina hefðu verið þannig að kaup samningurinn og afsalið væru óskuldbindandi skv. 30. og 32. gr. samnl. og 7. gr. l. 58/1960.
    
II. DÓMAR EFTIR GILDISTÖKU L. 11/1986:
    

Hrd. 1988:1422. Oddhólsdómur (síðara mál)


    Með kaupsamningi frá ágúst 1975 seldi Ó jörð sína til S. Ó skuldaði S þá mikið fé og var í samningnum tekið fram að með honum hefðu aðilar gert upp viðskipti sín að fullu. Ó áskildi sér rétt til að búa á jörðinni ævilangt. Undir samninginn rituðu Ó og kona hans en S ekki. Sama var um útgáfu afsals.
    Árið 1981 höfðaði Ó mál gegn S og krafðist ógildingar kaupsamningsins og afsalsins. Í hrd. frá 1985 var S sýknaður af kröfum Ó. Árið 1986 höfðaði hann aftur mál og krafðist þess að svonefndur kaupsamningur og svonefnt afsal yrði ógilt með dómi sem eignayfir færslugerningur og S gert að aflýsa þessum gerningum. Byggði Ó á því að gerningunum hefði í raun verið ætlað að stofna til tryggingarréttinda á jörðinni handa S þar til uppgjöri væri lokið milli aðilanna. Gerningunum hefði ekki verið ætlað að yfirfæra eignarréttinn af jörðinni þó svo að þeir hefðu verið færðir í búning eignayfirfærslugerninga.
    Fallist var á rök Ó með vísan til 33. gr. l. 7/1936 í hæstarétti og með vísan til forsendna héraðsdóms. Í hérd. sagði m.a. að Ó hefði aldrei fengið afrit eða samrit af þessum gerning um þar sem S voru áskilin umrædd réttindi. Þá gerði S ekkert til að halda kaupi sínu til laga fyrr en Ó fór að gera reka að því að samninginn ógiltan. Með tilliti til þess og óvenjulegs ákvæðis um kaupverð auk 33. gr. samnl. varð að fallast á að umræddur gerningur yrði ógiltur sem eignayfirfærslugerningur.
    

Dómur bæjarþings Reykjavíkur 6. júlí 1990. Moladómurinn


    Árið 1987 var gerður leigusamningur um verslunarhúsnæði þar sem stefnandi var leigusali og stefndi leigutaki en hann rak söluturninn Mola í húsnæðinu. Hálfu ári seinna seldi stefndi I söluturninn sem greiddi leigu frá söludegi til 1. maí 1988 og tók stefnandi við leigunni. Þrátt fyrir greiðslur I var ekki gerður sérstakur leigusamningur við hann.
    Ágreiningur var um það hvort I hefði tekið við fyrri leigusamningnum milli stefnda og stefnanda, eins og stefndi hélt fram, eða hvort stefndi væri enn ábyrgur fyrir greiðslu leig unnar eins og stefnandi hélt fram. Stefnandi hélt því sem sagt fram að stefndi væri bundinn af leigusamningnum og krafði hann um greiðslu leigunnar frá því að I hætti að borga (1. maí 1988). Stefndi byggði hins vegar aðallega á því að hann væri ekki bundinn af leigu samningum heldur hafi sá samningur fallið niður í reynd þegar stefndi seldi I söluturninn. Stefndi byggði enn fremur á þeirri málsástæðu að það væri andstætt góðum viðskiptasiðum að reyna að gera stefnda ábyrgan samkvæmt umræddum húsaleigusamningi, sbr. 32. og 36. gr. l. 7/1936, sbr. 6. gr. l. 11/1986.
    Héraðsdómur sýknaði stefnda af öllum kröfum stefnanda með þessum rökum m.a.: . . .  Þá verður að telja að stefndi og I hafi mátt ætla að stefnandi hefði samþykkt I sem leigutaka í stað stefnda þótt ekki sé sannað að stefnandi hafi berum orðum veitt samþykki sitt. Við þessar aðstæður þykir verða að fallast á þá málsástæðu stefnda að það samræmist ekki ákvæðum 36. gr. l. 7/1936, sbr. 6. gr. l. 11/1986, að halda stefnda ábyrgan samkvæmt greindum leigusamningi.
    

Hrd. 26. mars 1991. Ömmudómur 1


    I, stefnda, var fyrrverandi stjúpdóttir Á, stefnanda, en móðir hennar hafði verið gift Á frá 1933 til 1947. Síðan slitnaði sambandið milli stefndu og stefnanda í um 40 ár. Um ára mótin 1985/1986 tókust kynni með þeim á ný og fór hún þá að venja komur sínar til Á sem var mjög einmana og þjáðist af heilarýrnun.
    Um mánaðamótin maí/júní 1986 gerðu þau með sér kaupsamning um húseign. Skyldi stefnda kaupa kjallara hússins á kr. 1.100.000, útborgun kr. 500.000. Stefnandi skyldi hafa afnot kjallarans svo lengi sem hann vildi. Dótturdóttir stefndu skyldi kaupa íbúðarhæð og bílskúr hússins og var rekið sérstakt dómsmál út af því. Stefnda hafði allt frumkvæði að gerð kaupsamninganna. Um sama leyti tæmdi Á innstæður tveggja bankabóka og lagði inn á reikning í nafni stefndu og sömuleiðis tók hann út innstæðu sína á hávaxtareikningi í Samvinnubankanum og lagði inn á reikning stefndu. Samtals voru þessar millifærslur að upphæð kr. 920.795,93.
    Í þriðja lagi gerði Á erfðaskrá til hagsbóta fyrir stefndu hjá borgarfógetaembættinu 2. júní 1986 og féllu þá tvær eldri erfðaskrár úr gildi. Málsástæður stefnanda voru tvenns konar, annars vegar riftun kaupsamningsins og hins vegar ógilding hans, ógilding erfða skrárinnar og afhending bankainnstæðnanna. Hér skiptir máli ógilding kaupsamningsins og afhending bankainnstæðna. Um ógildingarkröfuna vísaði stefnandi til l. 7/1936, sbr. l. 11/1986, 30., 31., 32. og 36. gr. Við munnlegan málflutning tók stefnandi fram að hann byggði ekki á brostnum forsendum svo sem sagt væri í stefnu.
    Stefnda krafðist sýknu af öllum kröfum stefnanda.
    Niðurstaða héraðsdóms: Það þótti sannað af gögnum málsins að stefnda hefði haft allt frumkvæði og séð um gerð kaupsamninganna. Talið var að hún hefði notfært sér einmana leik, ósjálfstæði og ellihrumleika Á til að koma nefndum kaupsamningum á. Kaupsamning ur um kjallarann var því ógiltur með vísan til 31. gr. samnl., sbr. 1. gr. l. 11/1986 (misneyt ingarákvæðið.) Í sambandi við yfirfærslur úr bankabókum stefnanda þótti stefndu við þess ar aðstæður ekki hafa verið vítalaust að taka við peningunum og var þessum þremur gern ingum vikið til hliðar með vísan til 36. gr. samnl., sbr. 6. gr. l. 11/1986, og stefnda dæmd til að endurgreiða stefnanda fé þetta. Að lokum var svo erfðaskráin einnig ógilt með vísan til 34. gr. l. 8/1962.
    Niðurstaða Hæstaréttar: Eins og málið liggur fyrir Hr. ber því skv. 31. gr. samnl., sbr. 1. gr. l. 11/1986, svo og 37. gr. l. 8/1962, að ógilda greinda gerninga og staðfesta niður stöðu hins áfrýjaða dóms.
    Hr. byggði niðurstöðuna því ekki á 36. gr. samnl.
    

Hrd. 26. mars 1991. Ömmudómur 2


    Stefnda í þessu máli er dótturdóttir stefndu í ömmudómi 1 en stefnandi er sá sami.
    F (amman) fékk Á til að selja dótturdóttur sinni hæð í húsi, ásamt bifreiðageymslu og tilheyrandi lóðarréttindum. Dótturdóttirin var þá ekki orðin fjárráða og skrifaði amman undir samning sem fjárhaldsmaður hennar þótt hún væri það ekki og án þess að fá leyfi dómsmálaráðuneytisins. Kaupverð átti að vera kr. 1.900.000 og greiðsluskilmálar mjög hagstæðir stefndu.
    Stefnandi byggði á tvenns konar málsástæðum, þ.e. annars vegar riftun kaupsamnings ins og hins vegar ógildingu hans.
    Riftunarkrafan byggðist á stórfelldum vanefndum stefndu.
    Ógildingarkrafan byggðist á fjárræðisskorti stefndu, heimildarskorti ömmu hennar og samþykkisskorti dómsmálaráðuneytisins. Enn fremur var ógildingarkrafan byggð á því að Á hafi verið ófær um að skilja þýðingu, efni og afleiðingar kaupsamningsins. Samningur inn væri því óskuldbindandi fyrir hann vegna gerhæfisskorts.
    Stefnandi taldi ömmuna hafa verið aðalhvatamann að kaupsamningnum. Um ógilding arkröfuna vísaði stefnandi til l. 7/1936, sbr. l. 11/1986, 30., 31., 32. og 36. gr. m.a. Stefn andi taldi einnig að reglur um brostnar forsendur kæmu til álita.
    Stefnda krafðist sýknu af öllum kröfum stefnanda.
    Niðurstaða héraðsdóms: Skilyrði riftunar voru talin vera fyrir hendi svo framarlega sem talið yrði að um gilda kaupsamninga væri að ræða. Rétt þótti, með vísan til 23. gr. l. 68/1984 og með vísan til 36. gr. samnl., sbr. 6. gr. l. 11/1986, að ógilda samninginn.
    Niðurstaða Hæstaréttar: Kaupsamningurinn komst á fyrir misneytingu F, ömmu áfrýj anda ....... Eins og mál þetta liggur fyrir Hr. er rétt skv. 36. gr. l. 7/1936, sbr. 6. gr. l. 11/1986, að víkja samningnum til hliðar og skal hann vera óskuldbindandi fyrir gagnáfrýj anda. Ber því að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms.
    

Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 2. nóvember 1990.


Billjardstofudómurinn


    Stefnendur, þeir H, S og K, keyptu billjardstofu í Hafnarfirði með kaupsamningi, dags. 11. febrúar 1988, ásamt innréttingum og viðskiptavild. Kaupverðið var kr. 8 milljónir sem áttu að greiðast með kr. 300 þúsund í útborgun og með útgáfu tveggja skuldabréfa sem greiðast áttu með jöfnum afborgunum á tveimur árum. Í kaupsamningnum var ákvæði um eignarréttarfyrirvara þar sem M, sem var seljandi og jafnframt stefndi í máli þessu, var heimilað að taka hina seldu muni úr vörslum stefnenda á þeirra kostnað og með aðstoð fó geta, ef á þyrfti að halda, án þess að endurgreiða þeim nokkuð af kaupverðinu.
    Stefnendur lentu í vanskilum með skuldabréfin 1988 og í lok ágúst nýtti M sér riftunar ákvæðið í samningnum og tók billjardstofuna úr vörslum stefnenda og neitaði að skila stefnendum skuldabréfunum og þeim peningum sem þeir höfðu greitt honum. Auk þess neitaði M að greiða stefnendum fyrir endurbætur sem þeir höfðu gert á húsnæðinu.
    Kröfugerð stefnenda: Þeir héldu því fram að með því að stefnandi neitaði að endur greiða þeim nokkuð af kaupverðinu væri hann að reyna að hagnast á ósanngjarnan og ólög mætan hátt á kostnað stefnenda. Riftunarákvæði kaupsamningsins væri óheimilt að skilja á þann hátt að heimilt væri að rifta samningnum án þess að endurgreiða kaupverðið og án þess að endurgreiða þeim fyrir þær endurbætur sem þeir höfðu gert á húsnæðinu. Kröfum til stuðnings vísuðu þeir til 36. gr. samnl. auk meginreglna um riftun gagnkvæmra samn inga og reglna kpl. með lögjöfnun um riftun.
    Kröfugerð stefnda: Hann krafðist sýknu m.a. á þeirri forsendu að riftunarákvæðið í samningnum væri skýrt og afdráttarlaust og því enginn vafi um túlkun þess.
    Niðurstaða héraðsdóms: „Þótt vanskil stefnenda á greiðslu af nefndum skuldabréfum hafi verið orðin umtalsverð, er riftun fór fram, þá telur dómurinn það ákvæði að stefnda sé óskylt að endurgreiða nokkuð af kaupverðinu til baka við riftun hafa verið svo bersýni lega ósanngjarnt í öndverðu og andstætt góðri viðskiptavenju að stefndi geti ekki borið það fyrir sig. Með vísan til 36. gr. sml. fellst dómurinn ekki á sýknukröfu stefnda á grundvelli þessa ákvæðis kaupsamningsins. Verður því byggt á almennum reglum um riftun gagn kvæmra samninga varðandi uppgjöf aðila, þ.e. hvað stefnda beri að endurgreiða og hvað megi draga frá til skuldajafnaðar gagnvart kröfum stefnenda.“
    

Hrd. 1989:329. Dráttarvélardómurinn


    Bóndinn H keypti dráttarvél hjá Í h.f. í ársbyrjun 1984. Sama ár bilaði dráttarvélin og hafði H þegar samband við Í h.f. þar sem vélin var enn í ábyrgð. Í h.f. gerði við vélina H að kostnaðarlausu en neitaði að greiða flutningskostnaðinn sem var verulegur þar sem H bjó í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík en þar var gert við vélina.
    Bóndinn stefndi þá Í h.f. fyrir dóm til greiðslu flutningskostnaðar. Í ábyrgðarskírtein inu, sem fylgdi dráttarvélinni, stóð m.a. að flutningskostnaður innanlands vegna vélar, varahluta eða viðgerðarkostnaðar væri undanþeginn greiðsluskyldu. Bóndinn H hélt því hins vegar fram að þetta ákvæði í skírteininu væri ógilt þar eð það væri í andstöðu við 29. gr. l. 56/1978. Í þessari grein kemur fram að yfirlýsingar um ábyrgð megi aðeins gefa að þær veiti viðtakanda betri rétt en hann hefði haft samkvæmt gildandi lögum. H hélt því fram að ábyrgðarskírteinið skapaði honum verri rétt en hann hefði samkvæmt kpl. 39/1922 en samkvæmt þeim ætti Í h.f. að borga flutningskostnaðinn.
    Niðurstaða héraðsdóms: Dæmt að H þyrfti að greiða umræddan kostnað á grundvelli þess að 29. gr. l. 56/1978 væri undantekning frá meginreglunni um samningafrelsið og bæri því að skýra hana þröngt.
    Niðurstaða Hæstaréttar: Komst að annarri niðurstöðu og segir m.a. í dóminum: „Þegar ábyrgðarskilmálarnir eru virtir í heild er ljóst að þeir veita kaupanda ekki betri rétt en hann á gagnvart seljanda skv. reglum l. 39/1922. Ákvæði 29. gr. l. 56/1978 er í samræmi við al menn viðhorf um lagavernd kaupanda og neytendavernd, svo og það viðhorf, sem markar samningarétt hér á landi eftir breytingu þá á lögum nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sem gerð var með 6. gr. l. 11/1986.“
    Fyrirtækið Í h.f. var því dæmt til að greiða flutningskostnaðinn.
    

Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. maí 1990.


    Ágreiningur var um gildi eftirlaunasamnings sem gerður var 1984 af stjórnarformanni S við J, forstjóra þess.
    Stefnandinn, J, vísaði til þess að samningar skuli haldnir og loforð efnd, sbr. l. 7/1936.
    Stefndi, S, byggði á því að stjórn S hefði ekki gefið stjórnarformanni umboð til að gera samninginn né hafi samningurinn nokkurn tíma verið samþykktur af stjórn stefnda. Í öðru lagi byggði stefndi á því að kæmist rétturinn að þeirri niðurstöðu að stjórnarformaðurinn hefði haft umboð þá hafi hann farið langt út fyrir umboð sitt með því að gera dæmalausan samning við stefnanda og hafi stefnanda mátt vera þetta ljóst, sbr. 11. gr. l. 7/1936. Í þriðja lagi byggði stefndi á því að kæmist rétturinn að þeirri niðurstöðu að samningurinn hafi ver ið gerður með fullu umboði þá megi víkja honum til hliðar með dómi, með vísan til 36. gr. samnl., sbr. l. 11/1986, þar sem það sé ósanngjarnt af hálfu stefnanda að bera hann fyrir sig og samningurinn verði að teljast brjóta gegn góðri viðskiptavenju, sbr. efni hans. Í fjórða lagi byggði stefndi sýknukröfu sína á því að væri ekki fallist á það að beita beri 36. gr. samnl. þá hefðu forsendur brostið fyrir samningnum vegna þess hvernig starfslok stefn anda bar að (þ.e. að honum hafi í raun verið sagt upp).
    Niðurstaða héraðsdóms: Ekki er fallist á þær málsástæður stefnda að samningurinn væri ógildur vegna umboðsskorts stjórnarformanns. Ekki var fallist á það að samningurinn væri óeðlilega hagstæður stefnanda. Þótti stefndi því ekki hafa sýnt fram á að þau atvik hafi ver ið fyrir hendi við samningagerðina eða séu síðar til komin sem valda því að samningi verði vikið til hliðar á grundvelli 36. gr. samnl. Enn fremur hafnaði héraðsdómur brostnum for sendum.
    Dómkröfur stefnanda voru því teknar til greina að fullu.
    

Hrd. 16. desember 1993


Mál nr. 255/1992


    
     Málavextir: Ö, sonur hjónanna F og E, starfaði á árunum 1986–1987 hjá banka í Reykjavík. Hafði hann verið ráðinn til starfa af S, bankastjóra sem var góður kunningi fjöl skyldu Ö og hafði Ö m.a. dvalist hjá S veturlangt er hann var við nám. S réð Ö til starfa þrátt fyrir að vera kunnugt um að Ö hafði verið látinn hætta störfum við annan banka vegna fjármálamisferlis. Snemma árs 1987 var Ö staðinn að fjárdrætti í bankanum. Var hann lát inn hætta störfum samstundis.
    S bankastjóri sneri sér umsvifalaust til foreldra Ö og krafðist þess að þau settu trygg ingu fyrir þeirri fjárhæð sem Ö hefði dregið sér, ella yrði Ö kærður til RLR. Gengust for eldrar Ö við þessu án þess að endanlega væri ljóst um hve háar fjárhæðir væri að ræða. Þegar fjárhæð fjárdráttar Ö lá endanlega fyrir var gengið frá málum þannig að F gaf út skuldabréf til bankans að fjárhæð kr. 3,3 milljónir, vísitölutryggt til 12 ára, og skyldi bréfið bera 6.5% vexti. Að auki rituðu E, H (systir Ö) og G (sambýlismaður H) undir skuldabréfið sem sjálfskuldarábyrgðaraðilar. Einnig gaf F út víxil að fjárhæð kr. 500. þús. Engin tilraun var gerð til að tengja Ö við ábyrgðir þessar.
    Snemma árs 1988, þegar fyrsta afborgun var gjaldfallin, rita F og E bankanum bréf og fara fram á niðurfellingu vaxta og/eða lækkun á höfuðstól skuldarinnar þar sem þau töldu sér ómögulegt að greiða skuldina enda var greiðslubyrðin um eina milljón á ári. Beiðni F og E var hafnað. Frekari umleitanir F og E um breytingar á árinu og næsta ár báru heldur engan árangur
    Dómkröfur stefnenda í héraði og fyrir hæstarétti voru 1) að viðurkennt yrði með dómi að skuldbindingar þeirra samkvæmt skuldabréfinu yrðu ógiltar, 2) að stefndi, bankinn, end urgreiddi þeim andvirði víxilsins auk afborgana af skuldabréfinu ásamt vísitöluálagi, vöxt um og kostnaði, allt með dráttarvöxtum til greiðsludags og 3) að stefndi greiddi þeim máls kostnað.
     Í héraði var bankinn sýknaður af öllum kröfum stefnenda, m.a. með þeim rökum að ósannað væri að aðstöðumunur eða skortur á greiðslugetu við samningsgerð hefði verið slíkur að varði ógildingu á grundvelli 36. gr. samnl. nr. 7/1936, sbr. l. nr. 11/1986.
    Talið var að þar sem verulegir hagsmunir Ö hafi verið í húfi og bankinn staðið við sinn hluta samkomulagsins gæti samningurinn ekki talist andstæður góðri viðskiptavenju eða ósanngjarn í skilningi 36.gr. samnl.
     Hæstiréttur taldi hins vegar að víkja bæri samningi aðila til hliðar að hluta með vísan til 36. gr. samnl. nr. 7/1936, sbr. l. nr. 11/1986, þ. e. ógilda bæri skuldbindingar áfrýjenda, F, E, H og G, samkvæmt skuldabréfinu þar sem atvik og staða samningsaðila við samnings gerð hafi verið með þeim hætti að stefndi gæti ekki haldið samningnum upp á áfrýjendur. Var bankanum gert að endurgreiða allar greiddar afborganir, vísitöluálag og vexti þar sem stjórnendum bankans hafi verið ljóst frá upphafi að greiðendur gætu aldrei greitt skuldina. Hæstiréttur hafnaði hins vegar endurgreiðslu á 500 þús. kr. víxli þar sem hann var greiddur án fyrirvara.
    Í niðurstöðu hæstaréttar kemur fram að áhersla er lögð á að ekki hafi verið jafnræði með aðilum við samningsgerðina. F og E hafi verið í mjög erfiðri aðstöðu þar sem þau hafi bara átt um tvo kosti að velja. Frumkvæði að samningsgerð hafi komið frá bankastjóranum S en hjá honum hafi fjárhagslegir hagsmunir bankans setið í fyrirrúmi. Með samningnum, sem gerður var, hafi bankinn öðlast kröfu á hendur áfrýjendum sem hann hefði ekki ella fengið og hafi ekki átt lögvarinn rétt til. S var ljóst þegar í upphafi að skuldbindingin væri í engu samræmi við fjárhag áfrýjenda og að auki hafi engin raunhæf tilraun verið gerð til að tengja Ö við samninginn með formlegum hætti. Málskostnaður í héraði var felldur niður en stefnda gert að greiða hluta málskostnaðar áfrýjenda fyrir hæstarétti.
    

Héraðsdómur Reykjavíkur 14. apríl 1994


Mál E-3155/1993


    
     Málavextir: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (S) höfðaði mál á hendur útgáfufyrirtæki (K) og krafðist þess að K yrði dæmt að greiða sér kr. 6.340.000 kr. með dráttar vöxtum, til vara 4.340.000 kr. með dráttarvöxtum en til þrautavara 560.000 kr. með drátt arvöxtum auk málskostnaðar fyrir héraðsdómi. K krafðist sýknu af öllum kröfum stefnd anda og málskostnaðar.
    Árið 1991 var S stofnað í þeim tilgangi að gæta hagsmuna krabbameinssjúkra barna og aðstandenda þeirra. Snemma árs 1992 kom framkvæmdastjóri K að máli við forsvarsmenn S og lagði fram skriflegar hugmyndir um útgáfu ljóðabókar er bæri nafnið „Barnaljóð“. Skyldi S fá ákveðinn hluta söluverðmætis bókarinnar en hún skyldi auðkennd með nafni félagsins. Samningur milli S og K var undirritaður í apríl 1992 og var megininntak hans á þá leið að söluverð bókarinnar skyldi vera kr. 1.250.– en S fengi 125 kr. af hverri seldri bók, S bæri enga áhættu af útgáfunni og legði hvorki til efni né vinnu. Bókin skyldi hins vegar auðkennd með merki félagsins, á framhlið, að beiðni S. Áætlaður prentkostnaður var 400 kr. pr. bók skv. forsendum K.
    Sala hófst sumarið 1992. Ákveðið var þá að hækka söluverð í 1.600 kr. en samkomulag varð um að S fengi þá 160 kr. af söluverðmæti hverrar bókar eða 10% sem áður.
    Varð fljótt ljóst að gífurlegur áhugi var fyrir bókinni, einkum vegna þess að hún var boðin og kynnt til styrktar S. Að lokum höfðu verið prentuð 25.000 eintök af bókinni en samkvæmt mati dómkvaddra matsmanna töldust 4 – 10.000 eintök metsala á íslenskum bókamarkaði. Þar eð prentað upplag varð svona mikið reyndist prentkostnaður verulega lægri en kom fram í upphaflegum forsendum.
    S krafðist að samningi aðila yrði breytt á grundvelli 36. gr. samnl. nr. 7/1936, sbr. l. nr. 11/1986, þar sem ósanngjarnt teldist og andstætt góðri viðskiptavenju að K bæri hann fyrir sig. Krafðist S þess fá allan hagnað af sölu bókarinnar í samræmi við aðalkröfu sína eða aukinn hluta hagnaðar í samræmi við varakröfu enda stafaði allur söluhvati frá S. Taldi S að um verulegan aðstöðumun hefði verið að ræða við samningsgerðina þar sem K hafi at vinnu af bókaútgáfu og hefði meiri þekkingu á efnisatriðum sem máli skiptu við samnings gerðina en S og í upphafi aðeins talað um sölu upp á u.þ.b. 7.000 eintök. Þannig hafi heild arhagnaður orðið rúmar 9 milljónir króna en S aðeins fengið 3.280.000 kr. í sinn hlut sam kvæmt samningnum en það væri greiðsla fyrir 20.500 greidd eintök. Þrautavarakrafan laut að því að samningurinn stæði óbreyttur og S fengi greitt fyrir 24.000 seld eintök.
    Stefndi K taldi samninginn verða að standa óbreyttan. K hafi borið alla fjárhagslega áhættu af útgáfunni auk efnisöflunar og vinnslu. Ekki hafi verið séð fyrir um viðtökur á markaðnum og hann hafi ekki órað fyrir svo gífurlegri sölu. Taldi K það algeran misskiln ing að þau 10%, sem S hafi átt að fá í sinn hlut, hafi verið allur hagnaður af sölu bókarinn ar þar sem K sé hlutafélag og hafi það eðlilega að markmiði að hagnast á starfsemi sinni.
     Héraðsdómari taldi aðila sammála um hvernig bókin skyldi boðin og kynnt en aðalskýringin á því að samningur aðilanna væri mun hagstæðari stefnda K en stefnanda S væri hækkun söluverðs bókarinnar og gríðarleg sala.
    Talið var að samningurinn hefði þegar skilað S verulegum tekjum og auk þess meiru en hann gat vænst, m.a. þar eð K hefði tekið við frjálsum framlögum frá fólki sem ekki vildi kaupa bókina en vildi styrkja S beint. Hefði K staðið skil á fé þessu. Stefnandi hafði engan kostnað af útgáfunni, enga fyrirhöfn og bar enga áhættu. S naut aðeins ávinnings sem fólst í ákveðnu hlutfalli af heildarsöluverðmæti bókarinnar. Taldi héraðsdómari því að samningurinn hafi í upphafi verið S hagstæðari en K en síðar orðið K mun hagstæðari vegna gífurlegrar sölu auk söluverðshækkunar sem hafi komið K mun betur en S. Efni samningsins byggðist hins vegar í aðalatriðum á hugmyndum stefnda K en undirbúningur að útgáfu bókarinnar benti ekki til að K hafi mátt vita um þessar góðu viðtökur bókarinnar. Því væri ekki unnt að fallast á aðstöðumun aðila við samningsgerð. Þegar allt væri virt taldi héraðsdómari ekki sanngjarnt að breyta samningi aðila vegna þess eins að samningurinn hafi orðið K hagstæðari en S er litið væri til áhættuskiptingar, framlags K og óvissu um sölumöguleika umræddrar bókar.
    Enn fremur var talið að S gæti heldur ekki krafist breytingar á samningnum vegna hags muna höfundaréttarhafa þeirra ljóða sem birt voru í bókinni vegna skorts á sönnun um að afsal þóknunar væri aðeins S til handa.
    Héraðsdómari taldi m.ö.o. engar forsendur fyrir hendi sem réttlættu að samningi aðila yrði vikið til hliðar, í heild eða að hluta, eða breytt, á grundvelli 36. gr. samnl. nr. 7/1936, sbr. l. nr. 11/1986, og yrði því að sýkna K af aðal- og varakröfu S. K var einnig sýknað af þrautavarakröfu S þar eð ósannað þótti að fleiri bækur hefðu fengist greiddar en uppgjör aðila gaf til kynna.
    Málskostnaður var felldur niður.
    

(4 síður – töflur myndaðar.)




Fylgiskjal IV.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1936,


um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, með síðari breytingum.


    Eins og kemur fram í athugasemdum við frumvarpið tengist það EES-samningnum, nánar tiltekið þeirri viðbót hans sem geymir m.a. tilskipun frá 5. apríl 1993 um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að tryggja fram kvæmd ákvæða tilskipunarinnar en hún miðar að því að koma í veg fyrir röskun á sam keppni og jafnframt vernd til handa neytendum.
    Framkvæmd ákvæða frumvarpsins, verði þau að lögum, falla inn í starfssvið Samkeppn isstofnunar. Einhver aukning gæti orðið á kvörtunarmálum í almennum lögfræðiafgreiðsl um stofnunarinnar í neytendamálum. Aukinn kostnaður af þeim sökum gæti orðið allt að 500 þús. kr. árlega ef ekki verður samdráttur í starfsemi stofnunarinnar á öðrum sviðum.