Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 161 . mál.


174. Fyrirspurn


til menntamálaráðherra um niðurfellingu afnotagjalda af útvarpi og um aðflutningsgjöld af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.


    Hve margir elli- og örorkulífeyrisþegar hafa fengið felld niður afnotagjöld af útvarpi hvert ár frá 1986 og hvert hefur tekjutap Ríkisútvarpsins orðið vegna þess ár hvert og samtals á tímabilinu?
                  Óskað er eftir að fjárhæðir séu tilgreindar á verðlagi hvers árs og einnig á verðlagi nú.
    Hve hárri fjárhæð námu aðflutningsgjöld af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og búnaði til þeirra ár hvert frá og með 1986, á verðlagi hvers árs og framreiknað til verðlags nú, og hve mikið af þessum gjöldum rann í framkvæmdasjóð Ríkisútvarpsins hvert ár?


Skriflegt svar óskast.