Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 71 . mál.


199. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Inga Björns Albertssonar um áhrif af breyttum tekjuskatti einstaklinga.

     1 .     Hversu hár er tekjuskattur einstaklinga 1993 og hver hefði hann orðið ef skatthlutfall hefði skipst á eftirfarandi hátt?
                                       Tekjur í þús. kr.     Skatthlutfall
     60–80     30%
     80–100     35%
    100–150     40%
    150–200     45%
    200–400     50%
    400–600     55%
    600 og yfir     60%

    Í fljótu bragði virðist mega skipta framangreindri hugmynd í tvennt. Annars vegar er gert ráð fyrir hækkun á skattleysismörkum. Hins vegar er upptaka tekjuskatts sem lagður er á í sjö þrepum í stað eins samkvæmt gildandi kerfi.
    Á árinu 1993 voru skattleysismörk tekjuskatts um 57.500 kr. á mánuði, en í hugmynd inni hér að framan virðist gert ráð fyrir hækkun á þeim mörkum um 2.500 kr. á mánuði, eða í 60.000 kr. Þetta svarar til þess að persónuafslátturinn hækki um rúmlega 1.000 kr. á mánuði sem skerðir tekjur ríkissjóðs um 1,8 milljarða kr. á heilu ári.
    Sé gengið út frá þeim forsendum að skatthlutföllin hér að framan nái bæði til tekjuskatts ríkisins og útsvars og að tilfærsla á persónuafslætti milli maka sé sú sama og í gildandi kerfi benda lauslegar áætlanir til þess að framangreindar hugmyndir um sjö þrepa tekju skatt skerði tekjur ríkissjóðs um 2,5 milljarða kr.
    Þegar á heildina er litið má búast við að tekjur ríkissjóðs hefðu verið um 4,3 milljörðum kr. lægri á árinu 1993 en raunin varð miðað við þær forsendur sem tilgreindar eru í fyrir spurninni, þ.e. hefðu farið úr 12,5 milljörðum kr. í rúmlega 8 milljarða kr.
    Rétt er að benda á að þessi útfærsla er ekki hnökralaus og býður upp á margvíslega framkvæmdaörðugleika í samanburði við núgildandi kerfi. Þá er rétt að hafa í huga að nú gildandi kerfi er í reynd stighækkandi kerfi þar sem skattbyrði fer stighækkandi með aukn um tekjum.

     2 .     Hverjar yrðu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga á árinu 1994 miðað við sömu forsendur? Hver er áætlaður tekjuskattur einstaklinga á árinu 1994?
    Samkvæmt endurskoðaðri áætlun stefnir í að tekjuskattur einstaklinga, nettó, skili ríkis sjóði 15 milljörðum kr. á árinu 1994. Sé miðað við sömu forsendur og áður um sjö þrepa tekjuskatt og hækkun skattleysismarka yrðu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga rúmlega 5 milljörðum kr. lægri en áætlað er, eða tæplega 10 milljarðar kr.

     3 .     Hverjar yrðu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1995 miðað við þessar sömu forsendur?

    Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1995 er reiknað með sömu tekjum í krónum talið og á ár inu 1994, þ.e. 15 milljörðum kr. Áætlað tekjutap samkvæmt forsendum fyrirspurnarinnar yrði svipað og á árinu 1994, eða kringum 5 milljarðar kr.

    Að lokum er rétt að benda á að á undanförnum árum hafa flest ríki í Evrópu verið að einfalda tekjuskattlagningu á einstaklinga með því að fækka skattþrepum og lækka jaðar skatta. Sú hugmynd, sem hér er kynnt, gengur þvert á þá þróun sem er að verða í löndunum í kringum okkur. Þess má geta að það eru aðeins tvö af 24 ríkjum OECD, Finnland og Hol land, sem leggja á jafnháan jaðarskatt í efsta þrepi og hér er lagt til, þ.e. 60%.