Ferill 275. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 275 . mál.


329. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um niðurgreiðslu raforku og afslátt til húshitunar.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



    Hver hafa verið framlög á fjárlögum til niðurgreiðslu á raforku á árunum 1990–94, reiknað á verðlagi þessa árs?
    Hver hefur verið árlegur afsláttur Landsvirkjunar af orkusölu til húshitunar á árunum 1990–94, reiknað í krónum á kílóvattstund á verðlagi þessa árs?
    Hefur náðst markmið svokallaðrar orkuverðsjöfnunarnefndar frá árinu 1991 um jöfnun orkuverðs?