Ferill 281. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 281 . mál.


348. Frumvarp til lagaum lífræna landbúnaðarframleiðslu.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)1. gr.


    Tilgangur laga þessara er að tryggja að framleiðsla, úrvinnsla, flutningur, geymsla og dreifing landbúnaðarafurða sem framleiddar eru með lífrænum aðferðum lúti ákveðnum reglum á lögbýlum og í fyrirtækjum sem hafa fengið vottun til notkunar á vörumerki líf rænnar framleiðslu.

2. gr.


    Lög þessi taka til framleiðslu, vinnslu, flutnings, geymslu og dreifingar hvers konar líf rænna landbúnaðarafurða.
    Landbúnaðarráðherra hefur á hendi yfirstjórn þeirra mála er lög þessi taka til.

3. gr.


    Innlendum sjálfstæðum stofum, einstaklingum eða stofnunum er heimilað að annast vottunarþjónustu fyrir lögbýli og fyrirtæki í lífrænni framleiðslu að því tilskildu að þær hafi faggildingu. Þær nefnast vottunarstofur.
    Faggildingu vottunarstofa annast Löggildingarstofan í samræmi við reglugerð um starf semi faggiltra vottunarstofa og nánari reglur er landbúnaðarráðherra setur.

4. gr.


    Landbúnaðarráðherra veitir framleiðendum starfsleyfi að uppfylltum kröfum skv. 3. gr. og heldur skrá um öll lögbýli og fyrirtæki sem hafa fengið vottun um lífrænar framleiðslu aðferðir. Gerist þessir aðilar brotlegir getur landbúnaðarráðherra svipt þá starfsleyfi og heimild til að nota vörumerki um lífræna framleiðslu.

5. gr.


    Forsvarsmönnum lögbýla eða fyrirtækja í lífrænni framleiðslu er skylt að veita landbún aðarráðherra eða samningsbundnum vottunarstofum allar upplýsingar og þá aðstoð sem nauðsynleg er við vottunina, þar með talinn aðgang að hverjum þeim stað þar sem lífrænar landbúnaðafurðir eru unnar eða geymdar. Vottunarstofur skulu fara með upplýsingar sem þær afla sem trúnaðarmál. Skylt er að láta vottunarstofu í té án endurgjalds sýni af lífrænni framleiðslu til rannsókna.

6. gr.


    Landbúnaðarráðherra setur reglugerð þar sem tilgreindar eru lágmarkskröfur sem gerð ar eru til vottaðra lífrænna framleiðsluhátta við íslenskar aðstæður í samræmi við grunn reglur Alþjóðasamtaka lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM) og reglugerð ráðs Evr ópusambandsins nr. 2092/91 með síðari breytingum.

7. gr.


    Landbúnaðarráðherra skipar nefnd er skal vera til ráðuneytis um reglur, staðla, vottun og allt er varðar lífræna landbúnaðarframleiðslu. Auk fulltrúa ráðherra, sem skal vera for maður nefndarinnar, tilnefna hagsmunaaðilar fulltrúa í nefndina samkvæmt nánari ákvæð um í reglugerð.

8. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Á seinni árum hefur framleiðsla svonefndra lífrænna landbúnaðarafurða aukist mjög víða um heim. Hér á landi eru á margan hátt ákjósanleg skilyrði til slíkrar framleiðslu og fáeinir framleiðendur hafa nú þegar aðlagað búskap sinn þessari framleiðsluaðferð og margir sýna henni áhuga. Lagareglur um þetta efni eru ekki til hér á landi, en hins vegar hafa flestar nágrannaþjóðir okkar lögfest sambærileg ákvæði og frumvarp þetta hefur að geyma.
    Í byrjun þessa árs beitti landbúnaðarráðherra sér fyrir því að samin yrði reglugerð um íslenska lífræna landbúnaðarframleiðslu er tryggi að slíkar vörur séu framleiddar við til teknar viðurkenndar aðstæður og markaðssettar undir ákveðnum opinberlega viðurkennd um vörumerkjum um lífræna framleiðslu. Verki þessu miðar vel og liggja þegar fyrir drög að ítarlegri reglugerð um þetta efni sem fjallar um öll framleiðslustig, allt frá jarð vegi og eldi búfjár og einnig vinnslu og dreifingu afurðanna. Í reglugerðardrögunum eru tilgreindar lágmarkskröfur til lífrænna búskaparhátta innan ramma grunnreglna Alþjóða samtaka lífrænna landbúnaðarhreyfinga og í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins nr. 2092/91, m.a. með það að markmiði að viðurkenning fáist fyrir íslenskar lífrænar landbúnaðarafurðir á erlendum mörkuðum.
    Lífrænt framleiddar landbúnaðarafurðir eru í flestum tilvikum greiddar hærra verði en almennt gerist, enda er við framleiðsluna lögð mikil áhersla á hreinleika og umhverfis vernd. Því er óhætt að fullyrða að það er bæði hagur framleiðenda og neytenda að viður kenndar reglur um lífrænan landbúnað taki gildi hér á landi sem fyrst. Við könnun á margvíslegum gögnum um lífrænan landbúnað, svo sem reglum og stöðlum frá Norður löndum, Bretlandi, meginlandi Evrópu og Bandaríkjunum, er niðurstaðan sú að setning reglugerðar um þetta efni sé vænlegasta leiðin til að tryggja stöðu þessara nýju fram leiðsluhátta hér á landi, en til þess skortir nauðsynlega lagastoð. Til að bæta úr því er frumvarp þetta nú flutt, en það er samið í landbúnaðarráðuneytinu.
    Frumvarp þetta hefur ekki að geyma ítarlegar lagareglur um lífræna framleiðslu land búnaðarafurða heldur aðeins nauðsynleg ákvæði sem útfæra verður nánar með reglugerð, eins og áður er fram komið. Gert er ráð fyrir að opinbert eftirlit með þessum málaflokki verði sem einfaldast í sniðum, en þó nægilega traust til þess að standast fyllstu kröfur, bæði á innlendum og erlendum vettvangi.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í greininni er lýst tilgangi laganna en hann er sá að tryggja að framleiðsla, úrvinnsla, flutningur, geymsla og dreifing lífrænna landbúnaðarafurða lúti ákveðnum reglum, bæði á lögbýlum og í fyrirtækjum sem fengið hafa vottun, en lífrænar landbúnaðarafurðir eru þær afurðir sem framleiddar eru við lágmarksnotkun tilbúins áburðar og varnarefna.

Um 2. gr.


    Greinin fjallar um gildissvið laganna og yfirstjórn og þarfnast ekki skýringa.

Um 3. gr.


    Gert er ráð fyrir að eftirlit og viðurkenning verði í höndum vottunarstofa sem Lög gildingarstofan hefur faggilt á gundvelli reglugerðar þar um. Bæði einstaklingar og fyrir tæki munu geta annast þessa þjónustu. Landbúnaðarráðherra setur nánari reglur sem hafa að geyma skilyrði til þess að vottunarstofa geti vottað lífræna framleiðslu og samræmist þetta fyrirkomulag lögum um mál, vog og faggildingu, nr. 100/1992, og reglugerð um starfsemi faggiltra vottunarstofa nr. 350/1993.

Um 4. gr.


    Miðað er við að framleiðendur lífrænna landbúnaðarafurða þurfi sérstakt starfsleyfi sem landbúnaðarráðherra veitir. Með því er tryggt að þeir uppfylli tilteknar lágmarkskröf ur og skilyrði sem nauðsynleg eru til að framleiddar afurðir geti talist lífrænar og standist kröfur um notkun vörumerkis sem tákn um lífræna framleiðsluhætti.
    Nauðsynlegt er að halda skrá um öll lögbýli og þau fyrirtæki sem fá vottun til fram leiðslu á lífrænum landbúnaðarafurðum, að öðrum kosti er ekki unnt að tryggja að þessi framleiðsla verði með öllu aðgreind frá hefðbundinni landbúnaðarframleiðslu. Með skrán ingunni er einnig auðveldara að rekja uppruna vörunnar.

Um 5. gr.


    Ákvæðum þessarar greinar er ætlað að auðvelda eftirlitsaðilum nauðsynlega skoðun og rannsóknir sem fara þurfa fram á lögbýlum eða í fyrirtækjum vegna vottunar. Það á m.a. við um sýnatöku og aðrar upplýsingar um framleiðsluferil vörunnar. Tekið er fram að framleiðendum sé skylt að afhenda sýni til rannsókna endurgjaldslaust og veita upp lýsingar um öll innkaup aðfanga og sölu afurða.

Um 6. gr.


    Grunnreglur Alþjóðasamtaka lífrænna landbúnaðarhreyfinga (International Federation of Organic Agriculture Movements) eru almennt viðurkenndar grundvöllur lífrænna fram leiðsluaðferða. Evrópusambandið hefur sett reglur sem byggja á þessum grunnreglum, þ.e. tilskipun nr. 2092/91, með síðari breytingum, og hefur Ísland skuldbundið sig til að hlíta þeim reglum. Hafa reglur þessar að geyma tilteknar lágmarkskröfur sem gerðar eru til vottaðrar lífrænnar framleiðslu landbúnaðarvara. Slíkar kröfur eiga ekki heima í lög um, en í greininni er gert ráð fyrir að ráðherra setji með reglugerð nauðsynleg skilyrði sem byggð verða á framangreindum reglum, þó að teknu tilliti til íslenskra aðstæðna, t.d. hvað varðar nýtingu á landi.

Um 7. og 8. gr.


    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneytið,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga


um lífræna landbúnaðarframleiðslu.


    Með frumvarpinu er kveðið á um að landbúnaðarráðherra veiti starfsleyfi til þeirra að ila sem stunda lífræna landbúnaðarframleiðslu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kostnaðarauki ríkissjóðs vegna þessa frumvarps er óverulegur þar sem allur kostnaður við vottun og faggildingu samkvæmt frumvarpinu greiðist af viðkomandi framleiðendum.