Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 294 . mál.


386. Frumvarp til lagaum breyting á lögum nr. 14/1979, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Ís lands hönd þrjá alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu, lögum nr. 20/1986, um Siglingamálastofnun ríkisins, og lögum nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)I. KAFLI

Breyting á lögum nr. 14/1979.

1. gr.

    Í stað orðsins „Siglingamálastjóri“ í 4. gr. laganna kemur: Hollustuvernd ríkisins.

II. KAFLI

Breyting á lögum nr. 20/1986.

2. gr.

    7. tölul. 2. gr. laganna orðast svo: Að annast eftirlit með mengunarvarnabúnaði skipa samkvæmt reglum sem umhverfisráðherra setur.

III. KAFLI

Breyting á lögum nr. 32/1986.

3. gr.

    Í stað orðanna „Siglingamálastofnunar ríkisins“ í 4. mgr. 5. gr. laganna kemur: Hollustuverndar ríkisins.

4. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1995.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er flutt sem fylgifrumvarp með frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, og í samræmi við þá ákvörðun að flytja starfsemi mengunarvarnasviðs Siglingamálastofnunar ríkisins yfir til Hollustu verndar ríkisins og að Siglingamálastofnun ríkisins annist eftirlit með mengunarvarna búnaði skipa.