Ferill 201. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 201 . mál.


561. Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um gjaldþrot fyrirtækja.

     1 .     Hve mörg fyrirtæki voru lýst gjaldþrota á árunum 1991, 1992 og 1993?
    Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun voru 420 lögaðilar á árinu 1991 úrskurðaðir gjaldþrota og 430 á árinu 1992.
    Samkvæmt upplýsingum frá héraðsdómstólum voru 523 lögaðilar úrskurðaðir gjaldþrota á árinu 1993.

     2 .     Hvar voru fyrirtækin skráð?
    Ekki eru fyrir hendi öruggar upplýsingar um það hvar viðkomandi lögaðilar voru skráðir en samkvæmt upplýsingum frá héraðsdómstólum skiptust gjaldþrotaúrskurðir vegna lögaðila á ár inu 1993 með þessum hætti á milli umdæma:
    Dómstóll
Úrskurðir

    Héraðsdómur Reykjavíkur
316

    Héraðsdómur Reykjaness
93

    Héraðsdómur Vesturlands
12

    Héraðsdómur Vestfjarða
26

    Héraðsdómur Norðurlands vestra
9

    Héraðsdómur Norðurlands eystra
28

    Héraðsdómur Austurlands
15

    Héraðsdómur Suðurlands
24

    Alls
523


     3 .     Hve háar upphæðir var um að ræða í hverju sveitarfélagi og í heild yfir landið í lýstum kröfum?
    Ekki eru fyrir hendi öruggar upplýsingar um hve háar upphæðir var að ræða í hverju sveitar félagi og í heild yfir landið í lýstum kröfum.

     4 .     Hve mörg þessara fyrirtækja hafa að mati ráðherra verið endurvakin með sömu starfsemi, sömu eigendum en undir nýju nafni?
    Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir er ráðherra ekki mögulegt að leggja mat á þetta atriði.

     5 .     Hversu stór hluti gjaldþrotanna liggur hjá þeim fyrirtækjum?
    Upplýsingar þessa efnis liggja ekki fyrir.