Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 167 . mál.


567. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um kostnað við sameiningu sveitar félaga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1 .     Hver varð kostnaður við störf nefndar þeirrar sem starfaði á árinu 1991 og var falið að gera samræmdar tillögur um æskilega breytingu á skiptingu landsins í sveitarfélög?
     2 .     Hver varð kostnaður við störf svonefndrar sveitarfélaganefndar sem skipuð var 26. febrúar 1992 og lauk störfum 26. maí 1993?
     3 .     Hve mikill er kostnaður til þessa við störf samráðsnefndar um sameiningu sveitarfélaga sem skipuð var 16. júní 1993?
     4 .     Hve mikill er kostnaður til þessa við störf verkefnisstjórnar reynslusveitarfélaga sem skipuð var í júní 1993?
     5 .     Hver varð kostnaður við störf umdæmanefndanna, sem skipaðar voru samkvæmt ákvæðum laga nr. 75/1993, hverrar fyrir sig og samtals, samkvæmt framlögðum reikningum umdæm anefndanna?
     6 .     Hver varð kostnaður sveitarfélaganna af kosningum um sameiningu sveitarfélaga 20. nóvember 1993 og öðrum kosningum í kjölfar þeirra, sundurliðaður eftir kjördæmum?
     7 .     Hver varð kostnaður ráðuneytisins við átak um sameiningu sveitarfélaga á síðasta ári og þessu og hverjir eru helstu liðir þess kostnaðar?
    Óskað er svofelldrar sundurliðunar í 1.–4. tölul:
     a .     Þóknun til nefndarmanna.
     b .     Kostnaður við ferðir og gistingu.
     c .     Laun starfsmanna ef einhver eru.
     d .     Verktakagreiðslur ef einhverjar eru og skal þá tilgreint hver verktakinn er og verkefni hans.
     e .     Auglýsingakostnaður.
     f .     Prentun og annar útgáfukostnaður.
     g .     Annar kostnaður áður ótalinn.


    Svör við einstökum liðum birtast í eftirfarandi töflum. Leitað var svara við 5. og 6. lið hjá landshlutasamtökum sveitarfélaga.
    Ekki þykir rétt að sundurliða verktakagreiðslur niður á einstaka verktaka eins og beðið er um í fyrirspurninni.
    Rétt þykir að benda á að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga veitir framlög til að greiða fyrir sam einingu sveitarfélaga. Framlög þessi eru veitt á grundvelli 114. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986. Yfirlit um þessi framlög eru birt í árbók sveitarfélaga.

  1.     

1991:
a. Þóknun til nefndarmanna          1.578.148
b. Kostnaður við ferðir og gistingu          2.168.161
d. Verktakagreiðslur          2.490.355
e. Auglýsingakostnaður          42.514
g. Fundakostnaður og annar kostnaður          409.937
Samtals          6.689.115

   2.     

1992:
a. Þóknun til nefndarmanna          645.330
b. Kostnaður við ferðir og gistingu          1.447.268
d. Verktakagreiðslur          3.102.933
f. Prentun og annar útgáfukostnaður          928.667
g. Fundakostnaður og annar kostnaður          593.076
Samtals           6.717.247

1993:
a. Þóknun til nefndarmanna          1.060.812
b. Kostnaður við ferðir og gistingu          359.010
d. Verktakagreiðslur          139.010
f. Prentun og annar útgáfukostnaður          340.294
g. Fundakostnaður og annar kostnaður          304.734
Samtals          2.203.860

   3.

1993:
a. Þóknun til nefndarmanna          977.330
b. Kostnaður við ferðir og gistingu          1.144.954
d. Verktakagreiðslur          8.259.685
e. Auglýsingakostnaður          504.075
f. Prentun og annar útgáfukostnaður          20.946
g. Fundakostnaður og annar kostnaður          827.830
Samtals          11.734.820

1994:
a. Þóknun til nefndarmanna          244.213
b. Kostnaður við ferðir og gistingu          392.777
e. Auglýsingakostnaður          226.819
g. Fundakostnaður og annar kostnaður          137.130
Samtals          1.000.939

   4.

1993:
b. Kostnaður við ferðir og gistingu          906.758
d. Verktakagreiðslur          724.416
g. Fundakostnaður og annar kostnaður          39.630
Samtals          1.670.804

1994:

b. Kostnaður við ferðir og gistingu          466.106
d. Verktakagreiðslur          1.502.195
e. Auglýsingakostnaður          27.953
f. Prentun og annar útgáfukostnaður          296.062
g. Fundakostnaður og annar kostnaður          246.229
Samtals          2.538.545

   5.     

Umdæmanefnd Suðurnesja          4.195.818
Umdæmanefnd Reykjavíkur          4.455.119
Umdæmanefnd Vesturlands          3.178.012
Umdæmanefnd Vestfjarða          3.377.413
Umdæmanefnd Norðurlands vestra          5.002.502
Umdæmanefnd Norðurlands eystra          3.482.831
Umdæmanefnd Austurlands          3.454.434
Samtals          27.146.129

  6.     

Norðurlandskjördæmi eystra          3.753.057
Austurlandskjördæmi          2.283.400
Samtals          6.036.457
 Upplýsingar hafa ekki borist úr öðrum kjördæmum.

  7.     

1993:
e. Auglýsingakostnaður          1.200.000