Ferill 234. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 234 . mál.


576. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur um framkvæmd jafnréttislaga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða dómar og úrskurðir hafa fallið við brotum á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og hvernig hefur þeim verið fylgt eftir?

    Leitað var upplýsinga um þetta málefni hjá skrifstofu jafnréttismála.
    Í upphafi er rétt að taka fram að fyrirspurnin er ekki bundin við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, lög nr. 28/1991. Í eftirfarandi svari er því gengið út frá því að fyrirspurnin taki til tímabilsins frá setningu fyrstu laga um jafnrétti kynja og til dagsins í dag, eða frá árinu 1976. Rétt þykir því að skipta svarinu í tvennt, annars vegar tímabilið sem Jafnrétt isráð fjallaði um kærur vegna brota á lögunum og hins vegar tímabilið eftir tilkomu kærunefnd ar jafnréttismála árið 1991.

1. Tímabilið 1976–1991.


    Á tímabilinu 1976 til miðs árs 1991 voru í gildi tvenn jafnréttislög. Fyrstu lögin voru sett árið 1976. Lög nr. 65/1985 leystu þau af hólmi. Á þessu tímabili fór Jafnréttisráð með það tví þætta hlutverk að fjalla um meint brot á lögunum og vinna að jafnrétti kynja.
    Kærur vegna meintra brota á lögunum á þessum tíma voru frá fjórum og upp í fjórtán á ári. Þessar kærur voru misviðamiklar. Þannig voru kærur vegna auglýsinga, sem taldar voru konum til minnkunar, nokkuð algengar á þessum tíma en slíkar kærur krefjast ekki gagnasöfnunar og eru því einfaldari í meðferð — aðrar eru viðameiri eins og t.d. stöðuveitingar þar sem fram fer gagnasöfnun í málinu. Sjaldgæft var að málum væri fylgt eftir með samningum eða dómsmálum — umfjöllun fjölmiðla og sú gagnrýni sem atvinnurekendur fengu á sig vegna þessara álitsgerða Jafnréttisráðs var talin hafa áhrif til varnaðar. Á þessum tíma var þó tveimur málum stefnt fyrir dómstóla, dómur í svokölluðu Sóknarmáli gekk í Hæstarétti 1982 og í máli Helgu Kress rúmum 10 árum síðar eða 1993.

2. Tímabilið frá árinu 1991.


    Með nýjum lögum, sem gildi tóku í júní 1991, var hið tvíþætta hlutverk Jafnréttisráðs aðgreint. Á grundvelli 19. gr. laga nr. 28/1991 tók til starfa ný nefnd, kærunefnd jafnréttimála, sem hefur það hlutverk að fjalla um brot á lögunum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og beina rökstuddum tilmælum um úrbætur til hlutaðeigandi aðila, telji nefndin að lögin hafi verið brotin. Þessi mál eru öll nokkuð viðamikil og krefjast gagnasöfnunar. Enn fremur er aðilum gefinn kostur á að mæta fyrir nefndina og tjá sig. Nefndin lætur í ljós álit og eru niður stöður hennar ekki bindandi fyrir aðila. Hins vegar hefur kærunefndin starfað eins og úrskurðar aðili.
    Kærunefnd jafnréttismála hefur markað þá stefnu að fylgja eftir öllum þeim málum þar sem þess er óskað. Leitað er eftir samningum við atvinnurekendur um skaðabætur til kæranda en ef samningar nást ekki hefur málum verið stefnt fyrir dómstóla. Hafa ber í huga að nokkur mál leysast án atbeina nefndarinnar eða starfsmanna hennar. Oft lætur kærandi vita af þeim mála lokum en í flokkuninni hér á eftir eru þau mál talin í þeim hóp sem ekki er fylgt eftir. Einnig þykir rétt að taka fram að árlega berast nokkur mál sem eru afturkölluð áður en til afgreiðslu kemur og eru þau ekki talin hér með.
    Um afgreiðslu málanna er það að segja að nefndin afgreiddi fjögur mál fyrsta hálfa árið sem hún starfaði. Tvö þessara mála voru talin brot á lögunum og var öðru þeirra fylgt eftir og náðist samkomulag um skaðabætur til kæranda fyrir tilstilli nefndarinnar.
    Nefndin afgreiddi einnig fjögur mál á árinu 1992 og var eitt þeirra talið brot. Því var ekki fylgt eftir.
    Á árinu 1993 afgreiddi nefndin 12 mál, þar af voru sex talin brot á lögunum. Þrem ur hefur ekki verið fylgt eftir. Í einu málinu náðist samkomulag um skaðabætur, einu mál inu var stefnt fyrir dómstóla og gekk dómur í því máli í Hérðarsdómi Reykjavíkur um miðjan þennan mánuð. Einu málinu er fylgt eftir af viðkomandi stéttarfélagi, Verslun armannafélagi Reykjavíkur.
    Á árinu 1994 hefur kærunefnd jafnréttismála afgreitt 12 mál þar af hafa sjö mál ver ið talin brot á lögunum. Nokkur þeirra eru það ný að ekki liggur fyrir hvort þeim verð ur fylgt eftir. Einu þessara mála hefur verið stefnt fyrir dómstóla af Blaðamannafélagi Ís lands og einu af kærunefnd jafnréttismála.
    Af þessari samantekt má sjá að þeim málum sem fylgt er eftir að beiðni kæranda fer fjölgandi. Jafnframt er það skoðun þeirra sem við þessi mál vinna að dómar eins og sá sem gekk fyrir nokkrum vikum, en þar var konu dæmd tæp 1 millj. kr. í skaðabætur, geti leitt til þess að samið verði í fleiri málum en ella. Sú meðferð er mun æskilegri enda bæði fljótvirkari og ódýrari í framkvæmd en dómstólaleiðin. Þegar fjallað er um starf nefnd arinnar verður að hafa í huga að kærunefnd jafnréttismála er ný nefnd sem er að skapa sér sess sem tæki í baráttunni fyrir útrýmingu kynjamisréttis. Starf nefndarinnar hlýtur að virka bæði hvetjandi fyrir konur að leita réttar síns en ekki síður sem áminning til at vinnurekanda að vanda vel til ákvarðana sinna, hvort heldur um er að ræða ráðningar starfsfólks, uppsagnir eða launaákvarðanir.