Ferill 360. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 360 . mál.


583. Skýrsla



viðskiptaráðherra um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi.

(Lögð fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–95.)



FORMÁLI



    Í bráðabirgðaákvæði II í samkeppnislögum, nr. 8/1993, segir svo:
    „Samkeppnisráð skal á árunum 1993 og 1994 gera úttekt á stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja er starfa á íslenskum markaði. Skal þetta gert í því skyni að kanna hvort í ís lensku viðskiptalífi sé að finna alvarleg einkenni hringamyndunar, óæskilegra tengsla eða valdasamþjöppunar sem takmarkað geti samkeppni eða hindrað frjálsa þróun viðskipta og skapi þar með hættu á brotum á lögum þessum.
    Samkeppnisráð skal skila niðurstöðum sínum til viðskiptaráðherra er síðan leggi þær fyr ir Alþingi í skýrslu.“
    Í samræmi við lagaákvæði þetta hefur samkeppnisráð unnið ítarlega skýrslu um stjórnun ar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi og skilaði henni til viðskiptaráðherra 30. desember sl.
    Skýrslan hefur verið prentuð og send alþingismönnum.
    Hér með eru Alþingi sendar niðurstöður skýrslunnar svo sem boðið er í áðurgreindu laga ákvæði. Af hagkvæmnisástæðum, og í samráði við skrifstofu Alþingis, er í skýrslu þessari birtar meginniðurstöður skýrslunnar en að öðru leyti er vísað til skýrslu samkeppnisráðs.
    Í formála skýrslu samkeppnisráðs segir svo m.a.:
    „Tveir þættir eru sem rauður þráður í kenningum um samkeppni. Annars vegar skilgreiningin hver markaðurinn er og hins vegar fjöldi og stærð fyrirtækja á markaðnum. Hver mark aðurinn er fer bæði eftir landsvæðinu sem við er miðað og einnig þeirri vörutegund sem er höfð í huga. Fjöldi fyrirtækjanna ræðst síðan af því hve mörg fyrirtæki hafa hina tilteknu vöru á boðstólum á því landsvæði sem um er að ræða.
    Í lagatextanum er nefnd valdasamþjöppun. Völd í atvinnulífi geta bæði komið til vegna eignar í fyrirtækjum en einnig geta stjórnendur fyrirtækja haft völd þótt eignarhlutdeild þeirra sé lítil sem engin. Þar af leiðandi þótti nauðsynlegt að taka fram í skýrslunni hverjir væru eigendur og stjórnendur einstakra fyrirtækja sem úttektin nær til. Í sumum tilvikum eru þær upplýsingar til í opinberum gögnum en í öðrum tilfellum þurfti að afla upplýsinganna sérstaklega.
    Upplýsingar sem eru trúnaðarmál að mati samkeppnisráðs og Samkeppnisstofnunar verða ekki birtar. Af því hlýst að eiginfjárstaða einkafyrirtækja, sem birta ekki ársreikninga sína opinberlega, er ekki að finna í skýrslunni.
    Vegna þess hve þjóðin er fámenn eru markaðir yfirleitt smáir og fyrirtækin fá. Við slík skilyrði er ekki óeðlilegt að athafnamenn komi víða við. Eignatengsl geta því verið með þeim hætti að sami einstaklingur eigi í fleiri fyrirtækjum en einu og einnig að fyrirtæki, sem hann á hlut í, eigi í öðrum fyrirtækjum. Stjórnunartengslin eru aftur á móti yfirleitt þannig að sami einstaklingur er í stjórnunarstöðu eða situr í stjórn fleiri en eins fyrirtækis. Áhrifa einstaklingsins getur hins vegar gætt víðar, t.d. ef fyrirtækið, sem hann stjórnar, á í öðrum fyrirtækjum.
    Til að varpa ljósi á þá þætti, sem hér hafa verið nefndir, þurfti víða að leita fanga. Fljótlega kom í ljós að fyrirliggjandi upplýsingar voru ekki nægjanlegar. Þess vegna varð ekki hjá því komist að leita til fyrirtækjanna sjálfra. Í nokkrum tilvikum gætti tregðu hjá fyrirtækjum að veita upplýsingar og tafði það framgang verksins.
    Í þessari skýrslu er fjallað um eigna- og stjórnunartengsl sem ráðast af eignarhaldi og starfi einstaklinga. Hins vegar tókst ekki að afla upplýsinga um samninga, formlega eða óformlega, sem geta verið á milli fyrirtækja. Verði slíkir samningar hins vegar þrándur í götu samkeppnisaðila má ætla að þeir komi til kasta samkeppnisráðs.
    Efni skýrslunnar er raðað í fjóra kafla. Í fyrsta kafla, inngangi, er fjallað um efnis tök og ýmsar forsendur sem liggja að baki úttektinni. Lesendum til glöggvunar er í öðr um kafla fjallað um samkeppnisreglur, mismunandi löggjöf í nokkrum löndum, þar á meðal íslensku samkeppnislögin. Í þriðja kafla er lýst einstökum mörkuðum og gerð er grein fyrir fjölda og stærð fyrirtækja á þeim. Þá er einnig gerð grein fyrir eignarhaldi og eignatengslum innan hvers markaðar fyrir sig. Í fjórða kafla er síðan lýst eignarhaldi og eignatengslum fyrirtækja á milli markaða. Þar er einnig gerð grein fyrir eignarhaldi og eignatengslum tveggja „fyrirtækjablokka“.
    Það er ljóst að engin leið var að skoða alla afkima eignarhalds og eignatengsla allra markaða í íslensku atvinnulífi. Þess vegna var sú afstaða tekin að beina augum frekar að þeim mörkuðum þar sem samkeppni gæti verið takmörkuð en kafa grynnra í markaði þar sem vitað er að samkeppni ríkir. Það liggur í hlutarins eðli að framkvæmd verksins hvíldi á starfsmönnum Samkeppnisstofnunar sem nutu aðstoðar Hugverks hf., ráðgjafarþjón ustu. Þáttur samkeppnisráðs tengdist aftur á móti skipulagningu þess og yfirumsjón.
    Rík áhersla hefur verið lögð á að vanda sem best til þessarar úttektar. Varnagli Ara fróða í Íslendingabók verður hins vegar ekki betur orðaður en hann lýsir hugum þeirra sem hafa staðið að gerð þessarar skýrslu. „En hvatki er missagt er í fræðum þessum þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist.““
    Undir þetta rita Brynjólfur Sigurðsson, formaður samkeppnisráðs, og Georg Ólafs son, forstjóri Samkeppnisstofnunar.

EFNISTÖK, HELSTU NIÐURSTÖÐUR OG ORÐSKÝRINGAR



Efnistök.
    Bráðabirgðaákvæði II í samkeppnislögum um eigna- og valdatengsl í íslensku at vinnulífi kveður á um að kanna skuli hvort þessi tengsl skapi hættu á brotum á sam keppnislögum, en samkeppnislög hafa það að markmiði að stuðla að virkri samkeppni. Við gerð úttektarinnar var því samkeppnin höfð að leiðarljósi. Þegar í ljós kom að lítil hætta væri á að eigna- eða valdatengsl í atvinnugrein gætu leitt til brota á samkeppnis lögum var sú atvinnugrein felld úr úttektinni.
    Upplýsingasöfnun tók fyrst til opinberra og/eða birtra gagna. Höfð var hliðsjón af at vinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands. Í samstarfi við Þjóðhagsstofnun fengust upplýs ingar um einstakar atvinnugreinar, reistar á fyrrgreindri flokkun. Í ljós kom að skipting in í atvinnugreinar féll ekki alveg að upplýsingaþörfinni vegna úttektarinnar. Mikilvægt var að aðgreina einstaka markaði frekar og bæta við tölum um innflutning svo að þeir endurspegluðu samkeppnina skýrar.
    Fljótlega varð ljóst að opinberar og birtar upplýsingar mundu ekki nægja. Þá var ráð ist í að senda spurningalista til á fjórða hundrað fyrirtækja. Í stórum dráttum voru heimt ur góðar þótt öll svör hafi ekki verið fullnægjandi. Svör fyrirtækjanna voru skráð í gagna grunn ásamt ýmsum upplýsingum frá opinberum aðilum. Samhliða þeirri upplýsingaöfl un, sem að framan er lýst, var hannaður og settur upp hugbúnaður til að nota við grein ingu og frekari úrvinnslu gagnanna.
    Í þriðja kafla skýrslu samkeppnisráðs er gerð grein fyrir fjölda og stærð fyrirtækja á hverjum markaði fyrir sig. Nánari grein er þar síðan gerð fyrir eignarhlutdeild og stjórn endum stærstu fyrirtækjanna á hverjum markaði. Það gefur að skilja að engin leið var að tilgreina alla eigendur í hverju fyrirtæki. Þess vegna var brugðið á það ráð í skýrslunni að tilgreina stærstu eigendurna. Jafnframt eru tilgreindir stjórnendur þessara sömu fyr irtækja.
    Stærð fyrirtækjanna er jafnan miðuð við veltu þeirra. Aðrir mælikvarðar til að mæla stærð fyrirtækja eru einkum fjöldi ársverka og heildareignir. Beinast þótti liggja við að miða við veltu þar sem samkeppni er svo mjög háð fyrirferð á markaðnum. Þá er rétt að geta þess að talnaefni í skýrslu samkeppnisráðs á við árið 1993, en upplýsingar um stjórn endur taka alla jafna mið af ákvörðunum aðalfunda á árinu 1994.

Helstu niðurstöður.
    Helstu niðurstöður könnunar samkeppnisyfirvalda á eigna- og stjórnunartengslum í ís lensku atvinnulífi eru:
    Lítil tengsl eru milli eignar og valds.
        Stjórnarmenn og stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins eiga sjálfir lítinn eða eng an hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir eru í forsvari fyrir.
     2.     Umsvif ríkisins í atvinnulífinu eru mikil og margvísleg.
        Hin miklu áhrif ríkisins í atvinnulífinu byggjast að hluta á nær hundrað milljarða króna eign, að hluta á valdi til að úthluta takmarkaðri aðstöðu til atvinnurekstrar og að hluta á því valdi að setja atvinnulífinu reglur og líta eftir framkvæmd þeirra.
     3.     Markaðsleiðsögn eða fákeppni eru algengar markaðsgerðir.
        Eitt til fjögur fyrirtæki eru iðulega leiðandi á mörkuðunum.
     4.     Merki eru um að í atvinnulífinu myndist „blokkir“ fyrirtækja þar sem fyrirtæki í „blokk“ tengjast eigna- og stjórnunarlega.
        Stærstu fyrirtækin á sviði trygginga, olíuverslunar, flutninga, útflutnings sjávarfangs og ferðaþjónustu tengjast með gagnkvæmu eignarhaldi og stjórnunartengsl eru einnig mikil þar sem sömu aðilar sitja í stjórnum þessara fyrirtækja og veita þeim forustu.
     5.     Liður fjögur leiðir til spurninga sem tengja má við bráðabirgðaákvæði II í sam keppnislögum. Er að finna alvarleg einkenni hringamyndunar? Er um að ræða óæski leg tengsl eða valdasamþjöppun sem geta takmarkað samkeppni eða hindrað frjálsa þróun viðskipta?
        Smæð íslenska markaðarins og markaðsgerðirnar, eins og getið er í lið þrjú, gefa eðlilega tilefni til slíkra hugleiðinga. Aftur á móti þarf einnig að hafa í huga að á undanförnum árum hefur mjög dregið úr einangrun íslenska markaðarins. Í því sam bandi nægir að minna á EES-samninginn. Ef íslensk fyrirtæki ætla að misbeita valdi sínu þá vofir sífellt yfir þeim sú hætta að samkeppnisreglum verði beitt gegn þeim og/eða erlend fyrirtæki hasli sér völl á íslenska markaðnum.
    Til að nefna nokkur atriði, sem imprað er á í lið fjögur, vekur athygli umfang lífeyr issjóðanna á fjármagnsmarkaðnum. Fjárfesting lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum leiðir gjarn an af sér stjórnarsetu í þeim. Þar er um að ræða tilvik, reyndar eitt af mörgum, þar sem einstaklingar fá völd í fyrirtækjum án þess að þeir sjálfir eigi í þeim. Þá kemur í ljós sú tilhneiging að Samvinnulífeyrissjóðurinn fjárfestir frekar í fyrirtækjum sem áður höfðu tengsl við Samband íslenskra samvinnufélaga. Lífeyrissjóður verslunarmanna fjárfestir aftur á móti gjarnan í „blokk“ sem tengist einkarekstri. Því er eðlilegt að spurt sé, var hreint arðsemismat haft að leiðarljósi við fjárfestinguna? Með fjárfestingu er hér átt við að lífeyrissjóðirnir eignist eignarhlutdeild í fyrirtækjum.
    Þá vekur athygli eignarhlutdeild olíufélaganna í ýmsum útgerðarfélögum. Þótt það hafi ekki verið kannað má ætla að sú fjárfesting hafi komið til vegna greiðsluerfiðleika út gerðarfyrirtækja frekar en að olíufélögin hafi haft það á stefnuskrá sinni að eignast hlut deild í útgerðarfyrirtækjum. Það sem beinir sjónum sérstaklega að málinu er hinn sterki réttur útgerðarfyrirtækjanna til að nýta fiskimiðin, sem flestir líta á sem fjöregg þjóðar innar, og hið nána samband olíufélaganna við erlend stórfyrirtæki.
    Á íslenska fjármagnsmarkaðnum eru auk bankanna til margir sjóðir. Áður hefur ver ið drepið á lífeyrissjóðina, en einnig er um að ræða sjóði sem ætlað var sérstaklega að efla einstaka atvinnuvegi. Í skýrslunni kemur í ljós að algengt er að sömu einstakling ar, oft bankastjórar, sitja í stjórnum margra þessara sjóða. Miðað við núverandi ástand á fjármagnsmarkaðnum er vel hugsanlegt að bankar og sumir sjóðanna gætu verið í sam keppni hverjir við aðra. Þá má geta þess að lánveitendur eignast stundum fyrirtæki sem hafa orðið gjaldþrota. Undir slíkum kringumstæðum er mikilvægt að lánastofnanir raski ekki samkeppnisstöðu á markaðnum með óeðlilegri fyrirgreiðslu til fyrirtækja í þeirra eigu.
    Skýrslan ber með sér að á ýmsum sviðum í atvinnulífinu eru stór fyrirtæki miðað við íslenskar aðstæður og jafnframt tengsl þeirra á milli. Auk þess sem getið er hér að fram an má nefna Hagkaup og Bónus á matvörumarkaðnum, Eimskipafélag Íslands og Flug leiðir á flutningsmarkaði en þeim fyrirtækjum tengjast einnig hótel, bílaleigur og ferða skrifstofur og auk þess Sjóvá-Almennar og Olíufélagið Skeljungur. Á flutningsmarkaði eru einnig Samskip sem tengjast ferðaskrifstofu og auk þess Vátryggingafélagi Íslands og Olíufélaginu hf.
    Þegar meta skal hvort um sé að ræða hringamyndun eða valdasamþjöppun, sem tak markað geti samkeppni, er nauðsynlegt að líta til tveggja þátta. Annars vegar til stærð ar og fjölda fyrirtækjanna og aðstæðna þeirra til að beita afli sínu á markaðnum og hins vegar hvernig þau hegða sér á markaðnum í raun. Það er ekki sjálfgefið að stórt fyrir tæki neyti aflsmunar, einkum ef það gæti kallað á aukna samkeppni, innlenda eða er lenda. Tilgangur þessarar skýrslu er fyrst og fremst að kortleggja íslenskt atvinnulíf með tilliti til atriða sem eru mikilvæg fyrir samkeppni. Eðlilegt framhald þessarar vinnu verð ur síðan að fylgjast með hegðun einstakra fyrirtækja og fyrirtækjablokka með samkeppn islög að leiðarljósi. Aðstæður á einstökum mörkuðum gefa tilefni til að samkeppnisyf irvöld séu á varðbergi.

Orðskýringar.
     1.     Láréttar samkeppnishindranir:    Samkeppnishömlur sem fyrirtæki á sama sölu stigi sammælast um.     
     2.     Lóðréttar samkeppnishindranir:    Samkeppnishömlur sem beinast að eða hafa áhrif á eitt eða fleiri fyrirtæki á öðru sölustigi. Sem dæmi má nefna takmarkandi samninga milli fram leiðanda og heildsala eða milli heildsala og smá sala.
     3.     Lárétt tengsl fyrirtækja:    Eigna- og/eða stjórnunartengsl milli fyrirtækja sem starfa á sama samkeppnismarkaði.
     4.     Lóðrétt tengsl fyrirtækja:    Eigna- og/eða stjórnunartengsl milli fyrirtækja sem starfa á ólíkum mörkuðum.
     5.     Staðgönguvara:    Vara sem að fullu eða verulegu leyti getur kom ið í stað annarrar vöru að mati kaupanda.
     6.     Einkeypi:        Markaður þar sem aðeins er einn kaupandi.
     7.     Einkasala:        Markaður þar sem aðeins er einn seljandi.
     8.     Fákeppni:        Fákeppnismarkaður er sá markaður sem á eru fá fyrirtæki og hvert þeirra hefur töluverðan efna hagslegan styrk sem hvert um sig beitir, þó að teknu tilliti til markaðshegðunar annarra fyrir tækja.
     9.     Tvíkeppni:        Tveir seljendur eru ríkjandi á markaði.
     10.     Opinberi geirinn:    Atvinnustarfsemi sem rekin er á vegum ríkis eða sveitarfélaga sem opinbert fyrirtæki eða stofnun og er ekki hlutafélag.
     11.     Hálfopinberi geirinn:    Rekstur sem er á vegum lífeyrissjóða, hagsmuna samtaka, sjálfseignarstofnana, sparisjóða, sam vinnufélaga og hliðstæðra aðila.
     12.     Einkageirinn:    Fyrirtæki sem hvorki teljast til opinbera né hálf opinbera geirans (einkafyrirtæki, sameignarfé lög og hlutafélög).
     13.     Kaupendamarkaður:    Markaður þar sem kaupendur eru í sterkari stöðu en seljendur.
     14.     Markaðsráðandi staða:    Þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrk leika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að veru legu leyti starfað án þess að að taka tillit til keppi nauta.
     15.     Afleidd eign:    Eignarhald fyrirtækis A í fyrirtæki C fyrir (óbein eignaraðild) milligöngu fyrirtækis B sem er a.m.k. að hluta í eigu fyrirtækis A.
     16.     Velta:            Velta er samsvarandi tekjum af aðalstarfsemi að viðbættri aukastarfsemi án fjármagnsliðar (und antekning eru fjármálafyrirtæki, þar er fjár magnsliður meðtalinn í tekjum og gjöldum).


SAMKEPPNISREGLUR



Inngangur.
    Flest, ef ekki öll ríki, sem búa við markaðshagkerfi eða blandað hagkerfi, hafa sett sér reglur um hvernig bregðast skuli við þeim athöfnum fyrirtækja sem raska eða takmarka samkeppni á markaði.
    Hér er ekki ástæða til að fara mörgum orðum um af hverju þessi ríki hafa talið nauð synlegt að setja reglur og lög um samkeppnishindranir. Löggjafinn hefur í samræmi við viðteknar kenningar hagfræðinnar gengið út frá að nýting auðlinda og gæða hvers þjóð félags verði því betri sem samkeppnin er meiri. Reynslan hefur sýnt að þeirrar tilhneig ingar gætir hjá fyrirtækjum að draga úr samkeppni sín á milli og jafnframt að markaðs ráðandi fyrirtæki reyni oft að halda stöðu sinni með ótilhlýðilegum hætti. Það er því ástæða fyrir yfirvöld að vernda og styrkja samkeppnina.

Viðfangsefni samkeppnisreglna.
    Samkeppnisreglur eru gjarnan greindar í fjóra flokka eftir viðfangsefni sínu:
    Í fyrsta lagi er það viðfangsefni samkeppnisreglna hvernig bregðast skuli við einok un, fákeppni og markaðsráðandi stöðu fyrirtækja og ákvörðunum þeirra sem draga úr samkeppni.
    Í öðru lagi lúta samkeppnisreglur að hegðun, samningum og samanteknum ráðum fyr irtækja á sama sölustigi (láréttar samkeppnishömlur). Hér er oft um það að ræða að fyr irtæki semji um að draga úr samkeppni sín á milli með því t.d. að semja um skiptingu markaða eða verðlagningu framleiðsluvara.
    Í þriðja lagi taka samkeppnisreglur til ákvarðana, samþykkta og samninga milli fyr irtækja sem eru ekki á sama sölustigi (lóðréttar samkeppnishindranir). Hér undir falla t.d. ákvarðanir um endursöluverð vöru og tilteknir dreifingarsamningar, t.d. milli framleið anda og endurseljanda.
    Til fjórða flokks samkeppnisreglna eru taldar reglur er lúta að heimildum yfirvalda til að grípa inn í samruna fyrirtækja eða yfirtöku eins fyrirtækis á öðru. Ekki búa þó öll ríki við löggjöf með slíkum heimildum.

Aðferðir: Bann — eftirlit.
    Auk ofangreindrar skiptingar á samkeppnisreglum eftir viðfangsefni þeirra er hefð fyr ir því að skipta samkeppnislöggjöf í tvo meginþætti eftir aðferðum hennar. Aðferðirnar eru annars vegar bann hins vegar eftirlit. Þannig hafa sum ríki valið þá leið í löggjöf sinni að banna hvers konar samninga og athafnir sem raska eða takmarka samkeppni og lög gjafinn telur að séu þjóðfélaginu skaðleg. Önnur ríki hafa farið þá leið að byggja á eft irliti og því aðeins haft afskipti af samkeppnishamlandi samningum eftir að mat hefur far ið fram á skaðlegum áhrifum þeirra í hverju einstöku tilviki.
    Munurinn á löggjöf er byggist annars vegar á bannreglum og hins vegar eftirlitsregl um er þó oft óljós. Flokkun samkeppnislöggjafar með þessum hætti hefur vart aðra þýð ingu en þá að lýsa því lagatæknilega hvaða leið löggjafinn hefur valið að fara er sam keppnislög eru sett. Í fyrsta lagi helgast þetta af því að flest lög, sem byggð eru á eftir liti, hafa að geyma einhver ákvæði sem banna tilteknar tegundir samkeppnishamla. Yf irleitt eru þó möguleikar á undanþágum frá lögunum. Á sama hátt eru í löggjöf, sem byggð er á bannaðferðinni, yfirleitt heimildir til að veita undanþágur frá bannákvæðun um. Í öðru lagi er þessi munur óljós vegna þess að í framkvæmd hefur gætt tilhneiging ar hjá yfirvöldum og dómstólum í þeim ríkjum, sem búa við bannreglur, að leggja mat á hvenær ákvörðun, samningur eða tiltekin hegðun hefur skaðleg áhrif á verslun og við skipti. Í Bandaríkjunum er framkvæmd bannreglna með þessum hætti kennd við hugtak ið „rule of reason“ (sanngirnisreglan).

Samkeppnistakmarkanir.
Markaðsgerð.
Markaðsyfirráð.
    Ef samkeppni er talin vera æskileg fyrir hagkvæma nýtingu framleiðsluþátta hvers þjóðfélags hlýtur einokun eða markaðsyfirráð að öðru jöfnu að vera hið gagnstæða fyr ir sömu markmið. Samt er það svo að einokun eða markaðsyfirráð sem slík eru hvergi bönnuð enda fælist í því mótsögn ef fyrirtæki, sem sigraði í samkeppninni um markað inn með heiðarlegum hætti, væri síðan „refsað“ fyrir að vera markaðsráðandi. Fyrirtæki kann að hafa náð markaðsyfirráðum með fullkomlega eðlilegum hætti og heldur þeim síð an vegna hagkvæmni stærðarinnar. Sú hætta er hins vegar alltaf fyrir hendi að markaðs ráðandi fyrirtæki, sem ekki nýtur aðhalds samkeppninnar, verði óhagkvæmt í rekstri um lengri tíma eða nái miklum hagnaði með því að verðleggja framleiðsluvörur sínar hærra en ella, hvort tveggja með óæskilegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið. Jafnframt hefur reynslan sýnt að fyrirtæki hneigjast til að reyna að halda markaðsráðandi stöðu sinni og halda keppinautum frá með ýmsum hætti. Samkeppnislög hafa því yfirleitt að geyma ákvæði sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun markaðsyfirráða. Misnotkun getur lýst sér með ýmsum öðrum hætti en í of háu verði. Sígilt dæmi um misnotkun markaðs yfirráða er að lækka verð vöru eða jafnvel selja vöru undir kostnaðarverði til að koma keppinaut á kné sem hefur ekki fjármuni til að gera slíkt hið sama. Þá er ekki óalgengt að markaðsráðandi fyrirtæki reyni að koma málum svo fyrir með samningum við birgja sína og dreifingaraðila að þeir verði skuldbundnir til að skipta eingöngu við hið mark aðsráðandi fyrirtæki og útiloki þar með aðra, sem þó gjarnan vildu hasla sér völl á mark aðnum. Auk þess að nota samninga í þessum tilgangi beita markaðsráðandi fyrirtæki oft sérstökum afsláttarkjörum og flóknum afsláttarreglum þar sem þeir, sem sýna viðskipta tryggð, njóta sérstakra kjara umfram aðra. Þá er ekki óalgengt að markaðsráðandi fyr irtæki setji skilyrði fyrir viðskiptum sínum, t.d. þannig að það kaupi eða selji ekki til tekna vöru nema önnur vara, sem það hefur á boðstólum, sé einnig keypt af því eða fyr irtæki í sömu fyrirtækjasamstæðu.
    Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er fyrirtæki talið markaðsráðandi þegar það get ur ákveðið verð og önnur viðskiptakjör án þess að þurfa að taka tillit til keppinautanna. Hvenær svo stendur á er að sjálfsögðu háð mati í hverju tilviki. Helstu þættir sem hafa áhrif á það mat eru (I) hversu auðvelt eða erfitt er fyrir önnur fyrirtæki að hasla sér völl á markaðnum, (II) hversu lengi fyrirtækið hefur haldið tiltekinni markaðshlutdeild, (III) hvort fyrirtækið byggir stöðu sína á opinberum reglum eða fyrirmælum að einhverju leyti, (IV) hvaða aðgang fyrirtækið hefur að fjármagni, (V) hvort fyrirtækið hefur tæknilegt for skot á keppinautana. Það er því ekki unnt að nefna neinar ákveðnar tölur um markaðs hlutdeild sem merki um markaðsyfirráð. Eitt hundrað prósent markaðshlutdeild felur þó að sjálfsögðu í sér markaðsyfirráð en slík markaðshlutdeild er yfirleitt því aðeins til stað ar að fyrirtækið starfi með einhverjum hætti í skjóli hins opinbera. Þá hefur verið talið að markaðshlutdeild milli 50–60% og þar yfir feli að öðru jöfnu í sér markaðsyfirráð sem sérstök ástæða sé til að gefa gætur.
    En hvað um neðri mörkin? Geta fyrirtæki vegna tiltölulega lítillar markaðshlutdeild ar leitt hjá sér allar áhyggjur er geta fylgt því að teljast markaðsráðandi? Við þessari spurningu er ekki einhlítt svar frekar en við þeirri um efri mörkin. Þó er rétt að benda á að fyrirtæki, sem hafa haft 40–50% markaðshlutdeild, hafa verið talin markaðsráðandi af Evrópudómstólnum (sjá t.d. mál nr. 85/76 Hoffmann-La Roche). Enn fremur eru til dæmi um að fyrirtæki með „einungis“ 20% markaðshlutdeild hafi verið talin markaðsráðandi vegna sérstakra aðstæðna.

Fákeppni.
    Hvarvetna í þeim ríkjum sem búa við samkeppnislög eru ein helstu vandkvæðin við framkvæmd þeirra tengd fákeppni og hegðun fyrirtækja á fákeppnismarkaði. Fákeppni hefur verið skilgreind með ýmsum hætti. Skal hér getið tveggja þeirra:
    „Fákeppnismarkaður er sá markaður sem á eru fá fyrirtæki og hvert þeirra hefur tölu verð efnahagsleg/fjárhagsleg völd (economic power), sem hvert um sig beitir, þó að teknu tilliti til markaðshegðunar annarra fyrirtækja.“
    „Fákeppnismarkaður er ófullkominn samkeppnismarkaður sem verður til er seljend ur eru fáir og hver um sig þó það stór að hækkun eða lækkun á verði vöru eins hefur veruleg áhrif á markaðsverðið.“
    Af framangreindu er ljóst að erfitt er að skilgreina fákeppnishugtakið á jafnfræðileg an og ótvíræðan hátt og hugtökin „einokun“ og „fullkomin samkeppni“. Það er þó ljóst samkvæmt þessum skilgreiningum að helsta einkenni fákeppnismarkaðar er hið gagn kvæma tillit (interdependance) sem fyrirtæki á slíkum markaði verða að taka hvert til ann ars þegar verð og viðskiptakjör eru ákveðin. Því hefur verið haldið fram að af hinu gagn kvæma tilliti leiði óhjákvæmilega að verðlagning verði ósveigjanleg. Það leiði síðan til þess að fyrirtækin á markaðnum hagnist óeðlilega þar sem þau skorti hvatann til að lækka verð enda þótt kostnaðarlækkanir og tækninýjungar gefi tilefni til þess. Þá gæti þeirrar tilhneigingar þessara fyrirtækja að hækka verð þegar tilefni gefst og jafnvel þótt engin þörf sé fyrir hækkun. Ef þetta væri undantekningarlaus afleiðing fákeppni væri hið eina rökrétta að leysa fákeppnismarkaði upp með einhverjum hætti. Það hefur þó ekki verið gert svo kunnugt sé enda hefur verið á það bent að oft fari lítið fyrir hinu gagnkvæma til liti þótt fyrirtækin á markaðnum séu fá og þrátt fyrir að fylgni í verði sé til staðar þá geti samkeppnin að öðru leyti verið mjög mikil. Þegar kenningin um hið gagnkvæma tillit og afleiðingar þess hefur verið gagnrýnd hefur eftirfarandi verið nefnt:
    Í fyrsta lagi er kenningin um fákeppni og skaðleg samkeppnisáhrif hennar oft ein földuð um of. Því er t.d. sjaldan þannig farið að þrír til fjórir aðilar skipti markaði jafnt á milli sín, að vörur þeirra séu eins eða hafi fullkomið staðgengi og kostnaður hvers og eins við framleiðsluna sé hinn sami. Miklu algengara er að kostnaður hvers framleið anda sé mismunandi, munur sé á framleiðsluvörunum og einhver tryggð af hálfu kaup endahópsins sé fyrir hendi. Þar að auki eru oft til staðar á „útjöðrum“ markaðarins minni keppinautar sem mundu sjá sér hag í að koma inn á markaðinn ef þeir sjá að fyrirtæk in, sem eru þar fyrir, ná miklum hagnaði vegna lítillar samkeppni.
    Í öðru lagi ber ekki á öðru en að samkeppni á mörgum fákeppnismörkuðum sé mik il og birtist með ýmsum hætti. Það er t.d. ekki óalgengt að tímabundið verðstríð eigi sér stað. Verðlækkun má leyna með því að gefa vissum viðskiptavinum sérstakan afslátt sem reiknaður er með ýmsum hætti. Þá getur ríkt samkeppni um að veita sem besta þjónustu bæði við sölu og eftir sölu. Samkeppni um að þróa nýjungar getur verið gífurleg, sá sem er fyrstur með nýjungar getur unnið stóran hluta markaðar á stuttum tíma. Síðast en ekki síst getur verið mikil samkeppni um að búa til sterka ímynd, gjarnan með auglýsingum. Hitt er annað mál að mikill auglýsingakostnaður kann að vera hindrun fyrir þá sem vilja sækja inn á markaðinn en hafa ekki bolmagn til að leggja nauðsynlegt fjármagn í aug lýsingar.
    Í þriðja lagi er alls ekki útilokað að fyrirtæki á fákeppnismarkaði geti lækkað verð og haldið því nægjanlega lengi til þess að mæta kostnaði af verðstríði sem sigldi í kjölfar ið.
    Í fjórða lagi hefur kenningin um hið gagnkvæma tillit verið gagnrýnd vegna þess að hún einblíni um of á þá tilhneigingu fyrirtækja að bjóða sama verð en gleymi að spyrja spurningar eins og þeirrar af hverju markaðurinn sé fákeppnismarkaður; það gæti t.d. ver ið vegna þess hagræðis sem hagkvæmni stærðarinnar hefur í för með sér.
    Hvað sem öllum kenningum um fákeppni líður er ljóst að oft er svo háttað á mark aði þar sem fyrirtækin eru tiltölulega fá að verðlækkun eins kallar á sömu verðlækkan ir hjá hinum. Enn fremur að fyrirtæki á slíkum markaði hækka ekki verð nema það sé nokkurn veginn öruggt að hin fyrirtækin muni gera slíkt hið sama. Þegar þetta gerist, sér staklega þegar verð hækkar, standa samkeppnisyfirvöld frammi fyrir þeim vanda að kveða upp úr um hvort um samantekin ráð í skilningi samkeppnislaga sé að ræða eða hvort for svarsmenn fyrirtækjanna séu einungis að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum með sjálfstæðum og eðlilegum hætti.

Samkeppnistakmarkandi hegðun fyrirtækja.
Láréttar samkeppnishindranir.
    Láréttar kallast þær samkeppnishindranir sem fyrirtæki á sama sölustigi sammælast um. Slíkar samkeppnishömlur eru að öðru jöfnu taldar alvarlegri en lóðréttar samkeppn ishömlur, enda er algengara að hinar fyrrnefndu séu bannaðar.
    Láréttar samkeppnishindranir geta verið af ýmsum toga og eru margbreytilegar. Það sem samkeppnisyfirvöld eru hvað mest vakandi yfir eru samningar sem fela í sér sam ráð um verðlagningu á vöru eða þjónustu. Samningar um skiptingu markaða, t.d. eftir landsvæðum, viðskiptavinum o.s.frv., eru litnir alvarlegum augum og æ fleiri ríki leggja blátt bann við slíkum samningsákvæðum.
    Fyrirtæki í sömu grein gera gjarnan með sér samninga um samstarf og standa sam an að ýmsum verkefnum sem kunna að hafa í för með sér röskun á samkeppni eða sam keppnishindranir. Í þeim ríkjum, sem byggja á bannaðferðinni, er hægt að fá undanþágu til slíkra samninga að uppfylltum tilteknum skilyrðum, en í þeim ríkjum, sem byggja á eftirlitsaðferðinni, hafa yfirvöld ekki afskipti af slíkum samningum nema í ljós hafi kom ið að þeir hafi skaðleg áhrif á samkeppni.

Lóðréttar samkeppnishömlur.
    Lóðréttar kallast þær samkeppnishömlur sem beinast að og hafa áhrif á fyrirtæki, eitt eða fleiri á næsta sölustigi. Slíkar samkeppnishömlur eiga að öðru jöfnu rót sína að rekja til einhliða ákvörðunar fyrirtækis eða samninga milli fyrirtækja hverra á sínu sölustig inu.
    Hér gildir líkt og um láréttar samkeppnishömlur að fjölbreytileika þessara samkeppnis hindrana eru lítil takmörk sett. Þekktustu fyrirbærin eru ákvarðanir eða samningar um bindandi eða leiðbeinandi endursöluverð, en yfirleitt er bindandi endursöluverð bannað. Þá eru algengir samningar sem skuldbinda endurseljanda eða birgja til að selja ekki eða kaupa ekki vörur frá keppinautunum.
    Eins og fyrr segir eru lóðréttar samkeppnishömlur almennt ekki litnar eins alvarleg um augum og láréttar. Á þetta einkum við um ýmiss konar dreifingarsamninga sem geta haft hagræði í för með sér enda þótt samkeppni milli framleiðenda kunni að minnka. Það er þó jafnan skilyrði að slíkir samningar bindi ekki um of hendur aðila. Séu í slíkum samningum ákvæði sem eru óhæfilega takmarkandi miðað við það markmið sem að er stefnt getur komið til kasta samkeppnisyfirvalda.

Opinberar samkeppnishömlur.
    Með nokkurri einföldun má segja að flestar samkeppnishömlur lýsi sér í því að þær hindri aðgang að markaði. Þannig hefur dæmigerð misnotkun á markaðsyfirráðum í för með sér að ómögulegt eða erfiðara verður fyrir nýjan keppinaut að komast inn á tiltek inn markað. Láréttar og lóðréttar samkeppnishömlur eru einnig þessu marki brenndar; þær gera keppinautum ýmist erfitt eða ókleift að komast inn á tiltekinn markað eða takmarka svigrúm þeirra á markaðnum.
    Það eru ekki einungis einkaaðilar sem standa fyrir aðgangshindrunum að markaði. Hið opinbera kemur einnig víða við sögu í þessum efnum. Í fyrsta lagi koma afskipti hins op inbera fram í því að veita tilteknum aðilum einkaleyfi til að hafa tilgreinda starfsemi með höndum. Þekkt dæmi um þetta eru áfengis- og tóbakseinkasölur, einkaleyfi til að reka póst- og fjarskiptaþjónustu, einkaleyfi til raforkusölu o.s.frv. Í öðru lagi felast afskipti hins opinbera í því að um ákveðnar atvinnugreinar gilda lög og reglugerðir sem hafa að geyma ýmis skilyrði sem þeir þurfa að uppfylla sem atvinnuna vilja stunda. Sérstök lög gilda tíðum um bankastarfsemi, tryggingastarfsemi og flutningastarfsemi, svo dæmi séu tekin. Enn fremur er réttur manna til að stunda tiltekna atvinnu oft bundinn lagaskilyrð um. Þetta gildir t.d. um ýmsar sérfræðistéttir og iðnaðarmenn. Í þriðja lagi geta afskipti hins opinbera falist í skilyrðum og reglum um hvernig tiltekin atvinnustarfsemi skuli fara fram, á hvaða verði skuli selja, hversu mikið megi framleiða, hvaða eiginleikum vörur verði að vera búnar o.s.frv. Ýmist er það ríkið sjálft eða stofnanir á þess vegum sem hafa eftirlit með framkvæmd þessara reglna, en einnig þekkist að einkaaðilum, þá gjarnan hagsmunasamtökum, sé falið að fylgjast með framkvæmd reglnanna og að skilyrði séu uppfyllt. Þá geta opinberar samkeppnishindranir lýst sér í úthlutun hins opinbera á tak mörkuðum gæðum, svo sem sjónvarpsrásum. Loks kann opinbert eignarhald á fyrirtækj um að virka sem samkeppnishindrun, einkum ef því fylgir opinber fjárhagsleg ábyrgð.
    Eins og fyrr segir þá fela þau lög og þær reglur, sem hér hefur verið lýst, oft í sér tak mörkun á aðgangi að markaði eða aðrar samkeppnishindranir. Sú spurning vaknar að hvaða leyti hinum almennu samkeppnisreglum verði beitt í slíkum tilvikum. Svarið er ein falt ef löggjafinn hefur kveðið á um að hvaða leyti hinar almennu samkeppnisreglur skuli gilda um atvinnugreinina. Stundum er tekið fram að þær skuli gilda, en framkvæmdin og eftirlitið skuli vera í höndum sérstakra stofnana sem komið er á fót í þeim tilgangi. Þetta þekkist einkum á þeim sviðum þar sem þjónusta er seld beint til neytandans, svo sem er um orku til heimilis og iðnaðar, póst- og símaþjónustu o.s.frv. Sé hins vegar ekkert tek ið fram um að hvaða leyti hinar almennu samkeppnisreglur skuli gilda er vandinn meiri og svarið fer þá eftir þeim lögskýringarreglum sem gilda í viðkomandi ríki.
    Ástæður opinberra samkeppnishindrana eru af ýmsum toga. Stundum eru þær af póli tískum eða félagslegum toga eins og þeim að neytendum skuli tryggt sama verð án til lits til búsetu. Þær geta verið tæknilegs eðlis, t.d. að ekki sé rúm fyrir nema einn aðila á markaðnum eigi að ná hámarkshagkvæmni í rekstri. Nefna má raforkusölu og vatns veitur sem dæmi um þetta. Reyndar er það stundum svo að vegna örra tækniframfara síð ustu ára og áratuga eru ástæður, sem fyrir nokkrum árum voru taldar réttlæta einkasölu eða einkarétt, ekki lengur til staðar. Algengara er að opnað sé fyrir samkeppni á mörk uðum sem einkennst hafa af einkaleyfum og einokun.

Lýsing á samkeppnisreglum nokkurra ríkja.
Bandaríkin.
    Bandaríkjamenn settu fyrstir lög gegn einokun og samkeppnishindrunum, hin svo nefndu Sherman-lög sem sett voru árið 1890. Í Bandaríkjunum og reyndar einnig í Englandi höfðu lengi verið til óskráðar reglur samkvæmt „common law“ rétti um ósann gjarna samninga og rétt manna til að stunda viðskipti.
    Þær reglur, sem fyrst voru lögfestar, lutu að tveimur helstu viðfangsefnum samkeppn isréttarins, þ.e. samningum sem fela annars vegar í sér samkeppnishindranir og hins veg ar markaðsyfirráð. Þannig lýsir 1. gr. Sherman-laganna ólögmæta hvers konar samninga sem takmarka verslun og viðskipti (Every contract . . .  in restraint of trade or commerce) og 2. gr. laganna bannar einokun og tilraunir til einokunar (Every person who shall monopolize or attempt to monopolize . . . shall be deemed guilty of misdemeanor).
    Lögin eru þannig mjög almennt orðuð þótt afdráttarlaus séu. Fljótlega kom því til kasta dómstóla, einkum hæstaréttar, að túlka lögin og ákvarða hvers konar samninga og hvers konar hegðun á markaðnum teldist brot á lögunum. Varð þá til hugtakið „rule of reason“ sem rétturinn beitti í túlkun sinni í stað strangrar bókstafstúlkunar. Einstaka sam keppnishindranir hefur hæstiréttur þó talið alfarið bannaðar án tillits til kringumstæðna svo sem samninga um samræmt verð og markaðsskiptingu.
    Í kjölfar Sherman-laganna sigldu síðan önnur lög er tóku til afmarkaðri hluta sam keppnisréttarins. Þar er helst að nefna Federal Trade Commission Act frá 1914 og Clayton-lögin frá sama ári. Með Clayton-lögunum voru settar reglur um samruna fyrir tækja og tilteknar tegundir lóðréttra samkeppnishamla. Þá hefur 8. gr. Clayton-laganna að geyma athyglisvert ákvæði sem bannar að sami maður sitji samtímis í stjórn tveggja eða fleiri fyrirtækja sem eiga í samkeppni. Skilyrði er að fyrirtækin séu yfir tilteknum stærðarmörkum. Ákvæðið hefur þó ekki haft mikla þýðingu í raun vegna lagatæknilegra annmarka sem enn hafa ekki verið lagfærðir.
    Með Robinson-Patman-lögunum frá 1936 var 2. gr. Clayton-laganna breytt á þann veg að óheimilt skyldi að mismuna fyrirtækjum í verði nema mismunandi kostnaður við við skiptin lægi til grundvallar. Þetta ákvæði hefur þó verið mikið gagnrýnt, m.a. með skírskotun til þess að það verndi í raun fremur keppinautana en samkeppnina og komi því neytendum og þar með þjóðfélaginu ekki endilega til góða.
    Sammerkt með hinum síðar tilkomnu lögum er að þau eru ekki eins afdráttarlaust orð uð og Sherman-lögin því að skilyrðið fyrir banni er jafnan að skaðleg samkeppnisáhrif séu til staðar eða geti leitt af tiltekinni háttsemi. Algengt orðalag í þessum lögum er: „the effect of which may be to substantially lessen competition“.
    Í fáum ríkjum hafa fræðimenn velt eins mikið fyrir sér samkeppnislegum vandamál um fákeppnismarkaða og í Bandaríkjunum. Engar sérstakar reglur gilda þó þar um fyr irbærið. Á áttunda áratugnum voru lögð fram lagafrumvörp sem áttu að gera kleift að leysa upp fákeppnismarkaði, en þessi frumvörp náðu aldrei fram að ganga.

Samruni.
    Meginreglan í Bandaríkjunum er að samruna þurfi að tilkynna fyrir fram, bæði til Federal Trade Commission og bandaríska dómsmálaráðuneytisins og ef um er að ræða fyrirtæki yfir ákveðnum stærðarmörkum skal birta upplýsingar um samrunann opinber lega áður en hann fer fram.
    Samruni stórra fyrirtækja er bannaður ef hann leiðir til markaðsyfirráða. Hver fyrir hugaður samruni er skoðaður sérstaklega af yfirvöldum og á lögmæti einstakra tilvika er látið reyna fyrir dómstólum. Unnt er að setja tiltekin skilyrði fyrir samruna, t.d. þau að fyrirtæki selji hluta af starfsemi sinni til að vega á móti skaðlegum áhrifum samrunans. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur útbúið leiðbeiningar um á hvaða þætti beri sér staklega að líta þegar lögmæti samruna er metið.
    Að framansögðu er ljóst að bandarískar samkeppnisreglur eru byggðar á bannaðferð inni, og fyrir brot á lögunum geta legið háar sektir. Við framkvæmd samkeppnisregln anna er því um að ræða vandasama túlkun á aðstæðum og afleiðingum þeirra samkeppn ishindrana sem við er að etja í hverju tilfelli. Það sem gerir þó bandarískan samkeppn isrétt hvað mest frábrugðinn samkeppnisrétti Evrópuríkja er hin beina málsóknaraðild ein staklinga og fyrirtækja sem telja að á sér hafi verið brotið. Þessi málsóknarréttur er mik ið notaður (um 500 mál höfðuð árið 1990) og í slíkum málum er hægt að krefjast í bæt ur þrefalds fjárhagsskaða sem málshöfðandi getur sannað að hann hafi orðið fyrir vegna brota á samkeppnisreglum. Þetta einkenni á bandarískum samkeppnisrétti helgast að sjálf sögðu af því að samkeppnishindranir eru bannaðar, sumar skilyrðislaust aðrar að full nægðum tilteknum skilyrðum. Með tilkomu fleiri bannákvæða í samkeppnislögum ann arra vestrænna ríkja opnast að sjálfsögðu möguleikar fyrir fyrirtæki að krefjast skaða bóta af keppninautum sínum. Lítil hefð er þó enn orðin til fyrir slíkum málarekstri í þess um ríkjum og reglur sambærilegar þeim bandarísku um þrefaldar bætur fyrirfinnast hvergi.

Danmörk.
    Dönsku samkeppnislögin frá 1. janúar 1990 eru byggð á eftirlitsaðferðinni en hafa þó að geyma ákvæði er banna bindandi endursöluverð. Það sem einkennir dönsku lögin er að samkeppnisyfirvöldum er ætlað að efla samkeppni með því að sjá til þess að aðilar markaðarins hafi greiðan aðgang að upplýsingum um uppbyggingu hans og samkeppn isaðstæður.
    Samkeppnisráð sér um framkvæmd laganna og helsta hlutverk þess er að rannsaka mikilvæg svið efnahags og atvinnulífs jafnframt því að dreifa upplýsingum um atvinnu lífið í þeim tilgangi að auka samkeppnina. Ef talin er vera ástæða til að hafa afskipti af samkeppnishindrunum tekur samkeppnisráð ákvarðanir þar um en slíkum ákvörðunum má skjóta til æðra stjórnvalds, sérstakrar áfrýjunarnefndar.
    Telji samkeppnisráð að á tilteknum markaði séu samkeppnishindranir sem hafa eða geta haft í för með sér skaðleg áhrif fyrir samkeppnina og þar með hagkvæmni í fram leiðslu og viðskiptum með vörur og þjónustu eða takmarkanir á atvinnufrelsi getur ráð ið reynt að binda enda á hin skaðlegu áhrif með samningum við aðila.
    Dugi viðræður aðila ekki til þess að binda enda á hinar skaðlegu samkeppnishömlur getur ráðið lagt fyrir viðkomandi að afnema þær reglur, samninga eða ákvarðanir sem hafa hin skaðlegu samkeppnisáhrif. Þá getur ráðið lagt fyrir aðila að selja öðrum tiltekna vöru eða þjónustu.
    Ráðið getur einnig ákveðið hámarksverð og hámarksálagningu fyrir vörur eða þjón ustu í allt að eitt ár ef verð vegna tiltekinna samkeppnishindrana er greinilega hærra en það væri ef samkeppnin væri eðlileg. Jafnframt er það skilyrði fyrir íhlutun af þessu tagi að þeir, sem standa að samkeppnishindrununum, séu markaðsráðandi.
    Til þess að fylgjast með samkeppnisaðstæðum getur danska samkeppnisráðið skyld að fyrirtæki til að tilkynna sérstaklega um verð, afsláttarkjör, samninga og annað sem áhrif getur haft á samkeppnisaðstæður. Slík tilkynningarskylda getur staðið í allt að tvö ár.

Þýskaland.
    Í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar leystu Vesturveldin upp hinar stóru fyrirtækja samsteypur í Vestur-Þýskalandi og settu reglur sem ætlað var að koma í veg fyrir að fyr irtæki stækkuðu um of og bönnuðu samninga milli keppinauta. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að koma í veg fyrir að ný þýsk vígvél risi úr rústum eftir stríðið. Þessar regl ur tóku mið af bandarískum samkeppnisrétti. Heilsteypt þýsk samkeppnislöggjöf, byggð á þessum reglum, leit síðan dagsins ljós 1957 (Gesetz gegen Wettbewerbsbeschränck ung). Lögin hafa verið endurskoðuð þrívegis, síðast árið 1990.
    Þýsku samkeppnislögin eru byggð á samblandi af bannaðferðinni og eftirlitsaðferð inni. Þannig eru láréttar samkeppnishömlur bannaðar. Undanþágur eru þó margar. M.a. eru samningar milli lítilla eða meðalstórra fyrirtækja um sameiginleg innkaup undan þegnir banninu að vissum skilyrðum fullnægðum.
    Lóðréttir samningar, sem hafa samkeppnishömlur í för með sér, eru hins vegar ekki bannaðir, að undanteknum samningum um bindandi endursöluverð. Samkeppnisyfirvöld geta þó lýst lóðrétta samninga eða tiltekin ákvæði þeirra ógild að viðlögðum sektum.
    Telji samkeppnisyfirvöld að markaðsráðandi fyrirtæki sé að misnota aðstöðu sína geta þau bannað þær athafnir.

Samruni.
    Almennt eftirlit með samruna fyrirtækja í Vestur-Þýskalandi hófst árið 1973. Ef fyr irtæki, sem hyggjast sameinast, hafa veltu yfir tilteknum mörkum verða þau að tilkynna hinn fyrirhugaða samruna fyrir fram. Fyrirtæki undir þessum mörkum en þó með veltu yfir 500 milljónum marka dugir að tilkynna um samrunann eftir að hann hefur átt sér stað. Ef samkeppnisyfirvöld telja að markaðsyfirráð muni leiða af samrunanum verða þau að banna hann nema því aðeins að fyrirtækin, sem í hlut eiga, sanni að samruninn bæti samkeppnisaðstæður og sá bati vegi þyngra en ókostir markaðsyfirráðanna.

Frakkland.
    Núgildandi samkeppnislög í Frakklandi eru frá árinu 1986 og hafa að geyma hefð bundin ákvæði sem banna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og samninga og samræmd ar aðgerðir sem geta leitt til takmörkunar eða röskunar á samkeppni. Auk þess banna lög in tilteknar lóðréttar samkeppnishömlur, eins og t.d. þá að selja vöru með tapi að við lagðri hárri sekt. Þá er einnig bannað samkvæmt frönsku lögunum að fyrirtæki hagnýti sér með ótilhlýðilegum hætti stöðu sem það kann að hafa gagnvart öðru fyrirtæki sem eini eða langstærsti viðskiptavinur þess.
    Undanþágur er unnt að veita fyrir samkeppnishamlandi samningum að fullnægðum til teknum skilyrðum sem svipar mjög til þeirra skilyrða sem sett eru fyrir undanþágum skv. gr. 85(3) í Rómarsamningnum. Þótt ankannalegt megi virðast þá er í Frakklandi einnig hægt að fá undanþágu fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu ef unnt er að sýna fram á nauðsyn „misnotkunarinnar“ til að ná efnahagslegum framförum.
    Ákvörðun um það hvenær fyrirtæki telst markaðsráðandi fer eftir aðstæðum hverju sinni. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki með 46% markaðshlutdeild hefur ekki verið talið ráðandi á sínum markaði, en fyrirtæki með 20% hlutdeild hefur hins vegar verið talið vera það. Í slíkum tilvikum ræðst niðurstaðan ekki af markaðshlutdeildinni einni heldur mati á ýmsum samverkandi þáttum.
    Stjórnvöld geta haft afskipti af samruna fyrirtækja sem samanlagt hafa tiltekna lágmarksveltu. Ekki er skylt að tilkynna samruna til yfirvalda, en ef það er hins vegar gert og stjórnvöld gera ekki athugasemdir geta þau ekki gripið seinna í taumana. Sé hins vegar ekki tilkynnt um fyrirhugaðan samruna eru engin tímamörk á því hvenær stjórn völd geta fyrirskipað breytingar á honum eða látið hann ganga til baka. Samrunamál heyra undir franska fjármálaráðuneytið sem getur borið samruna undir franska samkeppnisráð ið.

Evrópusambandið.
    Reglur Evrópusambandsins um samkeppnishömlur er að finna í 85.–90. gr. Rómar sáttmálans. Reglurnar eru byggðar á því meginsjónarmiði að hvers konar takmarkanir eða hömlur á samkeppni, sem áhrif geta haft á viðskipti milli aðildarríkjanna, skuli bannað ar. Reglur þessar gilda milliliðalaust í aðildarríkjunum. Samkeppnisreglurnar gilda um all ar atvinnugreinar. Sérstakar reglugerðir hafa þó verið settar um beitingu samkeppnis reglnanna um flutninga og landbúnað.
    Samkvæmt 1. mgr. 85. gr. eru samningar, ákvarðanir og samræmdar aðgerðir, sem fela í sér hömlur eða takmarkanir á samkeppni, bannaðar. Samningar og ákvarðanir, sem eru bannaðar skv. 1. mgr. 85. gr., eru ógildar.
    1. mgr. 85. gr. tekur til allra samninga milli fyrirtækja, samtaka fyrirtækja og hvers konar samræmdra aðgerða sem geta haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkjanna og miða að eða leiða af sér takmarkanir, hindranir eða röskun samkeppni innan hins sameigin lega markaðar.
    Athuga ber að framkvæmdastjórnin og dómstóllinn hafa oftar en einu sinni úrskurð að að samningar milli fyrirtækja í sama landi geti haft áhrif á viðskiptin milli aðildar ríkjanna, sérstaklega þegar samningur felur í sér takmörkun eða stjórnun á útflutningi að ila samningsins til eins eða fleiri af aðildarríkjunum.
    1. mgr. 85. gr. tekur fyrst og fremst til einkafyrirtækja sem framleiða vörur eða láta í té þjónustu. Ákvæðið getur þó einnig tekið til opinberra aðila og þeirra sem hafa starf semi með höndum skv. opinberu leyfi, sbr. 2. mgr. 90. gr. Rómarsáttmálans.
    Samkvæmt 3. mgr. 85. gr. Rómarsáttmálans getur framkvæmdastjórnin undanþegið samninga banni. Skilyrði undanþága eru að viðkomandi samningur hafi í för með sér kosti og hagræði fyrir framleiðslu, dreifingu, tækniþróun eða efnahagslegan ávinning, jafn framt því sem sanngjarn hluti af ávinningnum skili sér til neytenda. Enn fremur mega ekki felast í samningnum ónauðsynlegar samkeppnistakmarkanir. Þá mega þeir ekki fela í sér möguleika fyrir aðila samningsins að útiloka samkeppni á viðkomandi markaði. Ákveðinn samningur getur fengið undanþágu skv. 3. mgr., en einnig hafa ákveðnir flokk ar samninga verið undanþegnir með sérstökum reglugerðum.
    Fyrir hin minni aðildarríki ESB getur hin svokallaða „minni háttar regla“ haft mikla þýðingu. Samkvæmt tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar frá 3. september 1986 falla samningar, sem hafa aðeins minni háttar þýðingu, ekki undir bann 1. mgr. 85. gr. Samn ingar milli fyrirtækja, sem ekki ná 5% markaðshlutdeild eða þar sem sameiginleg velta er undir 200 milljónum ECU, teljast minni háttar. Samningur þarf að vera yfir hvorum tveggja mörkunum til að falla undir 1. mgr. 85. gr. Þessi viðmiðun er þó ekki bindandi fyrir framkvæmdastjórnina og getur hún fellt samning undir 1. mgr. 85. gr. enda þótt hann sé að umfangi undir ofangreindum mörkum.
    86. gr. Rómarsáttmálans kveður á um bann á misnotkun á markaðsráðandi stöðu inn an hins sameiginlega markaðar eða verulegs hluta hans þegar misnotkunin getur haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkjanna. Hugtakið „markaðsráðandi“ hefur skýrst með túlkun um framkvæmdastjórnarinnar á því og úrlausnum dómstóls Evrópubandalagsins. Eitt að ildarríki eða hluti aðildarríkis getur talist verulegur hluti hins sameiginlega markaðar. Greinin tiltekur nokkur dæmi um hvað telst misnotkun á markaðsráðandi stöðu:
     a.     að þvinga fram beint eða óbeint ósanngjarnt verð eða aðra ósanngjarna viðskipta skilmála,
     b.     takmörkun á framleiðslu, skipting markaðar eða hömlur á tækniþróun til tjóns fyr ir neytendur,
     c.     ósanngjörn mismunun gagnvart öðrum viðskiptaaðilum þar sem sambærileg kjör eru ekki látin gilda um sambærileg viðskipti,
     d.     að binda viðskipti skilyrðum um að viðsemjandinn gangist undir viðbótarskuldbind ingar sem í eðli sínu eða samkvæmt viðskiptavenju eru óviðkomandi efni samnings ins.
    2. mgr. 90. gr. varðar opinber fyrirtæki og fyrirtæki sem starfa samkvæmt opinberu leyfi. Hún hljóðar svo:
    „Reglur sáttmála þessa, einkum reglurnar um samkeppni, gilda um fyrirtæki sem falið er að veita þjónustu er hefur almenna efnahagslega þýðingu eða eru í eðli sínu fjáröfl unareinkasölur, að því marki sem beiting þeirra kemur ekki í veg fyrir að þau geti að lög um eða í raun leyst af hendi þau sérstöku verkefni sem þeim eru falin. Þróun viðskipta má ekki raska í þeim mæli að stríði gegn hagsmunum aðildarríkjanna.“
    Sem undanþágu frá hinum almennu samkeppnisreglum í 85. og 86. gr. hefur Evrópu dómstóllinn túlkað þessa grein þröngt. Á síðustu árum hefur það verið eitt af megin verkefnum framkvæmdastjórnarinnar að auka samkeppnina á þeim mörkuðum sem ein kennst hafa af þátttöku hins opinbera eða opinberra fyrirtækja, eins og gildir t.d. um orku sölu og póst- og símaþjónustu.

Samruni.
    Með reglugerð Ráðherraráðsins nr. 4064/89, sem tók gildi 21. desember 1990, voru settar sérstakar reglur um eftirlit með samruna fyrirtækja. Reglugerðin tekur til samruna þar sem samanlögð velta fyrirtækjanna, sem ætla að sameinast, er yfir 5 milljörðum ECU á heimsmarkaði og þar af sé velta innan ESB a.m.k. 250 milljónir ECU nema sú velta sé að 2 / 3 hlutum innan eins aðildarríkis.
    Framkvæmdastjórnin metur fyrirhugaðan samruna einkum út frá þeim sjónarmiðum hvort hann skapi eða styrki markaðsráðandi stöðu með þeim afleiðingum að samkeppni geti takmarkast innan hins sameiginlega markaðar eða verulegs hluta hans. Framkvæmda stjórnin getur reyndar vísað fyrirhuguðum samruna til rétts yfirvalds í viðkomandi að ildarríki ef samruninn getur raskað samkeppni að töluverðu leyti á tilteknum markaði í því ríki. Ekki má láta samruna koma til framkvæmda fyrr en að liðnum þrem vikum eft ir tilkynningu.
    Að lokum skal tekið fram að í meginatriðum gilda sömu samkeppnisreglur innan Evr ópusambandsins og hins Evrópska efnahagssvæðis.

Íslensk samkeppnislög.
Inngangur.
    Fyrstu íslensku lögin gegn samkeppnishömlum voru samþykkt árið 1978. Árið 1969 var reyndar lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp um eftirlit með einokun, hringamyndun og verðlagi sem ekki náði fram að ganga. Lögin frá 1978, sem báru heitið „Lög um verð lag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti“, komu þó ekki í raun til fram kvæmda fyrr en árið 1982 þar sem gildistöku þýðingarmikilla ákvæða hafði verið frestað til þess tíma. Bæði frumvarpið frá 1969 og lögin frá 1978 byggðust á eftirlitsaðferðinni en höfðu þó að geyma fáein bannákvæði.
    Núgildandi samkeppnislög tóku gildi 1. mars 1993. Þau hafa að geyma fleiri bann ákvæði en fyrri lög. Það er í takt við þá þróun sem hefur átt sér stað í samkeppnislög gjöf annarra ríkja hin síðari ár. En breytingarnar frá eldri lögum felast í ýmsu öðru en fleiri bannákvæðum. Þannig er að finna í þeim ákvæði sem heimila samkeppnisyfirvöld um að hafa afskipti af samruna fyrirtækja. Þá hafa þau einnig að geyma athyglisvert ákvæði í 2. mgr. 14. gr. sem á við um opinberar samkeppnishindranir. Í samræmi við aukna áherslu á virka samkeppni eru í hinum nýju lögum fleiri bannákvæði og strang ari viðurlög við brotum á þeim. Þannig er það nýmæli í lögunum að unnt er að leggja á fyrirtæki svokallaðar stjórnvaldssektir sem geta numið háum upphæðum.

Eftirlit með markaðsyfirráðum.
    Á mörgum sviðum íslensks atvinnulífs háttar svo til að um markaðsráðandi fyrirtæki er að ræða. Ástæður markaðsyfirráðanna má oft rekja til opinberra afskipta í formi laga, leyfisveitinga eða annarra afskipta, en einnig er töluvert um markaðsyfirráð þar sem op inberra afskipta hefur ekki gætt nema að litlu leyti.
    Hér á landi eru markaðsyfirráð ekki bönnuð frekar en annars staðar. Aðferð íslensku samkeppnislaganna við eftirlit á þeim er tvíþætt. Annars vegar er eftirlit með samruna fyrirtækja á grundvelli 18. gr. samkeppnislaganna með það fyrir augum að geta ógilt sam runa sem drægi verulega úr virkri samkeppni. Um þessa heimild verður fjallað nánar hér á eftir, (2.5.3). Hins vegar beinist eftirlitið að hegðun markaðsráðandi fyrirtækja og hvort hún sé með þeim hætti að hún gefi tilefni til afskipta af hálfu samkeppnisráðs. Slíkt er þá gert á grundvelli 17. gr. samkeppnislaganna sem hljóðar svo:
    „Samkeppnisráð getur gripið til aðgerða gegn samningum, skilmálum, athöfnum og aðstæðum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Hin skaðlegu áhrif geta m.a. falist í:
     a.     að fyrirtæki nái, viðhaldi eða styrki markaðsráðandi stöðu sína á þeim markaði sem um ræðir,
     b.     óhagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta, t.d. vegna þess að valkostum viðskiptavina fækkar, framleiðsla og sala verður dýrari og keppinautar útilokast frá markaðnum,
     c.     óhæfilegri notkun á kaupbæti.
    Íhlutun getur falið í sér bann, fyrirmæli eða heimild með ákveðnu skilyrði. Íhlutun get ur m.a. falið í sér að samkeppnisráð grípi til ákvörðunar um verð og viðskiptakjör ein stakra fyrirtækja eða fyrirtækjahópa, enda verði að mati samkeppnisráðs ekki með öðru móti komið í veg fyrir skaðleg áhrif á samkeppni í viðkomandi grein.“
    Ljóst er af greininni að samkeppnisráð hefur víðtækar heimildir til að grípa í taumana ef það telur að markaðsyfirráðum sé misbeitt. Þannig gæti ráðið ákveðið hámarksverð fyr ir vöru eða þjónustu markaðsráðandi fyrirtækis ef það teldi að fyrirtækið í skjóli stöðu sinnar héldi verði óeðlilega háu. Reyndar getur verið erfitt að meta hvað er eðlilegt verð enda er það skilyrði að önnur ráð dugi ekki til að aflétta hinu skaðlega ástandi. Þá gæti ráðið skyldað markaðsráðandi fyrirtæki til að selja fyrirtæki umbeðna vöru ef sölusynj un teldist hafa skaðleg áhrif á samkeppni.
    Af þeim málum sem samkeppnisráð hefur fengið til umfjöllunar og varða markaðs yfirráð og beitingu þeirra er hið svokallaða „sveppamál“ einna athyglisverðast, en sam keppnisráð tók ákvörðun í því máli í júní 1994. Niðurstaða málsins var í stuttu máli sú að samkeppnisráð lagði skilyrta söluskyldu á framleiðanda sveppa sem er í markaðsráð andi stöðu.

Samrunaeftirlit.
    Markaðsyfirráð myndast iðulega þannig að tvö eða fleiri fyrirtæki sameinast eða fyr irtæki yfirtekur eitt eða fleiri fyrirtæki og nær þannig markaðsyfirráðum. Enda þótt mark aðsyfirráð sem slík séu ekki bönnuð er ljóst að þau geta dregið mjög úr samkeppni, því er samrunaeftirlit mikilvægt tæki í viðleitni yfirvalda til að vernda samkeppnina. Með nú gildandi samkeppnislögum voru settar reglur í fyrsta skipti hér á landi sem heimila sam keppnisráði að ógilda samruna. Þannig segir í 18. gr. samkeppnislaganna að telji sam keppnisráð að yfirtaka eða samruni leiði til markaðsyfirráða eða dragi verulega úr sam keppni þá getur það ógilt samruna sem þegar hefur átt sér stað. Samkeppnisráð getur einnig sett slíkum samruna eða yfirtöku skilyrði sem verður að uppfylla innan tilskilins tíma. Ákvæðið á einnig við ef eigendur með virk yfirráð í einu fyrirtæki ná virkum yf irráðum í öðru fyrirtæki þannig að slíkt valdi markaðsyfirráðum, hamli samkeppni og brjóti í bága við markmið laganna.
    Í 4. gr. samkeppnislaganna eru virk yfirráð skilgreind sem yfirráð sem gera aðila kleift að hafa úrslitaáhrif á rekstur og stjórnun fyrirtækis hvort sem þau áhrif eru tilkomin vegna þess að hann getur:
     a.     haft áhrif á skipun stjórnar, atkvæðagreiðslur eða ákvarðanir fyrirtækisins,
     b.     notað eða ráðstafað eignum eða hluta eigna fyrirtækis.
    Ákvörðun um ógildingu skal taka eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að samkeppn isyfirvöldum varð kunnugt um samrunann eða yfirtökuna. Ákvæðið tekur ekki til sam runa og yfirtöku sem átti sér stað fyrir gildistöku laganna, enda þótt hann hafi leitt til markaðsyfirráða. Þá hvílir ekki sú skylda á fyrirtækjum, sem hyggjast sameinast, að til kynna um það fyrir fram til Samkeppnisstofnunar. Er greinilega gert ráð fyrir því að á hinum litla íslenska markaði geti samruni eða yfirtaka, sem eitthvað kveður að, ekki far ið fram hjá samkeppnisyfirvöldum. Fyrirtæki geta hins vegar leitað álits samkeppnisráðs fyrir fram á því hvort það muni telja að samruninn eða yfirtakan leiði til markaðsyfir ráða, dragi verulega úr samkeppni og sé andstæð markmiðum samkeppnislaganna. Slíkri fyrirspurn skal samkeppnisráð svara innan sex vikna, ella er viðkomandi aðilum rétt að líta svo á að ekki verði gerð athugasemd við samrunann eða yfirtökuna.
    Á þeim tæpu tveimur árum sem liðin eru síðan lögin tóku gildi hefur ekkert sam runamál komið upp sem samkeppnisráð hefur séð ástæðu til að stöðva eða ógilda. Að því er Ísland varðar þá hefur sameining fyrirtækja oftar en ekki verið þáttur í fjárhagslegri endurskipulagningu þar sem einn eða fleiri aðilar, sem að sameiningunni standa, eru komnir að fótum fram, og spurningin er þá einungis hvort þeir hverfi af markaðnum sem gjaldþrota fyrirtæki eða inn í annað fyrirtæki.
    Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á orðum í athugasemdum um 18. gr. en þar segir: „Jafnafdrifaríkum heimildum og samkeppnisyfirvöldum eru fengnar með þessari grein verður ekki beitt nema ríkar ástæður séu til og þau telji að virkri samkeppni sé veruleg hætta búin ef fyrirhuguð yfirtaka fer fram eða samruni sem þegar hefur farið fram fær að standa.“

Eftirlit með fákeppnismörkuðum.
    Hér á landi einkennast margir markaðir af fákeppni. Þegar hefur verið lýst hinum sam keppnisréttarlegu vandkvæðum sem tengjast fákeppnismörkuðum. Leiða má líkur að því að þessi vandkvæði séu jafnvel meiri hér á landi en í flestum öðrum ríkjum vegna smæð ar markaðarins.
    Lykilspurningin varðandi fákeppnismarkaði er hvort samkeppnin virki, eða hvort fyr irtækin á markaðnum hafi samráð um verðlagningu, hafi samráð um skiptingu markaða o.s.frv. Ef svo er þá hafa fyrirtækin brotið gegn 10. gr. samkeppnislaganna. (Um efni 10. gr. sjá nánar hér á eftir í kaflanum um láréttar samkeppnishömlur). Slíkt verður þó yf irleitt ekki leitt í ljós nema með nákvæmri skoðun á viðkomandi markaði og þeim fyr irtækjum sem á honum eru því sjaldnast liggja fyrir bein sönnunargögn, svo sem skrif legir samningar. Samkeppnisyfirvöld hafa ríkar heimildir í X. kafla samkeppnislaganna til að krefjast upplýsinga af fyrirtækjum auk þess sem þau geta gert nauðsynlegar at huganir á starfsstað fyrirtækis og lagt hald á gögn ef ríkar ástæður eru til að ætla að lög in hafi verið brotin.

Láréttar samkeppnishömlur.
    Eins og fyrr segir hafa hin nýju samkeppnislög að geyma fleiri bannákvæði er lúta að láréttum samkeppnishindrunum en eldri lög. Þessi bannákvæði eru í 10. gr. sem hljóð ar svo:
    „Samningar og samþykktir, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og sam stilltar aðgerðir milli fyritækja á sama sölustigi eru bannaðar þegar þær lúta að eða er ætl að að hafa áhrif á:
     a.     verð, afslætti eða álagningu,
     b.     skiptingu markaða eftir svæðum, eftir viðskiptavinum eða eftir sölu og magni,
     c.     gerð tilboða.
    Samvinna á sama sölustigi um leiðsögn við útreikninga á verði, afslætti og álagningu er bönnuð.“
    Hér er einnig rétt að benda á 12. gr. laganna sem kveður á um að samtökum fyrir tækja sé óheimilt að ákveða samkeppnishömlur eða hvetja til samkeppnishindrana sem eru bannaðar samkvæmt lögunum.
    Um aðrar láréttar samkeppnishömlur, þ.e. þær sem ekki eru bannaðar, gildir því eft irlitsaðferðin, sbr. 17. gr. samkeppnislaganna. Þessar samkeppnishindranir geta verið með ýmsum hætti sem of langt mál yrði að greina frá hér. Það ber þó að vekja athygli á því að hér á landi, andstætt því sem gildir t.d. í ESB, hvílir ekki skylda á fyrirtækjum að til kynna um samkeppnishamlandi samninga að eigin frumkvæði. Því þurfa fyrirtækin á hverjum markaði að vera vel á verði og gera Samkeppnisstofnun viðvart, hvort sem það er í formi kæru eða með öðrum hætti, gruni þau að skaðlegar samkeppnishömlur séu við lýði.
    Gott dæmi um beitingu bannákvæða 10. og 12. gr. er mál sem varðaði samtök mynd bandaútgefenda. Samkeppnisráð taldi forsvarsmenn samtakanna hafa gerst brotlega við 12. gr., sbr. 10. gr., samkeppnislaga með því að samræma lágmarksútleigu fyrir mynd bönd og að gera að skilyrði fyrir aðild að Myndmarki að myndbandaleiga leigi ekki út myndbönd undir hinu samræmda lágmarksleigugjaldi.

Lóðréttar samkeppnishömlur.
    Í núgildandi samkeppnislögum er eitt bannákvæði er varðar lóðréttar samkeppnis hömlur. Þetta ákvæði er að finna í 1. mgr. 11. gr. og hljóðar svo:
    „Óheimilt er að ákveða eða semja um eða á annan hátt að hafa áhrif á verð, afslætti eða álagningu er gilda skal við endursölu vöru á næsta sölustigi. Bannið nær einnig til leiðsagnar um útreikning á verði, afslætti og álagningu.“
    Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar er þó heimilt að gefa upp leiðbeinandi endursölu verð, enda komi það skýrt fram af hálfu seljanda gagnvart endurseljanda að einungis sé um leiðbeiningar að ræða. Þá má seljandi með heimild Samkeppnisstofnunar ákveða há marksverð fyrir vörur sínar sem endurseljandi verður þá að virða. Heimildin til að ákveða hámarksverð hefur einkum þýðingu í þeim tilvikum þegar seljandi, sem er t.d. nýr á markaðnum, vill hasla sér völl með því að vera með ódýrar vörur og þarf því að geta tryggt sig gegn því að endurseljendur geri honum þetta ókleift.
    Að bannákvæði 11. gr. slepptu eru samkeppnislögin byggð á eftirlitsaðferðinni þeg ar um lóðréttar samkeppnishömlur er að ræða. Eðli máls samkvæmt er þær helst að finna í dreifingarsamningum, þ.e. samningum milli framleiðenda, heildsala eða innflytjenda annars vegar og endurseljenda, verslunareigenda hins vegar. Þeirrar tilhneigingar gætir hjá aðilum slíkra samninga að binda hendur annars eða beggja að því er varðar viðskipti við þriðja aðila. Komi slíkur samningur til skoðunar af hálfu samkeppnisyfirvalda yrði það gert á grundvelli 17. gr. samkeppnislaganna og metið hvort sú takmörkun, sem í samningnum fælist, væri skaðleg með hliðsjón af markmiði laganna.

Undanþáguheimildir.
    Samkvæmt 16. gr. samkeppnislaga getur samkeppnisráð veitt undanþágu frá bann ákvæðum 10., 11. og 12. gr. Skilyrði slíkrar undanþágu eru að:
     a.     samkeppni aukist á þeim markaði sem um ræðir,
     b.     vænta megi að jákvæð áhrif samkeppnishamlna vegi þyngra en ókostir þeirra við þær aðstæður sem um er að ræða,
     c.     sérstakar ástæður séu fyrir hendi er varða almannaheill.
    Undanþágur samkvæmt þessari grein mega ekki hamla samkeppni meira en nauðsyn legt er og geta þær bæði verið ótímabundnar eða veittar tímabundið. Hægt er að setja frekari skilyrði fyrir undanþágu.“
    Fjöldi aðila, einkum þó samtök ýmissa starfsstétta, hafa sótt um undanþágu frá bann ákvæði 10. gr. um samræmt verð og óskað eftir því að fá að hafa leiðbeinandi gjald skrár. Má þar nefna félög tannlækna, ráðgjafarverkfræðinga, arkitekta, tannsmiða og Lög mannafélagið. Skemmst er frá því að segja að öllum þessum beiðnum hefur verið hafn að.

Opinberar samkeppnishindranir.
    Hér að framan hefur verið gerð stutt grein fyrir hvernig opinber afskipti af atvinnu lífi og atvinnustarfsemi geta haft samkeppnishamlandi áhrif, einkum með þeim hætti að takmarka aðgang að markaði. Hér á landi eru opinber afskipti af þessu tagi nokkuð al geng. Greinilegust eru þau þar sem einungis hinu opinbera eða opinberum fyrirtækjum er heimilt að hafa tiltekna starfsemi með höndum. Þar komast ekki aðrir inn á markað inn þótt gjarnan vildu. Einkaréttur eða einkaleyfi til tiltekinnar atvinnustarfsemi byggir á lögum og reglugerðum sem mæla ekki einungis fyrir um réttinn til starfseminnar, þau leggja þeim einnig tilteknar skyldur á herðar sem njóta einkaleyfis eða einkaréttar. Í reynd gerist það oft að hið opinbera eða opinber fyrirtæki, sem starfa samkvæmt einkaleyfi, selja jafnframt vörur eða þjónustu sem falla utan einkaleyfisins. Slík starfsemi hefur yf irleitt einhver tengsl við hina einkaleyfisvernduðu starfsemi, en þó mismikil.
    Þegar svo háttar til, sem hér hefur verið lýst, er að finna sérstaka heimild í 2. mgr. 14. gr. samkeppnislaganna sem hljóðar svo:
    „Þegar um er að ræða opinbert fyrirtæki eða fyrirtæki sem starfar að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar er samkeppnisráði heimilt að mæla fyrir um fjár hagslegan aðskilnað, annars vegar á milli þess hluta rekstrar fyrirtækisins sem nýtur einkaleyfis eða verndar og hins vegar þess hluta rekstrar sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. Skal þess gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi.“
    Samkeppnisráð hefur tekið nokkrar ákvarðanir á grundvelli 2. mgr. 14. gr. Má þar nefna ákvörðun frá 18. ágúst 1994 um að Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKÝRR) skyldu skilja fjárhagslega á milli þess rekstrar fyrirtækisins sem er í sam keppni við önnur hugbúnaðarfyrirtæki og þess rekstrar sem lýtur að framleiðslu, þróun og rekstri upplýsingakerfa fyrir eigendur fyrirtækisins sem eru ríki og Reykjavíkurborg. Samkeppnisráð tók þá ákvörðun í október sl. að Póstur og sími skyldi skilja að fjárhags lega þá starfsemi sem lýtur að viðskiptum með notendabúnað og þá starfsemi stofnun arinnar sem nýtur einkaleyfisverndar.
    Lög og stjórnvaldsfyrirmæli takmarka eða hindra samkeppni með ýmsum öðrum hætti en með einkaleyfisveitingum og annarri vernd af hálfu hins opinbera. Um hverja at vinnugrein gilda yfirleitt sérstakar reglur sem ýmist hafa það að markmiði að vernda neyt endur og/eða þá sem atvinnureksturinn stunda. Ef hinar sérstöku reglur og samkeppnis lögin eru ósamrýmanleg fer það eftir eðli máls og lögskýringarreglum að hvaða leyti ákvæðum samkeppnislaganna verður beitt um starfsemina. Í þeim tilvikum sem sam keppnislögunum verður ekki beitt og afleiðingin er sú, að áliti samkeppnisyfirvalda, að frjáls samkeppni í viðskiptum verði torveldari hvílir sú skylda á samkeppnisyfirvöldum skv. 19. gr. samkeppnislaganna að vekja athygli ráðherra á því áliti. Jafnframt skal álit ið kynnt almenningi með fullnægjandi hætti, t.d. fréttatilkynningu, eftir að það hefur ver ið kynnt ráðherra.
    Að því er varðar 19. gr. hefur samkeppnisráð m.a. kunngert það álit sitt að í reglum dómsmálaráðuneytisins um Bifreiðaskoðun Íslands hf. sé að finna ýmis ákvæði sem stríða gegn markmiðum samkeppnislaga.

Samantekt.
    Hér að framan hefur verið gerð stutt grein fyrir helstu flokkum samkeppnishamla og efni samkeppnisreglna hér á landi, auk stuttrar lýsingar á samkeppnislögum nokkurra ann arra ríkja og Evrópusambandsins. Við samanburð þessara laga kemur í ljós að þau eru um margt lík. Einna frábrugðnust íslensku samkeppnislögunum eru dönsku lögin sem fyrst og fremst eru byggð á eftirliti og öflugri upplýsingagjöf um markaðsaðstæður og mark aðsuppbyggingu. Því má bæta við hér að samkeppnislögum Noregs og Finnlands svip ar til íslensku laganna en Svíar fóru nánast alveg eftir reglum ESB í sínum nýju sam keppnislögum.
    Það er út af fyrir sig eðlilegt að megindrættir samkeppnislaga ýmissa ríkja séu áþekk ar, enda er tilgangur þeirra yfirleitt sá sami, þótt áherslumunur kunni að vera á milli landa, m.a. að því er varðar vernd lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
    Það sem einkennt hefur þróun samkeppnisreglna hin síðari ár er (I) að þeim hefur ver ið léð víðara gildissvið, (II) bannákvæðum hefur fjölgað í löggjöf þeirra landa sem beita eftirlitsaðferðinni og meiri áhersla er lögð á að vinna gegn láréttum samkeppnishöml um, (III) harðari viðurlög við samkeppnislagabrotum, (IV) aukið samrunaeftirlit. Að sjálf sögðu eru markaðsgerð og markaðsaðstæður mismunandi milli landa. Í sumum ríkjum er fákeppni meira áberandi en í öðrum. Þátttaka hins opinbera í atvinnulífi er mismikil og eins önnur afskipti þess af því.
    Á Íslandi er hið opinbera áberandi í atvinnulífi og samkeppnistakmarkanir vegna op inberra afskipta af atvinnustarfsemi eru algengar. Frá því núgildandi samkeppnislög tóku gildi hefur starfsemi íslenskra samkeppnisyfirvalda mótast nokkuð af þessu, enda hafa ís lensku lögin að geyma sérstaka heimild til að bregðast við tiltekinni tegund opinberra samkeppnishamla, þ.e. niðurgreiddum samkeppnisrekstri hins opinbera.
    Þá hefur bann við verðsamráði haft mikil áhrif í ýmsum starfsgreinum eins og hinar fjöldamörgu undanþágubeiðnir, sem samkeppnisráði hafa borist, bera með sér. Undan þágubeiðnum hefur reyndar öllum verið hafnað. Hins vegar hefur ekki reynt mikið á hin ar nýju samrunareglur hér á landi af ástæðum sem greint er frá að framan. Ísland er ekki eitt á báti hvað þetta varðar. Í flestum þeim ríkjum, sem nýlega hafa tekið upp samruna reglur, hefur þessi verið reynslan. Hið sama gildir um ESB, en þar sem annars staðar felst mikilvægi samrunareglnanna ekki síst í forvarnaráhrifum.
    Það reynir á og er fyrirhafnarmikið að eiga í samkeppni. Fyrir rúmum 200 árum skrif aði Adam Smith „að fjármagnseigendur gætu undir engum kringumstæðum komið sam an, jafnvel þótt tilefnið væri einungis til ánægju eða skemmtunar, án þess að félagsskap urinn endaði í einhvers konar samsæri gegn almannaheill eða leynilegu samkomulagi um verðhækkanir“. Þótt Adam Smith hafi með þessum orðum sínum ef til vill tekið full djúpt í árinni má ætla að tilhneigingin til að takmarka samkeppni sé ekki minni nú en þá. Nú eru gerðar síauknar kröfur um arðsemi, hagkvæmni og hagræðingu í rekstri, enda er það almenn skoðun að samkeppnisreglur séu nauðsynlegar og hafi að gegna þýðingarmiklu hlutverki í hverju þjóðfélagi sem býr við þróaða viðskiptahætti.


EIGNA- OG VALDATENGSL



Inngangur.
    Í upphafi þessa kafla er í meginmáli farið almennum orðum um tengsl eignar og valds. Enn fremur er bent á aðra valdaþætti en þá sem leiða af eign en geta með beinum eða með óbeinum hætti haft áhrif á samkeppni. Rakin eru sérkenni eignarhalds í íslensku at vinnulífi og fjallað er um eign og vald í hinum þremur geirum atvinnulífsins; opinbera, hálfopinbera og einkageiranum.
    Fram hefur komið að lítil bein tengsl eru í íslensku atvinnulífi á milli eignarhalds og þess valds sem fylgir því að stjórna fyrirtæki. Stjórnendur eiga iðulega lítinn eða eng an hlut í því fyrirtæki sem þeir stýra. Á þessu eru þrjár meginskýringar.
    Hin fyrsta er að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, sem er mjög stór eigandi í íslensku atvinnulífi, skipar og ræður menn til þess að fara með þau völd sem eigninni fylgja.
    Önnur skýringin er að það sem hér er kallað „hálfopinberi geirinn“, lífeyrissjóðir, sjálfseignarstofnanir og félagasamtök, hefur mjög aukið hlut sinn í atvinnulífinu að und anförnu og velur menn til að sitja í stjórnum og stjórnunarstöðum og fara með þau völd sem eignarhlutnum fylgir.
    Þriðja skýringin er að nær öll stærstu fyrirtæki landsins, önnur en hin opinberu, eru almenningshlutafélög þar sem oft er, eðli málsins samkvæmt, langur vegur milli eignar og valds. Jafnframt hafa í vissum tilvikum verið settar upp hindranir til þess að draga úr áhrifum hins almenna hluthafa og má í því sambandi nefna tilvik þegar samþykktir al menningshlutafélaga hafa að geyma ákvæði um að aðeins hluti stjórnar sé kosinn hverju sinni. Alþingi samþykkti 19. desember 1994 lög sem leiða til breytinga á þessu fyrir komulagi.
    Þegar eignarhald er með þeim hætti sem hér er lýst er ekki tryggt að hagsmunir eig enda séu ávallt hafðir í fyrirrúmi.
    Í ljósi þeirra takmörkuðu tengsla sem eru á milli eigna og valds í fyrirtækjum verð ur fjallað um þessa þætti hvorn í sínu lagi hér á eftir. Þar verður leitast við að greina hvar hætta er á að samkeppni sé takmörkuð vegna tengsla og vegna markaðsgerðar.

Eign.
Hið opinbera.
    
Eignarhald hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, í íslensku atvinnulífi er með ýms um hætti. Eignarhaldi ríkisins er hér skipt í þrjá flokka. Hrein ríkisfyrirtæki, fyrirtæki að hluta í eigu ríkisins sem eru rekin í nafni hins opinbera og fyrirtæki sem rekin eru með formi einkarekstrar. Sum þeirra síðast nefndu á ríkið að fullu. Sveitarfélagafyrirtæki eru alla jafna rekin sem opinber fyrirtæki.

Ríkið.
Hrein ríkisfyrirtæki.
    Hrein ríkisfyrirtæki fást við margvíslega starfsemi en flest eiga það sameiginlegt að vera þjónustufyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki í þessum hópi er Póst- og símamálastofnun, ríkisbankarnir, Ríkisútvarpið og Rafmagnsveitur ríkisins.
    Í mörgum tilvikum eru sögulegar ástæður fyrir eignarhaldi ríkisins á þessum fyrir tækjum. Þau eru enn fyrirferðarmikil í atvinnulífinu, en m.a. vegna örrar tækniþróunar á síðustu árum hefur dregið úr mætti einkaleyfa þessara fyrirtækja og opnað hefur verið fyr ir samkeppni á vissum sviðum í rekstri þeirra. Eins og áður er fram komið er ákvæði í samkeppnislögum sem heimilar samkeppnisráði að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskiln að milli þess hluta fyrirtækja sem nýtur einkaleyfis eða verndar og þess hluta sem er í frjálsri samkeppni. Þessu mikilvæga ákvæði hefur nú þegar verið beitt í nokkrum tilvik um, þar á meðal gagnvart Póst- og símamálastofnun.
    Opinberir fjárfestingalánasjóðir voru áður tengdir vissum atvinnugreinum. Starfsemi sjóðanna hefur breyst hin síðari ár og nú eiga þeir áhættufé í fyrirtækjum og dæmi er um að þeir hafi farið út í atvinnurekstur í samkeppni við einkafyrirtæki. Slíkur rekstur hef ur að bakhjarli þann fjárhagslega styrk sem opinberir aðilar hafa og getur því skekkt sam keppnisstöðuna á markaðnum. Í þeim tilvikum þar sem sjóðirnir hafa tekið beinan þátt í fyrirtækjarekstri hefur tilgangurinn yfirleitt verið sá að vernda fjárhagslega hagsmuni sjóðanna á meðan sjóðirnir hafa verið að selja viðkomandi fyrirtæki. Það hefur ríkt skiln ingur á því að veita sjóðunum tímabundið svigrúm til þess að yfirtaka rekstur fyrirtækja sem eiga í erfiðleikum en það verður þá samhliða að gera þá kröfu til þeirra að þeir gæti þess að skaða ekki keppinauta á viðkomandi markaði með því að veita sínum fyrirtækj um óeðlilega fyrirgreiðslu. Leiðbeiningar eða reglur um meðferð slíkra mála vantar og fordæmi á grundvelli samkeppnislaga skortir.

Fyrirtæki að hluta í ríkiseign.
    
Veitufyrirtæki eru einkennandi fyrir þennan flokk. Sem dæmi má nefna Landsvirkj un og Orkubú Vestfjarða. Verðlagning á þjónustu þessara fyrirtækja hefur síðustu ár ver ið í höndum stjórna viðkomandi fyrirtækja en stjórnvöld hafa í sumum tilvikum haft af skipti af henni.
    Sögulegum forsendum þessara fyrirtækja svipar til þeirra sem gilda um hrein ríkis fyrirtæki. Staða þeirra nú er þó í mörgu frábrugðin. Hliðstæðu hefur víða verið að finna í Evrópu en þar hefur sá rekstur ýmist verið einkavæddur eða gerðar hafa verið breyt ingar til að hleypa að markaðsöflum og stuðla að samkeppni.

Ríkisfyrirtæki rekin í formi einkarekstrar.
    Þeirrar tilhneigingar hefur gætt hjá stjórnvöldum síðustu ár að draga ríkið út úr rekstri fyrirtækja. Þessi stefna hefur m.a. lýst sér í því að færa rekstur ríkisfyrirtækja í búning einkarekstrar með stofnun hlutafélaga. Þessi aðgerð er oft liður í undirbúningi að sölu rík isfyrirtækja. Sem dæmi um þennan feril má nefna Síldarverksmiðjur ríkisins sem urðu SR-Mjöl hf. í eigu ríkissjóðs og síðan voru hlutirnir í hlutafélaginu seldir.
    Áhersla er lögð á að þegar ríkisrekstur er færður í búning einkarekstrar eykur það í sjálfu sér ekki virka samkeppni í viðskiptum, sbr. t.d. breytingu Sementsverksmiðjunn ar í hlutafélag. Reynslan annars staðar hefur heldur ekki leitt í ljós að neytendur séu bet ur settir með einkasölu rekna af einstaklingum en með ríkiseinkasölu. Ef vilji er hins veg ar til að koma á virkri samkeppni á mörkuðum, þar sem ríkið er þátttakandi, er breyt ing á rekstrarformi, afnám leyfa og annarrar verndar nauðsynlegur liður í því. Einka væðing ein og sér, sem hefur að höfuðmarkmiði að selja eignir ríkisins, tryggir það hins vegar ekki.

Sveitarfélög.
    Þjónusta á vegum sveitarfélaga er ýmist í höndum þeirra sjálfra eða fyrirtækja í eigu þeirra hvers fyrir sig eða í sameign nokkurra. Veitufyrirtækin eru öll í þessum hópi. Önn ur fyrirtæki annast sorphirðu, almenningssamgöngur og rekstur hafna, svo dæmi séu tek in. Sameiginlegt með þessum fyrirtækjum er að þau hafa einkaleyfi hvert á sínu sviði.
    Stjórnir þessara fyrirtækja eru skipaðar af viðkomandi sveitarstjórnum en starfsmenn ráðnir til að veita þeim forstöðu.

Hálfopinber starfsemi.
    Hálfopinber er talin sú starfsemi sem fer fram á vegum lífeyrissjóða, hagsmunasam taka, sjálfseignarstofnana og hliðstæðra aðila. Eignarhlutur þessara aðila í atvinnulífinu hefur stækkað að undanförnu og fyrirsjáanlegt er að hann mun vaxa enn frekar á næstu árum.
    Lífeyrissjóðir hafa í auknum mæli keypt hluti í fyrirtækjum. Í krafti þessa eignar halds hafa forustumenn sjóðanna og hagsmunasamtaka í vaxandi mæli tekið sæti í stjórn um viðkomandi fyrirtækja.
    Lífeyrissjóðir eru einnig fyrirferðarmiklir á fjármagnsmarkaði þar sem þeir kaupa verð bréf og veita lán. Í heild eru þeir stærsti fjárfestirinn og eiga samanlagt um tvo fimmtu af heildarsparnaði í landinu.

Einkageirinn.
    Fyrirtæki í einkaeign skipta þúsundum. Flest þeirra eru í eigu fárra og eru svo smá að þau hafa óveruleg áhrif á viðkomandi markað.
    Stærstu einkafyrirtækin eru flest almenningshlutafélög með dreifðri eignaraðild. Þessi fyrirtæki tengjast eignaböndum á ýmsa vegu og oft eiga þau fyrirtæki í skyldum rekstri.

Völd.
    Völd í atvinnustarfsemi eru af ýmsum toga. Þar má nefna völd sem byggð eru á ákvæðum laga og reglna. Af öðrum toga eru völd sem felast í yfirráðarétti og úthlutun takmarkaðra gæða til atvinnustarfsemi. Annars konar völd eru þau sem byggð eru á eign arhaldi. Þessi atriði og fleiri leggja grunninn að stöðu fyrirtækja og því valdi sem stjórn endur þeirra fara með.
    Ýmsar lykiltölur úr reikningum fyrirtækja hafa verið notaðar til þess að bera saman stærð þeirra og umsvif. Hins vegar er erfitt að mæla völd og allur samanburður á þeim er því örðugur. Umfjöllunin hér á eftir dregur dám af þessu og takmarkast við að draga upp mynd af því hvar völdin liggja og hvar mest samþjöppun þeirra er í atvinnustarf semi hér á landi.

Hið opinbera.
    Ríkisvaldið setur atvinnulífinu leikreglur með almennri löggjöf og sérlögum um ein stakar greinar atvinnulífsins.
    Þessu til viðbótar úthlutar hið opinbera, ríki og sveitarfélög, margvíslegum takmörk uðum gæðum, t.d. útvarpsrásum, hafnaraðstöðu og sérleyfum til flutninga. Við framan talið bætist mikil þátttaka hins opinbera í atvinnulífinu með beinni eignaraðild og er ein kennandi hve fáir einstaklingar koma við sögu í meðferð þess valds sem því fylgir.

Hálfopinber starfsemi.
    Eins og áður er vikið að sitja fulltrúar lífeyrissjóða og hagsmunasamtaka í stjórnum margra stórra fyrirtækja. Ekki verður séð að þeir hafi virk yfirráð í þessum stjórnum.

Einkageirinn.
    Valdatengsl í einkageiranum eru margvísleg. Með því að stilla saman stjórnum fyr irtækja í einkaeign kemur fram mynstur af tveimur valdablokkum. Þær eru líkar um margt svo sem að þær teygja arma sína um stærstu fyrirtækin á sviði ferðaþjónustu, flutninga, olíuverslunar, trygginga og útflutningsverslunar. Sérstaklega eru áberandi hin nánu tengsl tveggja stærstu flutningafyrirtækjanna á sjó og í lofti.

Lýsing á nokkrum mörkuðum.
Fjármagnsmarkaðurinn
    Miklar breytingar hafa orðið á fjármagnsmarkaðnum á undanförnum árum í kjölfar aukins frelsis. Bönkum hefur fækkað með samruna og yfirtöku.
    Ríkið er ráðandi á íslenska fjármagnsmarkaðnum, bæði sem eigandi banka og margra fjárfestingarlánasjóða og einnig sem stærsti lántakandinn. Markaðurinn var í höfuðdrátt um tvíþættur, fjárfestingarlánasjóðir og innlánsstofnanir. Nú er flóran fjölbreyttari með tilkomu verðbréfafyrirtækja, eignarleigufyrirtækja og greiðslumiðlunar. Innlánsstofnan ir hafa náð undirtökum á þessum markaði. Nú er svo komið að einungis tvö verðbréfa fyrirtæki er ekki í eigu innlánsstofnunar, einungis ein eignarleiga, sem er þó nátengd banka, og engin greiðslumiðlun.
    Mikil samvinna hefur viðgengist í bankakerfinu eins og fjöldi samráðsnefnda, sem þar hafa starfað, ber með sér. Margar þessara nefnda eru nú aflagðar en tilhneigingar hefur gætt til áframhaldandi samstarfs, eins og t.d. framkvæmdin við að taka í notkun debet kort ber vitni. Þá hafa innlánsstofnanir samstarf á grundvelli sameiginlegs eignarhalds á ýmsum þjónustufyrirtækjum.
    Bankar og fjárfestingarlánasjóðir eru eignaraðilar að fyrirtækjum í óskyldum atvinnu rekstri. Í krafti þessa eignarhalds hafa stjórnendur bankanna tekið sæti í stjórnum utan hins hefðbundna bankakerfis.
    Fjárfestingarlánasjóðirnir voru upprunalega settir á stofn til að sinna vissum atvinnu greinum. Þetta hefur breyst og fjárfesta sumir fjárfestingarlánasjóðir í hlutabréfum, ým ist beint eða óbeint í gegnum fjárfestingasjóði. Þannig getur ríkið bæði verið kaupandi og seljandi í sömu viðskiptunum eins og gerðist þegar hlutir í SR-Mjöli hf. voru seldir. Þá keypti Draupnissjóður, sem er að mestu í eigu Iðnþróunar- og Iðnlánasjóðs, 5% hlut í SR-Mjöli hf.

Lífeyrissjóðir.
    Lífeyrissjóðir starfa samkvæmt sérstökum lögum. Lög kveða á um skylduaðild að líf eyrissjóði. Í framkvæmd tengist aðildin oft kjarasamningum þannig að flestir hafa ekki val um í hvaða sjóð þeir greiða. Lífeyrissjóðir án skylduaðildar eru fáir og hafa litla markaðshlutdeild.
    Hlutur lífeyrissjóða í heildarsparnaði þjóðarinnar nam um síðustu áramót um tveim fimmtu og hefur þá vaxið úr þriðjungi af heildarsparnaði á fjórum árum.
    Fram á síðustu ár hafa lífeyrissjóðir ráðstafað fé með tvennum hætti. Annars vegar með lánveitingum til sjóðsfélaga og hins vegar með kaupum á skuldabréfum Bygginga sjóðs ríkisins og ríkissjóðs, sem oft voru skyldukaup. Undanfarin missiri hefur vaxandi hluta af ráðstöfunarfé sjóðanna verið varið til kaupa á verðbréfum. Hlutabréfakaupum líf eyrissjóða hefur fylgt stjórnarseta í hinum ýmsu hlutafélögum.
    Fyrirsjáanlegt er að eignir og völd lífeyrissjóða og fulltrúa þeirra í íslensku atvinnu lífi munu, að óbreyttri stefnu sjóðanna, vaxa stórlega á næstu árum.
    Athygli vekja hlutafjárkaup tveggja lífeyrissjóða, Samvinnulífeyrissjóðsins og Líf eyrissjóðs verslunarmanna, í fyrirtækjum sem tengjast þeim „blokkum“ sem sérstaklega er fjallað um í þessari úttekt.

Tryggingastarfsemi.
    Mikil samþjöppun hefur orðið á tryggingamarkaðnum á síðustu árum með samruna fyrirtækja og einnig hafa stóru tryggingafélögin keypt hlut í þeim minni. Við lýði er margs konar samstarf milli tryggingafyrirtækja við tjónauppgjör o.fl. Þá er starfandi Sam band íslenskra tryggingafélaga. Eitt erlent fyrirtæki starfar á markaðnum og með EES-samningnum hefur verið opnað enn frekar fyrir samkeppni erlendra aðila.
    Opinbert einkaleyfi til húsatrygginga fellur niður um næstu áramót. Tryggingafélög in buðu tryggjendum ekki önnur kjör en í boði voru meðan einkaleyfið var í gildi.
    Tryggingafélögin hafa fjárfest í hlutabréfum á undanförnum árum og stjórnendur þeirra sitja nú í stjórnum ýmissa hlutafélaga.

Olíuviðskipti.
    Til skamms tíma voru viðskipti með olíuvörur háð innflutningsleyfi og verðlags ákvæðum. Jafnframt hafði ríkið milligöngu um olíukaup frá Sovétríkjunum fyrrverandi. Í framhaldi af því að innflutningur var gefinn frjáls voru verðlagsákvæði afnumin á ár inu 1992. Með nýjum lögum um flutningsjöfnun á olíu, sem gengu í gildi 1. september 1994, var numið úr gildi samkeppnishamlandi ákvæði um að hverju olíufélagi bæri að hafa sama útsöluverð um land allt.
    Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi opnað leið fyrir aukna samkeppni á olíumarkaðnum ein kennist hann áfram af fákeppni þriggja fyrirtækja. Verðbreytingar taka gildi samtímis sem leiðir af því fyrirkomulagi sem ríkir á markaðnum og gagnsæi hans. Fyrirtækin sjá sér ekki hag í að keppa um verð. Sama á sér stað í nágrannalöndunum. Samkeppni ríkir hins vegar í ýmsum öðrum þáttum í starfsemi olíufélaganna.
    Verulegar aðgangshindranir eru að olíumarkaðnum vegna mikillar fjárfestingar, tak markaðs aðgangs að hafnaraðstöðu o.fl. Áhugi virðist þó vera af hálfu erlendra aðila að hasla sér völl á íslenska olíumarkaðnum.
    Olíufélögin eiga öll verulegan hlut í útgerðarfyrirtækjum. Útgerðarfyrirtæki kaupa um helming af olíuvörum á íslenskum markaði og skýrist eignaraðild olíufélaganna m.a. af uppgjöri vegna vanskila fyrirtækjanna.

Skipaflutningar.
    Skipaflutningamarkaðnum má skipta í tvo hluta, annars vegar stykkjavöruflutninga og hins vegar stórflutninga. Gjaldskrá í stykkjavöruflutningum var til skamms tíma háð verð lagsákvæðum sem í reynd veitti fyrirtækjunum á markaðnum vissa vernd. Þrátt fyrir að breytingar hafi orðið við afnám verðlagsákvæða í stykkjavöruflutningum hefur þróunin verið hæg miðað við þá hagræðingu sem orðið hefur með tilkomu gámaflutninga. Áfram gætir þeirrar tilhneigingar hjá skipafélögum að verðleggja hverja vörutegund fyrir sig í stað þess að verðleggja heila gáma, óháð hvað í þeim er, eins og gert er víðast annars staðar. Mun meiri samkeppni hefur ríkt í stórflutningum og fleiri fyrirtæki um hituna þar.
    Á markaðnum eru tvö fyrirtæki ráðandi og er annað þeirra, Eimskipafélag Íslands hf., með yfirburðastöðu. Samskip hf. voru á árinu 1993 í eigu banka en hafa nú að mestu ver ið seld einkaaðilum. Þessi fyrirtæki byggja sterka stöðu sína á markaðnum, ekki á op inberri leyfisveitingu. Hins vegar hefur fyrirtækjunum verið úthlutað tiltækri aðstöðu sem til staðar er á höfuðborgarsvæðinu og takmarkar möguleika keppinauta á að komast inn á markaðinn. Nýr hafnarbakki hefur verið gerður í Reykjavík. Ekki er ljóst hvort hann verður nýttur til þess að auðvelda aðgang nýrra keppinauta og efla með því samkeppni á markaðnum.
    Eimskipafélag Íslands hf. hefur samhliða sterkri stöðu á skipaflutningamarkaðnum ítök á flugrekstrarmarkaðnum. Fyrirtækið á, í gegnum fjárfestingarfélag í eigu þess, Burðar ás hf., ríflega þriðjung hlutafjár í Flugleiðum hf. og sitja fjórir stjórnendur fyrirtækisins í stjórn Flugleiða hf. Burðarás hf. á hlut í fleiri fyrirtækjum og jafnframt sitja stjórnend ur Eimskips í stjórnum fyrirtækjanna.
    Athygli vekja tvö atriði sem stuðlað hafa að valdasamþjöppun í stjórn Eimskips. Hið fyrra er framkvæmd stjórnarkjörs. Stjórnarkjörið hefur verið tvískipt þannig að minni hluti hefur þurft aukið afl atkvæða til þess að koma að manni í stjórn. Alþingi samþykkti lög hinn 19. desember 1994 sem leiða til breytinga á þessu fyrirkomulagi. Hið síðara er að einn stærsti eigandi hlutafjár í Eimskipi er sjóður, en samkvæmt stofnskrá hans fara stjórnendur félagsins með stjórn sjóðsins.

Flugrekstur.
    Á þessum markaði eru Flugleiðir hf. markaðsráðandi og hafa haft sérleyfi. Á það jafnt við um millilandaflug og innanlandsflug. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæð ið hefur allt millilandaflug innan svæðisins verið gefið frjálst og frelsi í innanlandsflugi mun taka gildi árið 1997.
    Fargjöld í millilandaflugi eru reiknuð út hjá alþjóðasamtökunum IATA en Flugleið ir hf. þurfa samþykki samgönguráðuneytisins á verðbreytingum á flugleiðum utan Evr ópska efnahagssvæðisins. Samkeppni er einkum í leiguflugi á þessum markaði.
    Fargjöld í innanlandsflugi voru til skamms tíma háð verðlagsákvæðum, en þau voru afnumin í ársbyrjun 1993. Innanlandsflugið á við vaxandi samkeppni að etja við bifreið ar vegna bættra vegasamgangna. Þrátt fyrir að samkeppni fari vaxandi á þessum mark aði hafa Flugleiðir hf. sterka stöðu. Eign félagsins í minni innlendum flugfélögum ásamt stjórnunartengslum styrkir hana enn frekar. Auk stórrar markaðshlutdeildar í fluginu er fyrirtækið stórtækt í rekstri ferðaskrifstofa, hótela og bílaleiga. Þessi tengsl geta dregið úr samkeppni á ferðamarkaðnum.
    Tengsl af öðrum toga eru einnig fyrir hendi þar sem stærsti aðilinn í skipaflutning um, Eimskipafélag Íslands hf., á ríflega þriðjungs hlut í Flugleiðum hf. Jafnframt á for stjóri, stjórnarformaður, auk tveggja stjórnarmanna í Eimskipi, sæti í stjórn Flugleiða. Leiða má líkur að því að sú staða geti komið upp að tengsl af þessu tagi hafi áhrif á sam keppni í vöruflutningum til og frá landinu.

Smásölumarkaður matvöru.
    Þessi markaður nær til almennra matvöruverslana og matvörudeilda, blandaðra versl ana kaupfélaga, Hagkaupa o.fl. fyrirtækja. Matvörusala söluturna, söluskála og þess hátt ar verslana er ekki tekin með þessum markaði. Markaðurinn hefur gjörbreyst á undan förnum árum.
    Verðlagsákvæði á matvöru og mörgum öðrum vörutegundum voru afnumin um mið bik síðasta áratugar. Þá þegar hafði þróast nokkur samkeppni á matvörumarkaðnum en afnám verðlagsákvæða örvaði þessa þróun enn frekar. Í kjölfarið sigldi aukin tæknivæð ing og hagræðing sem hefur leitt til samþjöppunar í greininni með fækkun og stækkun verslana og verslanakeðja. Jafnframt hefur samstarf matvöruverslana um innkaup farið vaxandi. Hefur það m.a. leitt til breytinga á heildsölumarkaði.
    Tilkoma Hagkaupa á sínum tíma átti þátt í að hrinda þessari þróun af stað og þátta skil urðu þegar Bónus kom til sögunnar. Fyrir u.þ.b. tveimur árum tengdust þessi tvö stærstu fyrirtæki á matvörumarkaðnum þegar eigendur Hagkaupa keyptu 50% í Bónus. Í kjölfarið hefur fylgt að Hagkaup og Bónus gera innkaup að verulegum hluta í gegn um sameiginlegt fyrirtæki, Baug.
    Virk samkeppni er á markaðnum. Samkeppnin er mest áberandi á höfuðborgarsvæð inu en hefur áhrif á samkeppni annars staðar á landinu þó finna megi, á minni stöðum, einkenni svæðisbundinnar einkasölu.
    Auknar opinberar kröfur, þar með talin neytendavernd, svo sem verðmerkingar, vöru lýsingar o.fl. hafa haft áhrif á þróunina á þessum markaði. Stórir aðilar eiga auðveldara með að uppfylla þessar kröfur og njóta þar hagkvæmni stærðarinnar.

Útflutningur sjávarafurða.
    Ekki er um að ræða eiginlegan innlendan markað þessarar atvinnugreinar nema þann er lýtur að hráefnisöflun útflytjenda. Stór útflutningsfyrirtæki og útflutningssamtök fyr ir einstakar tegundir afurða eru einkennandi fyrir þessa atvinnugrein. Helgast það m.a. af því að til skamms tíma þurfti opinbert leyfi til að flytja út sjávarafurðir. Útflutningur inn hefur verið gefinn frjáls í áföngum á undanförnum árum og í kjölfar þess hafa mörg ný fyrirtæki haslað sér völl á markaðnum og fer hlutdeild þeirra vaxandi.
    Enn eru sterk tengsl útflutningsfyrirtækja við verkendur sjávarfangs. Þeir eru jafn framt í reynd eigendur stærstu útflutningsfyrirtækjanna. Stærstu fyrirtækin á þessum markaði eiga sölufyrirtæki á mörkuðunum bæði vestan hafs og austan og einnig í Jap an. Stærsta fyrirtækið í útflutningi sjávarafurða á jafnframt hlut í skipafélagi og umbúða verksmiðju.
    Rétt er að geta þess að lóðrétt tengsl eru áberandi í þessari atvinnugrein, bæði fisk verkun og útgerð.
    Samhliða auknu frelsi í viðskiptum hefur fylgt frelsi til sölu á óunnum fiski og nýj ar útflutningsafurðir hafa fyrst og fremst skapað hinum nýju sölufyrirtækjum rekstrar grundvöll.
    Fjölgun fyrirtækja, sem stunda útflutning sjávarafurða og keppa um afurðir til út flutnings, hefur m.a. leitt til þess að fyrirtæki eru farin að keppa um hráefni með kaup um á hlut í framleiðslufyrirtækjum.

Póstur og sími.
    Starfsemi Póst- og símamálastofnunar hefur til skamms tíma byggst á einkaleyfi sem tók til allrar póst- og fjarskiptaþjónustu.
    Póstþjónustan hefur síðustu ár fengið nokkra samkeppni frá fyrirtækjum sem stunda hraðsendingarþjónustu og blaðadreifingu. Þessi fyrirtæki ráða þó enn óverulegum hluta markaðarins.
    Samkeppni um fjarskiptaþjónustuna er einnig lítil enn sem komið er. Einkaleyfi Póst-og símamálastofnunar til þjónustu og sölu á notendabúnaði hefur verið afnumið og sam keppni á því sviði hefur komist á. Af því tilefni ákvað samkeppnisráð að Póst- og síma málastofnun bæri að skilja fjárhag vegna sölu notendabúnaðar frá annarri starfsemi fyr irtækisins og tryggja með því að einkaleyfisrekstur fyrirtækisins greiði ekki niður sam keppnisreksturinn. Ör tækniþróun breytir aðstæðum á þessum markaði sífellt og því er fyrirsjáanlegt að samkeppni muni aukast.
    Rammi fyrir gjaldskrá Pósts og síma er settur í fjárlögum og breytingar á henni þurfa staðfestingu samgönguráðherra.

Tölvuþjónusta.
    Þessi markaður er margþættur og er blanda af vörusölu og sölu á þjónustu.
    Vörusalan er alfarið í höndum einkaaðila. Þjónustan er tvíþætt, hugbúnaðargerð og -sala og tölvuvinnsla. Fyrirtæki í eigu hins opinbera keppir um báða þætti þjónustunn ar.
    Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar (Skýrr), sem eru að hálfu í eigu ríkisins og að hálfu í eigu Reykjavíkurborgar og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, eru stærsti þjón ustuaðilinn á þessum markaði.
    Stærstu verkefni Skýrr eru fyrir opinbera aðila, svo sem bókhald og innheimta, varð veisla og færsla grunnupplýsinga, t.d. þjóðskrá og vinnsla og áritun fjöldasendinga eins og skattseðla. Þessi stóru verkefni veita fyrirtækinu visst forskot á markaðnum.
    Skýrr vinnur einnig verkefni og selur þjónustu í samkeppni við einkaaðila. Vegna þess hefur samkeppnisráð úrskurðað að fyrirtækið skuli aðskilja fjárhagslega á milli þess rekstrar, sem nýtur opinberrar verndar, og þess hluta rekstrarins sem er í frjálsri sam keppni við aðra aðila.

Bifreiðaskoðun.
    Bifreiðaskoðun á Íslandi var áður í höndum Bifreiðaeftirlits ríkisins sem hafði einka rétt til skoðunar ökutækja.
    Árið 1989 var einkaréttur til skoðunar bifreiða veittur Bifreiðaskoðun Íslands hf. sem er að hálfu í eigu ríkisins og að hálfu í eigu tryggingafélaga, Bílgreinasambandsins og fleiri aðila. Jafnframt einkarétti til skoðunar var fyrirtækinu falið að halda ökutækjaskrá gegn gjaldi sem bifreiðaeigendum ber að greiða.
    Á sl. ári var einkaleyfi Bifreiðaskoðunar Íslands hf. til skoðunar á ökutækjum afnumið að stærstum hluta. Eftir sem áður hefur fyrirtækið einkaleyfi til að halda ökutækjaskrá og taka gjald fyrir og annast sérstakar skoðanir á ökutækjum. Með þessum breytingum hef ur verið opnað fyrir samkeppni á þessum markaði.
    Á markaðnum eru hins vegar áfram við lýði opinberar samkeppnishindranir sem veikja samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja sem hafa hug á að hasla sér völl á honum og hefur samkeppnisráð vakið athygli á því.

Steinullarframleiðsla.
    Steinullarverksmiðjan hf. hefur markaðsráðandi stöðu í gerð einangrunarefnis og hef ur fjöldi fyrirtækja, sem framleiddu önnur einangrunarefni, lagt upp laupana á undan förnum árum auk þess sem innflutningur einangrunarefna hefur dregist verulega saman. Ríkið á tæpan þriðjung í fyrirtækinu.

Ljósvakamiðlar.
    Fyrsti ljósvakamiðillinn var í eigu almenningshlutafélags, „Útvarp Reykjavík hf.“ Fljótlega tók ríkisvaldið þennan markað í sínar hendur með sérstakri löggjöf sem veitti Ríkisútvarpinu einkaleyfi til rekstrar útvarps og síðar sjónvarps. Árið 1985 var lögum breytt og 1986 hófu útvarps- og sjónvarpsstöðvar í einkaeign rekstur á ný. Á næstu árum var mikil gróska á þessum markaði. Síðustu ár hefur hins vegar verið tímabil samruna og frá árinu 1993 einkennist reksturinn af tvíkeppni Íslenska útvarpsfélagsins hf. og Ríkis útvarpsins. Nokkrar einkareknar útvarpsstöðvar halda velli, einnig sjónvarpsrás sem send ir út kristilegt efni.
    Eitt af sérkennum þessa markaðar er að jafnframt því að veita starfsleyfi úthlutar rík isvaldið fyrirtækjum tíðnisviðum til útsendingar. Tíðnisvið eru takmörkuð gæði sem skerða möguleika nýrra fyrirtækja á að hasla sér völl á þessum markaði.
    Annað sérkenni þessa markaðar er skyldubundin áskrift að Ríkisútvarpinu sem trygg ir fyrirtækinu fastan tekjugrundvöll. Á móti koma skyldur sem lagðar eru á herðar Rík isútvarpsins og takmarka möguleika í rekstri. Gjaldið fyrir afnot af Ríkisútvarpinu er ákveðið samkvæmt ramma í fjárlögum hvert ár en gjaldskrárbreytingar þurfa staðfest ingu menntamálaráðherra.
    Þrátt fyrir framangreinda skipan mála á þessum markaði ríkir nokkur samkeppni á honum. Sérstaklega á það við á auglýsingamarkaðnum, þar sem bæði er samkeppni milli ljósvakamiðla og við prentmiðla.
    Þá er einnig hörð samkeppni á milli Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2 um sjónvarpsefni.


LOKAORÐ



    Skýrsla samkeppnisráðs um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi er eins og fram hefur komið gerð samkvæmt bráðabirgðaákvæði II í samkeppnislögum. Vegna þess hve viðfangsefnið er viðamikið og flókið taldi samkeppnisráð það álitamál hvernig fram setningu efnis yrði best hagað í skýrslunni. Ráðið valdi þá leið að byggja sem mest á myndrænni framsetningu og taldi að með því móti kæmist efnið best til skila. Það verður ekki annað sagt en að vel hafi tekist til með gerð skýrslunnar og að hún lýsi vel stjórnunar- og eignatengslum í íslensku atvinnulífi. Í skýrslunni eru dregnar fram nokkrar helstu niðurstöður. Þær eru hins vegar ekki tæmandi og ljóst er að þeir sem munu kynna sér skýrsluna geta dregið fleiri ályktanir af efni hennar.