Ferill 362. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 362 . mál.


588. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.

Flm.: Egill Jónsson, Gísli S. Einarsson, Eggert Haukdal.



1. gr.


    Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 41. gr. laganna kemur nýr málsliður er orðast svo: Þó er heimilt að flytja kindakjöt, innan heildargreiðslumarks, á erlendan markað fari birgðir umfram 500 tonn kindakjöts.

2. gr.


    1. mgr. 73. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skal endurgreiða verðjöfnunargjald við útflutning á vörum sem innihalda landbún aðarhráefni, þar með töldum unnum landbúnaðarvörum í neytendaumbúðum. Ráðherra ákveður með reglugerð þær vörur sem verðjöfnun tekur til, hvaða landbúnaðarhráefni skuli endurgreitt og hver endurgreiðslan skuli vera.

3. gr.


    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
    Beinar greiðslur ríkissjóðs til framleiðenda sauðfjárafurða skulu að lágmarki miðast við 7.820 tonna greiðslumark verðlagsárin 1995/96, 1996/97 og 1997/98. Sé greiðslumark til fram leiðslu ákveðið lægra en 7.820 tonn skal mismuninum, sem af þessu leiðir, deilt út til framleið enda eftir nánari ákvæðum í reglugerð.

4. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


1. Samdráttur í sauðfjárframleiðslu.
    Á gildistíma búvörusamnings, sem gerður var árið 1987 og gilti til ársins 1991, var heildar fullvirðisréttur í kindakjöti um 12.000 tonn. Framleiðsluheimildir við upphaf búvörusamnings sem hófst 1. september 1991 voru hins vegar 8.600 tonn. Samdráttur í sauðfjárframleiðslu milli þessara tveggja samninga hefur því numið um það bil 3.400 tonnum af kindakjöti.
    Við gerð gildandi búvörusamnings var gengið út frá að framleiðsluréttur sauðfjárbænda yrði um 8.000 tonn af kindakjöti. Nú blasir hins vegar við að svo mun ekki verða og er því grundvöll ur samningsins að þessu leyti brostinn. Í þessu sambandi má benda á að ein af forsendum samn ingsins var að ríkið keypti upp allt að 3.700 tonn af framleiðslurétti til að jafnvægi skapaðist milli framboðs og eftirspurnar innan lands.
    Samkvæmt töflu í lið 2 sem byggð er á þróun þessara mála á samningstímanum og áætlun Framleiðsluráðs landbúnaðarins um framhald þeirrar þróunar til loka samningsins kemur í ljós að sala kindakjöts á innanlandsmarkaði er sífellt að minnka og er á þessu verðlagsári komin nið ur undir 7.000 tonn. Við lok samnings er sala kindakjöts á innanlandsmarkaði áætluð 6.600 tonn. Þessi þróun á sér stað þrátt fyrir að miklu fjármagni sé varið til markaðsaðgerða innan lands.

2. Birgðir kindakjöts.
    Í búvörusamningi frá 11. mars 1991 voru ákvæði um að ríkissjóður ábyrgðist að birgð ir við upphaf búvörusamningsins, þ.e. 1. september 1992, yrðu ekki umfram áætlaða þriggja vikna neyslu (500 tonn). Þá eru enn fremur ákvæði í samningnum sem kveða á um að leiði markaðssamdráttur til þess að sala nái ekki heildargreiðslumarki eins og það er ákveðið á hverjum tíma og birgðir kindakjöts meiri en sem nemur þriggja vikna sölu við upphaf verðlagsárs skuli þær seldar á innlendum markaði með markaðsstuðningi sem fjármagnaður er með lækkun á greiðslum afurðastöðva vegna innleggs og/eða lækkun heildargreiðslumarks með það fyrir augum að ná birgðum niður í þriggja vikna neyslu á næstu tveimur árum. Óheimilt er talið samkvæmt núgildandi lögum að flytja út kjöt sem greiddar hafa verið beinar greiðslur út á. Þessi ákvæði búvörusamningsins voru lögtek in með lögum nr. 5/1992. Þrátt fyrir þau hefur orðið um verulega birgðasöfnun að ræða af kjöti sem greiddar hafa verið beinar greiðslur út á. Birgðir sl. haust námu um 1.400 tonnum, sbr. eftirfarandi töflu. Eins og taflan ber með sér voru birgðir á sl. hausti um fram þriggja vikna sölu um 900 tonn.







TABbbbbbbLA REPRO







    Birgðir fara vaxandi á samningstímanum og munu verða um 2.000 tonn í lok hans samkvæmt áætluninni sem byggir á þeirri takmörkun sem áður er nefnd, þ.e. að útflutn ingur á kjöti innan greiðslumarks er óheimill. Um yrði að ræða fjórfalt meiri birgðir en hæfilegar geta talist sem kalla á verulegan fjármögnunarvanda.
    Ekki verður séð að um aðra leið verði að ræða til þess að leysa þennan birgðavanda en að breyta ákvæðum núgildandi laga í þá veru að heimilt verði að flytja út hluta af þessu kjöti þrátt fyrir að það sé innan greiðslumarks.

3. Lækkun verðs á kindakjöti.
    Að því sem hér hefur verið rakið liggja þrjár grundvallar staðreyndir um þróun þess ara mála nú þegar fyrir.
    Innanlandsmarkaður kindakjöts fer sífellt minnkandi og er nú þegar kominn niður fyrir þau mörk sem gengið var út frá við gerð núverandi búvörusamnings.
     b.     Birgðir kindakjöts fara stöðugt vaxandi. Áætlað er að þær verði fjórum sinnum meiri við lok samningsins en talið var hæfilegt við gerð hans.
     c.     Verðlækkun til framleiðenda er svipuð eða jafnvel enn meiri en samningurinn ger ir ráð fyrir. Svo virðist sem það eitt hafi staðist.
     d.     Uppkaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti 1992 leiddi ekki til þeirrar fækkunar framleið enda sem ráð var fyrir gert vegna vaxandi atvinnuleysis í þéttbýli.
    Með tilvísan til þeirra skýringa, sem að framan er getið, liggur ljóst fyrir að þróun þessara mála stefnir afkomu þeirra sem stunda sauðfjárrækt í mikla tvísýnu auk þess sem þessara áhrifa hlýtur að gæta í afkomu þeirra sem vinna að úrvinnslu í þessari grein. Hér verður því að spyrna við fótum ef ekki á illa að fara. Sá er tilgangur með flutningi þessa frumvarps.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í grein þessari er veitt heimild til þess að flytja út kindakjöt, hvort sem það hefur hlot ið beinar greiðslur eða ekki, fari birgðir í lok verðlagsárs umfram fjögurra vikna sölu sem er nú um 500 tonn.

Um 2. gr.


    Lagt er til að ráðherra verði skylt að endurgreiða verðjöfnunargjöld af vörum sem inni halda landbúnaðarhráefni. Jafnframt er tekið fram að unnar landbúnaðarvörur í neyt endaumbúðum falli þarna undir. Þá er einnig til að taka af allan vafa kveðið á um af dráttarlausa skyldu ráðherra til að setja reglugerð um þær vörur og hráefni er verðjöfn unin tekur til og hver endurgreiðslan skuli vera.

Um 3. gr.


    Í þessari grein eru heildargreiðslumarki sett neðri mörk við 7.820 tonn. Ástæða þess er sú að markmið núverandi búvörusamnings gerði ráð fyrir að neysla kindakjöts héld ist um 8.000 tonn á ári út gildistíma samningsins. Miðað við reynsluna og neysluspá Framleiðsluráðs landbúnaðarins er ljóst að verulega skortir á að þessu markmiði verði náð og má segja að ein af grundvallarforsendum samningsins, sem fjárhagsleg afkoma sauð fjárbænda byggir á, sé brostin.

Um 4. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.