Ferill 400. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 400 . mál.


642. Frumvarp til laga



um stjórn lífeyrissjóða.

Flm.: Finnur Ingólfsson, Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir,


Jón Kristjánsson, Stefán Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason.



Gildissvið.


1. gr.


    Lög þessi taka til lífeyrissjóða, bæði séreignar- og sameignarsjóða, sem staðfest hafa reglu gerðir sínar eða samþykktir hjá fjármálaráðuneytinu á grundvelli laga nr. 55 frá 1980, um starfs kjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, eða starfa samkvæmt sérstökum lögum. Lögin taka þó ekki til lífeyrissjóða sem eru með ábyrgð launagreiðenda á skuldbindingum sín um.

Um aðalfund.


2. gr.


    Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum lífeyrissjóðs. Aðalfund skal halda árlega, en boða skal til hans með minnst 15 daga fyrirvara með fundarboði skv. 4. gr.
    Tillögur stjórnar eða sjóðfélaga um menn í stjórn, kjörna endurskoðendur eða breytingar á reglugerð eða samþykktum lífeyrissjóðsins skal leggja fram til stjórnar lífeyrissjóðsins með sannanlegum hætti 30 dögum fyrir aðalfund. Aðrar tillögur nægir að leggja fram á aðalfundi.
    Heimilt er að setja nánari reglur um framkvæmd kosninga á aðalfundi í samþykktir eða reglugerð, enda sé hún samþykkt af fjármálaráðuneytinu.

Atkvæðisréttur á aðalfundi.


3. gr.


    Atkvæðisrétt á aðalfundinum hafa allir þeir launamenn sem greitt hafa í viðkomandi lífeyris sjóð. Atkvæðisréttur sjóðfélaga fer eftir inneign eða áunnum réttindum (stigaútreikningi) við síðustu áramót. Einfaldur meiri hluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála. Eigi sjóðfélagi inn eign eða áunnin réttindi í fleiri en einum sjóði á hann atkvæðisrétt í þeim öllum.
    Reglugerðum eða samþykktum má breyta á aðalfundi hljóti breytingarnar samþykki 2 / 3 hluta greiddra atkvæða enda hafi tillögur til breytinga á reglugerð fylgt fundarboði.

Um fundarboð aðalfundar.


4. gr.


    Aðalfund skal stjórn lífeyrissjóðs boða með fundarboði. Eftirfarandi gögn skulu fylgja með fundarboði:
     1 .     Dagskrá aðalfundar.
     2 .     Skýrsla stjórnar um starfsemi sjóðsins á liðnu ári.
     3 .     Ársreikningur sjóðsins. — Mat tryggingastærðfræðings sjóðsins á stöðu lífeyrissjóðsins samkvæmt ársreikningnum.
     4 .     Breytingar á reglugerð eða samþykktum sjóðsins ef fyrir liggja og mat tryggingastærðfræðings sjóðsins á hvaða áhrif breytingarnar hafa á réttindi og skyldur sjóðfélaga.
     5 .     Atkvæðaseðlar vegna stjórnarkjörs, kjörs löggiltra endurskoðenda eða breytinga á reglugerð og samþykktum sjóðsins.
     6 .     Skrá yfir önnur mál sem rædd skulu á aðalfundi.
    Stjórn lífeyrissjóðsins skal senda fundarboð ásamt meðfylgjandi gögnum til þess heim ilisfangs sjóðfélaga sem fram kemur í þjóðskrá eins og hún er á þeim tíma.

Um dagskrá aðalfundar.


5. gr.


    Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin fyrir:
     1.     Skýrsla stjórnar um starfsemi sjóðsins á liðnu ári.
     2.     Ársreikningur sjóðsins lagðir fram til staðfestingar og mat tryggingastærðfræðings.
     3.     Kosning stjórnar.
     4.     Kosning löggiltra endurskoðenda sjóðsins.
     5.     Tillögur til breytinga á reglugerð sjóðsins ef fyrir liggja og mat tryggingastærðfræð ings á breytingunni.
     6.     Önnur mál.

Um skipun stjórnar og hlutverk.


6. gr.


    Stjórn lífeyrissjóðsins skal kjörin á aðalfundi skv. 2. gr. og skal skipuð fimm mönn um frá sjóðfélögum og fimm mönnum til vara úr sama hópi. Stjórnin kýs sér formann, en skiptir að öðru leyti sjálf með sér verkum. Stjórn sjóðsins fer með málefni hans milli aðalfunda. Stjórnin hefur almennt eftirlit með starfseminni og að hún sé í samræmi við lög, reglur settar samkvæmt lögum eða reglugerð eða samþykkt sjóðsins sjálfs og nægj anlegt eftirlit sé með bókhaldi og ráðstöfun eigna sjóðsins. Stjórn sjóðsins skal sjá til þess að tryggingastærðfræðingur þjónusti lífeyrissjóðinn skv. 8. gr. Stjórn sjóðsins skal sjá til þess að útreikningar og skýringar tryggingastærðfræðings skv. 8. gr. séu birt sjóðfélög um.
    Stjórn sjóðsins skal gæta hagsmuna sjóðfélaga í hvívetna og halda gerðabók um fundi sína sem sjóðfélögum er heimilt að kynna sér.

Um hæfi stjórnarmanna.


7. gr.


    Stjórnarmenn skulu vera búsettir hér á landi, hafa náð 20 ára aldri og hafa óflekkað mannorð og mega aldrei hafa verið sviptir forræði á búi sínu.
    Stjórnarmenn, sem búsettir eru í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, eru und anþegnir búsetuskilyrði skv. 1. mgr. Fjármálaráðherra getur veitt ríkisborgurum annarra ríkja sömu undanþágu.
    Stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar lífeyrissjóða mega ekki jafnframt eiga sæti í stjórn lögaðila sem lífeyrissjóðurinn á eignarhlut í.

Hlutverk tryggingastærðfræðings.


8. gr.


    Lífeyrissjóður skal tryggja sér þjónustu tryggingastærðfræðings sem hefur á hendi nauðsynlega tryggingatæknilega útreikninga og athuganir fyrir sjóðinn. Sá einn má taka að sér slíkt starf fyrir lífeyrissjóð sem hlotið hefur viðurkenningu bankaeftirlitsins.
    Tryggingastærðfræðingur skal reikna út áhvílandi skuldbindingar sjóðsins. Hann skal reikna út árlega stöðu lífeyrissjóðsins með tilliti til eigna og skuldbindinga enda fylgi út reikningur hans ársreikningi sjóðsins ásamt skýringum hans. Sé fyrirsjáanlegt að skuld bindingar sjóðsins séu meiri en eignir og líklegt að sjóðurinn nái ekki jafnvægi án beinna aðgerða ber honum að leggja til við stjórn sjóðsins tillögur til úrbóta. Ef breytingar eru gerðar á reglugerð eða samþykkt lífeyrissjóðsins skal hann geta um áhrif breytinga á stöðu sjóðsins og réttindi sjóðfélaga. Tryggingastærðfræðingur skal kappkosta að gera samanburð á réttindavernd viðkomandi sjóðs á hverjum tíma og því sem almennt gerist í lífeyrissjóðakerfinu og fyrst og fremst gæta hagsmuna sjóðfélaga í ráðleggingum sín um til stjórnar sjóðsins.
    Tryggingastærðfræðingur lífeyrissjóðs getur krafist allra gagna og upplýsinga af sjóðn um til að hann geti innt starf sitt af hendi. Hann getur krafist þess að stjórnin sé kölluð saman og hefur að jafnaði rétt til að vera viðstaddur og tjá sig á fundum stjórnar. Sé hann ekki sammála ákvörðun stjórnar hefur hann rétt til að láta skrá álit sitt í gerðabók sjóðs ins.
    Komist tryggingastærðfræðingur að því í starfi sínu að lífeyrissjóður fari ekki eftir settum reglum varðandi framangreind atriði eða lagaákvæðum sem um lífeyrissjóði gilda skal hann tafarlaust tilkynna það bankaeftirlitinu og gefa skýrslu á aðalfundi.

Um skuldbindingar lífeyrissjóðsins.


9. gr.


    Stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóra er óheimilt að að láta sjóðinn ganga í ábyrgð ir né taka á sig aðrar skuldbindingar en getið er um í reglugerð eða samþykktum sjóðs ins.
    Í viðskiptum lífeyrissjóðsins, t.d. vegna útlána, við stjórn sjóðsins, framkvæmdastjóra eða starfsmenn hans, svo og maka þeirra, skal gæta þess:
     1.     að viðskiptin séu sérstaklega skráð í gerðabók stjórnar,
     2.     að stjórnir lífeyrissjóðanna fái kerfisbundnar upplýsingar um viðskiptin og staðfesti þau.
    Lífeyrissjóðir skulu setja sér verklagsreglur um viðskipti skv. 1. mgr. og skulu þær staðfestar af bankaeftirlitinu.

Lögbundnir lífeyrissjóðir.


10. gr.


    Lög þessi gilda um eftirfarandi lífeyrissjóði sem kveðið er á um í lögum:
     1.     Lífeyrissjóð bænda, sbr. lög nr. 50 frá 1984.
     2.     Lífeyrissjóð sjómanna, sbr. lög nr. 94 frá 1994.
     3.     Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, sbr. lög nr. 95 frá 1980.

Viðurlög.


11. gr.


    Brot gegn lögum þessum varða sektum eða fangelsi allt að einu ári nema þyngri refs ing liggi við broti samkvæmt almennum hegningarlögum.
    Með brot á lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála.

Gildistaka.


12. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1996. Við gildistöku þeirra falla brott 3. gr. laga nr. 50 frá 1984, um Lífeyrissjóð bænda, og 3. gr. laga nr. 95 frá 1980, um Söfnunarsjóð líf eyrisréttinda.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er flutt í þeim tilgangi að setja skýrar reglur um stjórnun lífeyris sjóða. Í núverandi löggjöf er ekki að finna nein almenn ákvæði um stjórn lífeyrissjóða eða skipulag. Í ríkjandi fyrirkomulagi, sem fram kemur í nær öllum tilvikum í reglugerðum eða samþykktum lífeyrissjóðanna, hefur sjóðfélaginn ekki beina aðild að stjórnun við komandi lífeyrissjóðs.
    Lífeyrissjóðir voru í árslok 1993 78, þar af 66 sameignarsjóðir og 12 séreignarsjóð ir. Ráðstöfunarfé allra þessara sjóða árið 1993 var 39,3 milljarðar kr. og var talið verða um 42,7 milljarðar kr. árið 1994 samkvæmt útreikningum Seðlabanka Íslands. Árið 1993 keyptu lífeyrissjóðirnir skuldabréf fyrir 37,6 milljarða kr., bæði markaðsbréf og skulda bréf einstaklinga og fyrirtækja, en sjóðirnir keyptu hlutabréf fyrir 793 millj. kr. Á árinu 1993 voru heildareignir lífeyrissjóðanna um 208,7 milljarðar kr.
    Hverjum launamanni ber skylda til þess að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð sinn ar starfsstéttar samkvæmt lögum nr. 55 frá 1980 um starfskjör launafólks og skyldu tryggingu lífeyrisréttinda. Í dag er þetta framlag 10% af launum og skiptist þannig að launamaður greiðir 4% en atvinnurekandi 6%.
    Samkvæmt skýrslu bankaeftirlitsins fyrir 1993 greiddu 130.123 einstaklingar iðgjald í lífeyrissjóði landsins í nóvember það ár. 19.976 einstaklingar greiða í Lífeyrissjóð rík isstarfsmanna og 17.026 einstaklingar greiða í Lífeyrissjóð verslunarmanna, en þriðji stærsti sjóðurinn miðað við fjölda virkra sjóðfélaga er Söfnunarsjóður lífeyrissréttinda með 14.253 einstaklinga.

Núverandi tilhögun á vali stjórnarmanna.
    Eins og sagði hér að framan er ekki að finna almenn efnisákvæði í löggjöf um efni þessa frumvarps. Hins vegar er í lögum um tiltekna lífeyrissjóði að finna ákvæði er lýt ur að skipun stjórnar viðkomandi lífeyrissjóðs. Þannig er í 3. gr. laga nr. 50 frá 1984, um Lífeyrissjóð bænda, eftirfarandi ákvæði:
    „Ráðherra, er fer með málefni lífeyrissjóða, skal skipa stjórn sjóðsins til fjögurra ára í senn. Skal stjórn skipuð fimm mönnum. Skal einn þeirra tilnefndur af Hæstarétti og skal hann vera formaður stjórnarinnar. Einn skal tilnefndur af ráðherra sem fer með landbún aðarmál, einn af stjórn Búnaðarfélags Íslands og einn af stjórn Stéttarsambands bænda en einn skipaður án tilnefningar. Varamenn skulu tilnefndir og skipaðir á sama hátt.“
    Samkvæmt þessu ákvæði er ekki ætlast til þess að sjóðfélagar hafi bein áhrif á val stjórnarmanna eða starfsemi sjóðsins yfirleitt. Lífeyrissjóðir, sem ekki hafa tiltekna lög gjöf að baki sér, hafa efnisákvæði um æðstu stjórn og setu fulltrúa á aðalfundi í reglu gerð eða samþykktum sínum. Almennt er það svo að sjóðfélagar hafa ekki beina aðild að aðalfundi sjóðsins eða fulltrúaráði sem er venjulega æðsta vald í málefnum lífeyrissjóða. Þetta er gert með mismunandi hætti eftir lífeyrissjóðum.

1. Reglugerð Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
    Í reglugerð Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir um stjórn sjóðsins:
    „Stjórn sjóðsins skal skipuð sex mönnum, þremur tilnefndum af stjórn Verslunar mannafélags Reykjavíkur og þremur tilnefndum af þeim samtökum vinnuveitenda sem að sjóðnum standa. Jafnmargir varamenn skulu tilnefndir á sama hátt.“
    Samkvæmt þessu ákvæði er það stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur og tiltek in samtök atvinnurekanda sem tilnefna stjórnarmenn. Sjóðfélagar fá ekkert tækifæri til að kjósa fulltrúa á aðalfund hvað þá kjósa menn í stjórn með beinni þátttöku í kosningu. Svo virðist reyndar að aðalfundur lífeyrissjóðsins sé ekki haldinn samkvæmt reglugerðinni. Enn fremur segir í reglugerðinni um breytingar á reglugerð sjóðsins:
    „Breytingar á reglugerð þessari eru samningsatriði milli Verslunarmannafélags Reykja víkur og þeirra samtaka vinnuveitenda sem að sjóðnum standa.“
    Sjóðfélaginn virðist því ekkert hafa með að gera breytingar á reglugerðinni heldur er þetta samningsatriði milli tilgreindra aðila.

2. Reglugerð Samvinnulífeyrissjóðsins.
    Í reglugerð Samvinnulífeyrissjóðsins segir um kosningu og stjórn sjóðsins:
    „Réttur til fundarsetu á aðalfundi er eftirfarandi: Hvert aðildarfyrirtæki sjóðsins kýs einn fulltrúa á fundinn og starfsmenn þess sömuleiðis einn fulltrúa.“
    Samkvæmt þessari reglugerð eiga almennir sjóðfélagar ekki rétt til setu á aðalfundi en eiga óbeinan aðgang með kjöri á tilteknum fulltrúum sem mæta á aðalfund og kjósa stjórn.

3. Reglugerð Sameinaða lífeyrissjóðsins.
    Í reglugerð Sameinaða lífeyrissjóðsins segir:
    „Atkvæðagreiðslur á ársfundi fara fram í fulltrúaráði og fara mættir fulltrúar laun þega og vinnuveitenda með helming atkvæða hvorir. Komi fram ósk um skipta atkvæða greiðslu frá öðrum hvorum aðila skal verða við því og þarf þá samþykki meiri hluta beggja. Sjóðfélagar hafa málfrelsi og tillögurétt.“
    Í umræddri reglugerð er sagt að: „fulltrúaráðið sé æðsta vald í málefnum sjóðsins . . .  “ en fulltrúaráðið sé valið þannig að „hvert stéttarfélag, sem aðild á að lífeyrissjóðnum . . .  kýs úr sínum hópi árlega tvo félagsmenn í ráðið. Þau aðildarfélög, sem hafa 500 sjóð félaga eða fleiri í sjóðnum, kjósa einn mann til viðbótar fyrir hverja 500 sjóðfélaga . . .  “ Síðan segir að: „samtök vinnuveitenda, sem aðild eiga að sjóðnum [tilnefni] jafnmarga fulltrúa úr sínum röðum og viðkomandi stéttarfélag kýs“. Samkvæmt þessari reglugerð hefur sjóðfélaginn einungis málfrelsi á aðalfundi en þó rétt til setu á fundinum. Einung is valdir fulltrúar hafa beinan atkvæðisrétt.

4. Reglugerð Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar.
    Í reglugerð Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar segir um stjórn sjóðsins:
    „Stjórn sjóðsins skal skipuð fjórum mönnum, Verkamannafélagið Dagsbrún og verka kvennafélagið Framsókn tilnefna hvort um sig einn mann og Vinnuveitendasamband Ís lands tilnefnir tvo menn.“
    Svo virðist sem stjórn sjóðsins sé ekki kosin á aðalfundi eða svokölluðum „fulltrúa fundi“ heldur sé um að ræða tilnefningu stjórna verkalýðsfélaganna og atvinnurekanda. Síðan segir í reglugerðinni um fulltrúafund: „Dagsbrún kýs 20 fulltrúa og Framsókn 15 fulltrúa til að mæta á fulltrúafund, er halda skal árlega. Hvort félag kýs einnig fimm vara fulltrúa. Fulltrúar skulu kosnir til eins árs í senn. Aðalfund fulltrúaráðsins skal halda ár lega, eigi síðar en mánuði eftir að reikningar undanfarandi árs eru tilbúnir. Fundinn skal boða með minnst sjö daga fyrirvara. Aukafund má boða með skemmri fyrirvara, en dag skrár skal geta í fundarboði. Fulltrúafundir teljast lögmætir er 2 / 3 fulltrúa eru mættir.“ Enn fremur segir í reglugerðinni: „Fulltrúafundur ræðir ársreikninga og önnur málefni lífeyr issjóðsins. Hann kýs endurskoðanda, . . .  og greiðir atkvæði um tillögur til breytinga á reglugerð sjóðsins . . .
    Eins og sjá má heimilar reglugerðin völdum fulltrúum að hafa áhrif á tilteknar ákvarð anir en ekki þá mikilvægustu, þ.e. val á stjórnarmönnum.

    Af skoðun þessara reglugerða sést að mismunandi háttur er hafður á um val á stjórn armönnum og jafnframt er mismunandi hvaða möguleika sjóðfélagar hafa til þess að kjósa stjórnarmenn eða taka þátt í öðrum ákvörðunum sem varða rekstur sjóðsins. Stjórnar menn eru annars vegar valdir með beinni tilnefningu stjórna aðila vinnumarkaðarins og hins vegar með kosningu valdra fulltrúa á aðalfundi sem síðan kjósa á aðalfundi. Sú reglugerð, sem að framan getur og lengst gengur í lýðræðisátt fyrir hinn almenna sjóð félaga, er reglugerð Sameinaða lífeyrissjóðsins sem kveður á um „málfrelsi og tillögu rétt“ til handa sjóðfélögum á aðalfundi. Engin reglugerðanna kveður á um beinan kosn ingarrétt á aðalfundi. Samkvæmt reglugerð Lífeyrissjóðs verslunarmanna er ekki sjáan legt að haldinn sé aðalfundur sjóðsins.

Um fjárfestingar lífeyrissjóðanna.
    Lífeyrissjóðirnir hafa enn sem komið er fjárfest mestan hluta eigna sinna í verðbréf um ýmiss konar, öðrum en hlutabréfum. Til skamms tíma fjárfestu lífeyrissjóðirnir nær eingöngu í ríkisskuldabréfum, húsbréfum og öðrum skuldabréfum með ríkisábyrgð enda ávöxtunin mjög góð miðað við áhættu af viðskiptum.
    Eftirfarandi er tafla sýnir skuldabréfaeign lífeyrissjóðanna eftir útgefendum skulda bréfanna (upphæðir eru í milljörðum kr.):
    Ríkissjóður          15,3
    Húsnæðisstofnun (húsbréf–húsnæðisbréf)          29,7
    Bankar og sparisjóðir          16,0
    Fyrirtæki          6,6
    Einstaklingar          34,9
    Eins og sjá má er stór hluti framangreindra verðbréfa með ábyrgð ríkissjóðs. Lífeyr issjóðirnir hafa hins vegar lánað fyrirtækjum um 6,6 milljarða kr. og einstaklingum tæpa 35 milljarða kr. Lífeyrissjóðirnir notuðu 2% af ráðstöfunarfé sínu árinu 1993 til kaupa á hlutabréfum eða 793 millj. kr. Á árinu 1992 keyptu sjóðirnir hins vegar hlutabréf fyrir 994 millj. kr.
    Á árinu 1993 var heildareign lífeyrissjóðanna í hlutabréfum í íslenskum fyrirtækjum 4,1 milljarður kr., eða 1,96% af eignum sjóðanna. Hlutabréfakaup lífeyrissjóðanna hafa þannig farið vaxandi hin síðari ár og þá um leið þátttaka lífeyrissjóðanna í íslensku at vinnulífi.
     Mismunandi er hversu mikið sjóðirnir hafa fjárfest í hlutabréfum. Þannig á sá sjóð ur sem mest hefur fjárfest í hlutabréfum, rúma 1,2 milljarða kr. í hlutabréfum en 41 sjóð ur hefur ekkert fjárfest í hlutabréfum. Þeir sjóðir, sem mest eiga, eru eftirfarandi lífeyr issjóðir:
    Eign     Hlutfall af heildar-     Hlutfall eigna
     hlutabréfa     eign hlutabréfa     viðkomandi
    í milljörðum kr.     lífeyrissjóðanna     lífeyrissjóða
Lífeyrissjóður verslunarmanna          1,231     29,6%     4,0%
Samvinnulífeyrissjóðurinn          0,511     12,3%     6,5%
Lífeyrissjóður Austurlands          0,433     10,4%     8,1%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn          0,377     9,0%     3,5%
Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar          0,253     6,9%     2,6%
Lífeyrissjóður Norðurlands          0,205     4,9%     2,9%
Samtals          3,013     72,5%     4,2%

    Fimm stærstu lífeyrissjóðirnir eiga um 72% af hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna og sá stærsti, Lífeyrissjóður verslunarmanna, um 30% af eign sjóðanna. Hins vegar er hluta bréfaeign hvers sjóðs sem hlutfall af eignum frá 2,6% upp í 8,1%.
    Samkvæmt þessu hafa lífeyrissjóðir mjög mikla fjármuni til ráðstöfunar til fjárfest inga og hafa nú þegar verulegra hagsmuna að gæta í íslensku atvinnulífi.

Tilhögun frumvarpsins.
    Þegar til þess er horft að um er að ræða skyldusparnað hluta launa launamanns sem launamaður afsalar sér í hendur þriðja aðila til langs tíma og lífeyrissjóðirnir hafa stór an hluta alls sparnaðar landsmanna verður að telja óeðlilegt að ekki liggi fyrir skýrar lagareglur um stjórn sjóðanna. Stjórnir lífeyrissjóðanna gæta því mikilla hagsmuna mjög margra aðila og miklu skiptir fyrir þá og reyndar þjóðfélagið allt að vel sé að verki staðið.
    Af þessum sökum telja flutningsmenn nauðsynlegt að svo sé búið um hnútana að hags munaaðilarnir, launamennirnir, velji þá aðila sem stjórna eiga þeim sjóði sem viðkom andi borgar til. Þetta gera þeir í samræmi við inneign sína (réttindi) hjá sjóðnum. Aðra leið mætti hugsa sér, þ.e. þá að inneign eða áunnin réttindi hjá sjóðnum ráði ekki at kvæðavægi hvers sjóðfélaga heldur hefði hver sjóðfélagi eitt atkvæði óháð rétti sínum í sjóðnum. Jafnframt kveður frumvarpið á um að stjórnarmenn skuli vera sjóðfélagar en ekki utanaðkomandi aðilar. Þannig hafa stjórnarmenn beina hagsmuni af rekstri sjóðs ins og afkomu. Sjóðfélaginn er sá sem unnið hefur fyrir lífeyrissjóðsframlaginu og á að njóta þess lífeyris sem þetta framlag mun á endanum skila honum að lokinni starfsævi. Endanleg fjárhæð þess lífeyris, sem hann mun fá, ræðst af þeim höfuðstól sem sjóðfé laginn greiðir til sjóðsins, ávöxtun þess framlags auk þeirrar tryggingalegu útjöfnunar sem á sér stað í sameignarsjóðum.
    Það virðist staðreynd að aðgangur sjóðfélaga lífeyrissjóðanna er takmarkaður þannig að sjóðfélagarnir hafa ekki beina aðild að aðalfundi eða fulltrúaráði heldur eru tilteknir aðalfundarfulltrúar kosnir sérstaklega til setu á aðalfundi eða stjórnir aðila vinnumark aðarins tilnefna beint aðila í stjórn lífeyrissjóðanna.
    Hér er um óeðlilega tilhögun að ræða sem hefur leitt meðal annars til þess að sjóð félagar hafa lítinn áhuga á réttindum sínum og hagsmunum í tilteknum sjóðum eða líf eyrissjóðsþátttöku yfirleitt þrátt fyrir skylduaðild lögum samkvæmt. Jafnframt telja flutn ingsmenn nauðsynlegt að hver sjóðfélagi geti átt þess kost að kynna sér að eigin raun málefni sjóðsins milliliðalaust, sérstaklega þar sem mikil umræða er um málefni lífeyr issjóðanna og breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Hitt er og mikilvægt að staða sumra sjóða er þannig að þeir eiga ekki fyrir skuldbindingum sínum og sjóðfélagi á heimtingu á beinni vitneskju um stöðu viðkomandi sjóðs.
    Sé einhver tilgangur með framangreindri takmörkun, sem þó er ekki sjáanlegur, gagn vart sjóðfélögum verður slíkur tilgangur að víkja fyrir þeim miklu hagsmunum sem sjóð félaginn hefur af beinni og milliliðalausri vitneskju um málefni sjóðanna og kosningar rétti hans. Svo virðist sem fyrirkomulagið sé þannig byggt upp að aðilar vinnumarkað arins, viðkomandi stéttarfélög og félög atvinnurekanda, geti ráðið sem mestu um mál efni lífeyrissjóðanna með beinum tilnefningum eða með því að velja tiltekna fulltrúa sjóð félaga á aðalfundinn eða í fulltrúaráðið sem síðan kýs stjórn sjóðsins. Annar tilgangur er ekki sjáanlegur.
    Það er því nauðsynlegt að virkja hvern sjóðfélaga til vitundar um réttindi sín og skyld ur hvað lífeyrissjóðina varðar. Flutningsmenn telja að það verði best gert með beinni þátt töku sjóðfélaga á aðalfundi þar sem hann getur komið skoðunum sínum á framfæri og framkvæmt vilja sinn með atkvæðisrétti sínum. Með tilhögun frumvarpsins munu sjóð félagar enn fremur veita stjórn lífeyrissjóðsins nauðsynlegt aðhald í ákvarðanatöku um málefni sjóðsins.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir tilteknu hlutverki stjórnarinnar. Það er hennar meginhlut verk að gæta þess að starfsemi sjóðsins sé í samræmi við lög og reglugerðir sem um líf eyrissjóði gilda. Hér er auðvitað mikilvægt að huga vel að lögum um ársreikninga og end urskoðun lífeyrissjóða, nr. 27 frá 1991. Jafnframt ber að hafa í huga að nokkrir lífeyr issjóðir eru stofnaðir samkvæmt lögum.
    Gert er ráð fyrir að stjórn sjóðsins gæti þess að starfsemi sjóðsins fari eftir reglugerð eða samþykktum lífeyrissjóðsins sjálfs. Þetta er mikilvægt ákvæði þar sem komið hef ur fyrir að stjórnir lífeyrissjóða hafa ekki framfylgt ákvæðum í reglugerðum sínum eins og fram kemur í skýrslu bankaeftirlitsins frá 1991 um tryggingafræðilegar úttektir.
    Þess er sérstaklega getið að stjórn sjóðsins skuli hafa í sinni þjónustu tryggingastærð fræðing sem geri tryggingafræðilegar athuganir á rekstri og stöðu sjóðsins og stjórninni beri að kynna sjóðfélögum þessa útreikninga. Sérstakt ákvæði er um hlutverk trygginga stærðfræðings sem þjónusti sjóðinn og sé stjórn sjóðsins til ráðgjafar en gæti þó fyrst og fremst hagsmuna sjóðfélaga og sé þannig aðhald gagnvart stjórn sjóðsins. Meginhlut verk tryggingastærðfræðings samkvæmt frumvarpinu verður útreikningur á stöðu sjóðs ins á hverjum tíma hvað varðar eignir og skuldbindingar. Mikill misbrestur hefur verið á slíkum reglulegum útreikningi en í skýrslu bankaeftirlitsins fyrir árið 1992 um fram kvæmd tryggingafræðilegrar úttektar sagði:
    „Eitt af því sem ætlast er til að að fram komi í ársreikningi lífeyrissjóðs er mat á líf eyrisskuldbindingum sem hvíla á honum. Slíkt mat er forsenda þess að unnt sé að gera sér grein fyrir fjárhagsstöðu sjóðsins. Mat skuldbindinga kemur fram í úttektum trygg ingastærðfræðinga. Flestir eða allir lífeyrissjóðir, sem starfa með sameignarformi, hafa í reglugerðum sínum ákvæði um að tryggingafræðileg úttekt skuli fara fram með tilteknu millibili, oftast þriðja eða fimmta hvert ár. Nokkur misbrestur er á því að þau ákvæði hafi verið framkvæmd.“
    Í skýrslu bankaeftirlitsins um lífeyrissjóði fyrir árið 1993 er áréttuð nauðsyn þess að tryggingafræðilegar úttektir fari fram og þess getið jafnframt að tveir sjóðir hafi ekki enn framkvæmt slíka úttekt. Ákvæði 8. gr. í frumvarpi þessu um hlutverk tryggingastærð fræðings er hliðstætt 37. gr. laga nr. 60 frá 1994, um vátryggingastarfsemi.
    Í frumvarpinu er það sérstaklega áréttað að stjórn sjóðsins skuli gæta hagsmuna sjóð félaganna. Þetta er mjög mikilvæg leiðbeiningarregla ef upp kunna að koma aðstæður þar sem aðrir hagsmunir gætu ráðið ferðinni.
    Sérstakt ákvæði er um hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra. Hér er um að ræða almennt hæfi þessara aðila til að gegna þessum trúnaðarstörfum. Þessi ákvæði eru sam bærileg öðrum ákvæðum laga um hæfi forráðamanna lögaðila.
    Jafnframt er sett inn í frumvarpið sérstakt ákvæði um setu forráðamanna lífeyrissjóða í stjórnum annarra lögaðila. Eins og að framan getur eiga lífeyrissjóðir miklar eignir bundnar í innlendum hlutabréfum eða um 4,1 milljarð kr. en sex sjóðir eiga um 72,5% þessarar fjárhæðar en einn sjóður á 30% eða 1,2 milljarða kr. Slík hlutabréfaeign kall ar í mörgum tilvikum á bein afskipti með setu í stjórn hlutafélaga, bæði stórra og smárra. Í janúar 1995 kom út skýrsla á vegum Samkeppnisstofnunar sem vekur sérstaka athygli á umfangi lífeyrissjóðanna á fjármagnsmarkaði. Í skýrslunni segir „Fjárfesting lífeyris sjóðanna í fyrirtækjum leiðir gjarnan af sér stjórnarsetur í þeim. Þar er um að ræða til vik, reyndar eitt af mörgum, þar sem einstaklingar fá völd í fyrirtækjum án þess að þeir eigi sjálfir í þeim. Þá kemur í ljós sú tilhneiging að Samvinnulífeyrissjóðurinn fjárfest ir frekar í fyrirtækjum sem áður höfðu tengsl við Samband íslenskra samvinnufélaga. Líf eyrissjóður verslunarmanna fjárfestir aftur á móti gjarnan í „blokk“ sem tengist einka rekstri. Því er eðlilegt að spurt sé: Var hreint arðsemismat haft að leiðarljósi við fjár festinguna? Með fjárfestingu er hér átt við að lífeyrissjóðir eignist eignarhlutdeild í fyr irtækjum.“
    Vegna smæðar atvinnulífsins er slík samþjöppun valds, eins og orðin er staðreynd, varasöm. Alkunna er að óheppilegt getur verið að tengsl séu milli lögaðila í gegnum stjórnarsetur. Hætta getur verið á því að hagsmunir eins aðila víki þar sem þeir stang ast á við hagsmuni annars eða annarra aðila. Flutningsmenn þessa frumvarps telja jafn framt að nauðsynlegt sé að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í íslensku atvinnulífi í ríkum mæli. Þessar staðreyndir kalli hins vegar á skýrar lagareglur. Til að minnka líkur á slíkum hags munaárekstrum er sett bann við setu stjórnarmanna og framkvæmdastjóra í stjórnum lög aðila sem lífeyrissjóðurinn hefur fjárfest í. Enn fremur er sérstakt ákvæði um sérstaka til högun ef um er að ræða viðskipti forráðamanna lífeyrissjóðsins við sjóðinn sjálfan.
    Gert er ráð fyrir því að efnisákvæði frumvarpsins nái til þeirra lífeyrissjóða sem starfa eftir lögum nr. 55 frá 1980 og einnig til sjóða sem starfa eftir tilteknum lögum. Frum varp þetta tekur þó ekki til lífeyrissjóða sem launagreiðendur ábyrgjast skuldbindingar fyrir. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti sjóðurinn sem frumvarp þetta nær til en í nóvember sl. greiddu 17.029 einstaklingar iðgjald til sjóðsins.
    Það er álit flutningsmanna að efnisákvæði þessa lagafrumvarps ættu heima í heild arlöggjöf um lífeyrissjóðina en þar sem ekki virðist líklegt miðað við reynslu fyrri ára að löggjafinn muni koma sér saman um slíka löggjöf er þess freistað að um þessi mikil vægu efnisatriði geti orðið sátt með frumvarpi þessu enda nauðsynlegt að um þessi efn isatriði gildi löggjöf lífeyrissjóðum landsins til leiðbeiningar.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í þessari lagagrein er kveðið á um það til hvaða lífeyrissjóða lögin taka. Lögin taka til sameignar- og séreignarsjóða. Samkvæmt skýrslu bankaeftirlitsins fyrir árið 1993 kem ur fram að sameignarsjóðir eru 66 en séreignarsjóðir 12. Séreignarsjóðir bjóða ekki upp á tryggingavernd eins og sameignarsjóðir gera. Skv. 2. gr. laga nr. 55 frá 1980 er öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps, enda starfi lífeyrissjóður inn samkvæmt sérstökum lögum eða reglugerð sem staðfest hefur verið af fjármálaráðu neytinu. Samkvæmt þessari grein taka lögin til þessara lífeyrissjóða. Lögin taka hins veg ar ekki til lífeyrissjóða sem hafa ábyrgð launagreiðenda á skuldbindingum sínum. Rök eru fyrir því að þessir sjóðir lúti þeirri stjórn sem ákveðin var í upphafi. Þessir sjóðir eru eft irfarandi: 1. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, 2. Eftirlaunasjóður Landsbanka og Seðla banka, 3. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna, 4. Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands hf., 5. Eftirlaunasjóður starfsmanna Íslandsbanka hf., 6. Lífeyrissjóður starfsmanna Kópa vogskaupstaðar, 7. Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, 8. Eftirlaunasjóður Hafn arfjarðarkaupstaðar, 9. Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar, 10. Eftirlaunasjóður Keflavík urkaupstaðar, 11. Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands, 12. Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurbæjar,13. Lífeyrissjóður Neskaupstaðar, 14. Lífeyrissjóður starfs manna Vestmannaeyjakaupstaðar, 15. Lífeyrissjóður starfsmanna Sjóvátryggingafélags Ís lands, 16. Lífeyrissjóður alþingismanna, 17. Lífeyrissjóður ráðherra, 18. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar og 19. Eftirlaunasjóður starfsmanna Búnaðarbanka Ís lands.
    Hins vegar taka lögin til lífeyrissjóða sem starfa samkvæmt lögum en hafa ekki ábyrgð launagreiðanda, sjóða eins og Lífeyrissjóðs sjómanna, Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda og Lífeyrissjóðs bænda.

Um 2. gr.


    Hér er kveðið á um að aðalfundur sé æðsta vald í málefnum lífeyrissjóðs. Í 3. gr. lag anna er kveðið á um að allir launamenn eigi atkvæðisrétt á aðalfundi viðkomandi lífeyr issjóðs. Þess vegna er mikilvægt að fundarboð berist sjóðfélögum og ef vel á að vera með nokkrum fyrirvara. Í greininni er því gert ráð fyrir að fundarboðið berist 15 dögum fyr ir aðalfund. Nægjanlegt er að póstleggja fundarboðið innan 15 daga fyrir fund.
    Vilji stjórn eða sjóðfélagi leggja fram tillögu, sem kveðið er á um í 2. mgr., ber mönn um að gera slíkt 25 dögum fyrir aðalfund þannig að sjóðfélögum gefist kostur á að kynna sér tillögurnar enda fylgi þær fundarboði sem senda á 15 dögum fyrir aðalfund. Ef breyt ingar á samþykktum eða reglugerðum leiða til breytinga á skuldbindingum eða réttind um sjóðfélaga getur tryggingastærðfræðingur metið þær breytingar innan 15 daga frests ins enda á matið að fylgja fundarboði skv. 4. gr.
    Í 3. mgr. segir að setja megi nánari reglur um framkvæmd kosninga á aðalfundi. Til teknir lífeyrissjóðir vildu hugsanlega setja ákvæði í reglugerð um bréflegar kosningar fyr ir aðalfund til hagræðingar fyrir sjóðfélagana. Óeðlilegt væri að banna slíkt ef sjóðfé lagarnir sjálfir hafa samþykkt slíkt fyrirkomulag með þeim meiri hluta sem tilskilinn er.

Um 3. gr.


    Launamenn eru sjóðfélagarnir enda greiði þeir lífeyrissjóðsframlag sitt í viðkomandi sjóð. Atkvæðisréttur á aðalfundi er því bundinn við þessa aðila. Misjafnt er hvernig líf eyrissjóðir reikna út réttindi sjóðfélaga. Séreignasjóðir miða við fjárhagslega inneign en sameignasjóðir reikna réttindi til stiga. Réttindaútreikningur sjóðfélaga kemur fram í sam þykktum eða reglugerð viðkomandi lífeyrissjóðs. Í 3. gr. er gert ráð fyrir að miða eigi at kvæðisrétt sjóðfélaga við stigaútreikning ef um slíkt er að ræða hjá viðkomandi sjóði eða fjárhagslega inneign viðkomandi sem hlutfall af heildarinneign í sjóðnum ef um séreign arsjóð er að ræða. Miða skal atkvæðisrétt á aðalfundi við réttindi sjóðfélaga við síðustu áramót. Almennt er gert ráð fyrir einföldum meiri hluta greiddra atkvæða við atkvæða greiðslu á aðalfundi. Í 3. mgr. er þó gert ráð fyrir 2 / 3 hlutum greiddra atkvæða enda er um að ræða breytingar á reglugerð eða samþykkt sjóðsins.

Um 4. gr.


    Svo að sjóðfélagi geti tekið afstöðu til þeirra málefna sem ákvarða á á aðalfundi þarf hann að fá tíma til að kynna sér efnisatriði þeirra. Í 4. gr. er því gert ráð fyrir að tiltek in gögn séu send með fundarboði innan þess frest sem getið er um í 1. mgr. 2. gr.
    Mjög mikilvægt er að sjóðfélaginn fái fundarboðið og gögnin í hendur og fái þannig vitneskju um fundinn. Hins vegar getur verið erfitt að hafa upp á heimilisfangi sjóðfé laganna. Af þeim sökum gerir ákvæðið ráð fyrir að það heimilisfang, sem getið er um í þjóðskrá, skuli ráða ef upp kemur vafi um aðsetur sjóðfélaga.

Um 5. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 6. gr.


    Í þessari grein er það áréttað að stjórn sjóðsins beri að framfylgja lögum og reglum sem gilda um viðkomandi lífeyrissjóð. Þannig ber sjóðsstjórninni að gæta hagsmuna sjóð félaganna við ávöxtun eigna sjóðsins en ákvæði um ávöxtun eigna er venjulega að finna í reglugerðum eða samþykktum lífeyrissjóðanna. Mikilvægt er að tryggingastærðfræði legar úttektir liggi til grundvallar við stjórnun lífeyrissjóðsins og að þær séu gerðar með reglulegu millibili. Þetta er ekki einungis mikilvægt fyrir stjórnina sjálfa við stjórnun sjóðsins heldur einnig mikilvægt fyrir sjóðfélagann sjálfan að vita um stöðu sjóðsins. Af þessum sökum ber stjórn viðkomandi lífeyrissjóðs ábyrgð á því að upplýsingar trygg ingastærðfræðings séu birtar sjóðfélögunum. Stjórn sjóðsins er gert skylt að halda gerða bók um athafnir sínar og ákvarðanir sem sjóðfélagar eiga fullan aðgang að.

Um 7. gr.


    Í 1. mgr. er gert ráð fyrir að stjórnarmenn fullnægi almennum hæfisskilyrðum. Í 3. mgr. ákvæðisins er hins vegar gert ráð fyrir sérstökum hæfisskilyrðum. Þar er kveðið á um að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri í lífeyrissjóði megi ekki jafnframt eiga sæti í fyrirtæki sem lífeyrissjóðurinn hefur fjárfest í. Rökin fyrir þessu ákvæði eru þau að ávöxtun eigna lífeyrissjóðsins eigi að ráða fjárfestingum sjóðsins en ekki aðrir hagsmun ir. Þegar stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar eiga kost á stjórnarsetu og launum henni samfara getur skapast hætta á hagsmunaárekstrum og að hagsmunir sjóðfélaga verði þannig fyrir borð bornir.

Um 8. gr.


    Mikilvægt að vita nákvæmlega hvaða skuldbindingar hvíla á viðkomandi lífeyris sjóði. Í þessari grein er nánar kveðið á um starf tryggingastærðfræðings sem gerir slík ar úttektir. Helsta hlutverk tryggingastærðfræðings er að reikna út stöðu lífeyrissjóðsins með tilliti til eigna og þeirra skuldbindinga sem hvíla á lífeyrissjóðnum. Í greininni er kveðið á um rétt tryggingastærðfræðings til að fá upplýsingar og ræða við stjórn sjóðs ins um niðurstöður sínar. Telji hann stjórn sjóðsins ekki fara eftir settum reglum getur tryggingastærðfræðingur tilkynnt bankaeftirlitinu um slíkt og gefið um það skýrslu á að alfundi. Tryggingastærðfræðingurinn veitir þannig stjórn lífeyrissjóðsins aðhald og á þess kost að upplýsa sjóðfélagana milliliðalaust, enda ber honum að gæta hagsmuna þeirra í hvívetna.

Um 9. gr.


    Í þessari grein er gerð sú krafa að fram komi í reglugerð eða samþykktum sjóðsins sér stök heimild fyrir skuldbindingum lífeyrissjóðsins í þágu stjórnar sjóðsins eða fram kvæmdastjóra. Hér gæti verið um það tilvik að ræða að umræddir aðilar fengju lán hjá viðkomandi lífeyrissjóði. Rökin fyrir þessari reglu er sú að viðkomandi aðilar eru báðum megin borðs í þessum tilvikum. Hins vegar er eðlilegt að heimila slíkt með þeim regl um sem sjóðfélagarnir sjálfir hafa samþykkt í reglugerð eða samþykktum sjóðsins. Í 2. mgr. ákvæðisins er þess getið að viðskipti lífeyrissjóðsins við starfsmenn, framkvæmda stjóra, stjórnarmenn og maka þeirra skuli skráð og upplýsingar um þessi viðskipti ber ist kerfisbundið til stjórnar. Nauðsynlegt er fyrir alla aðila að fyrir liggi sannanir fyrir viðskiptunum. Jafnframt er mikilvægt fyrir stjórn viðkomandi lífeyrissjóðs að vita um viðskiptin hverju sinni enda er stjórn sjóðsins æðsta vald lífeyrissjóðsins milli aðalfunda.
    Í 3. mgr. er sett sú regla að verklagsreglur skuli vera til um þessi viðskipti starfs manna og þeirra aðila sem reglugerð eða samþykktir sjóðsins heimila viðskipti við ann ars vegar og lífeyrissjóðsins hins vegar.

Um 10. gr.


    Í þessari grein er vakin athygli á þeim sjóðum sem frumvarpið tekur til og starfa sam kvæmt sérstökum lögum. Greinin hefur ekki að geyma tæmandi talningu á þeim sjóð um sem frumvarpið á við um. Greinin þarfnast ekki skýringa að öðru leyti.

Um 11. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.