Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 197 . mál.


668. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Braga Guðbrandsson frá félagsmála ráðuneyti og Drífu Pálsdóttur frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Málið er liður í endurskipu lagningu barnaverndarmála sem nefndin ræddi sl. haust í tengslum við fjárlagafrumvarpið og komu þá á fund hennar frá félagsmálaráðuneyti Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri og Hún bogi Þorsteinsson skrifstofustjóri og Áskell Kárason, forstöðumaður Unglingaheimilis ríkisins. Umsagnir bárust frá Sýslumannafélagi Íslands, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Félags málastofnun Kópavogskaupstaðar, landsnefnd um ár fjölskyldunnar 1994, barnaverndarnefnd Reykjavíkur, Barnaheillum, Lögmannafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
    Frumvarpið er liður í endurskipulagningu barna- og unglingamála. Unglingaheimili ríkisins verði lagt niður en í stað þess komi annars vegar barnaverndarstofa er starfi undir stjórn félags málaráðuneytis og hins vegar móttöku- og meðferðarstöð fyrir unglinga. Meðal hlutverka barnaverndarstofu er að veita heimilum, stofnunum og barnaverndarnefndum leiðbeiningar og hafa með þeim eftirlit.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirtöldum breytingum:
     1 .     Lögð er til breyting á 14. gr. og 5. mgr. 16. gr. laganna með hliðsjón af því hlutverki sem dómstólar hafa eftir aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði og samkvæmt nýrri rétt arfarslöggjöf, en þeir hafa nú ekki lengur með höndum rannsóknarhlutverk. Hvað snertir breytingar á 14. gr. eru ákvæði 2. og 3. mgr. víðtækari en 1. mgr. að því leyti að þær taka ekki eingöngu til mála þar sem grunur leikur á að refsiverður verknaður hafi verið framinn af barni eða gegn því heldur einnig til mála þar sem tekin er skýrsla af barni sem vitni. Ákvæði um rétt foreldris til að vera viðstatt skýrslutöku af barni styðst við b-lið iii) í 2. mgr. 40. gr. samnings um réttindi barnsins. Synjun lögreglu um að foreldri fái að vera við statt væri unnt að bera undir dómstóla, sbr. 75. gr. laga um meðferð opinberra mála.
     2 .     Lagt er til að 5. gr. verði breytt þannig að felld verði niður heimild í 3. mgr. 22. gr. laganna um að vista megi ungmenni 16-18 ára annars staðar en á sjúkrahúsi gegn vilja þeirra vegna vímuefnaneyslu. Lögræðislög eru skýr hvað þetta varðar; maður verður ekki sviptur frelsi sínu nema um sé að ræða mjög alvarlegt sjúkdómsástand hans og læknar telji óhjákvæmi legt að hann verði vistaður á sjúkrahúsi, sbr. 13. gr. lögræðislaga.
     3 .     Lögð er til breyting á 48. gr. laganna en þar segir að ef beita verði valdi til að hrinda ákvörðun barnaverndarnefndar eða barnaverndarráðs í framkvæmd samkvæmt lögunum heyri slík valdbeiting undir sýslumann ef brýna nauðsyn ber til. Lagt er til að í stað orðsins „sýslumanns“ komi „lögreglu“.
     4 .     Lagt er til að bætt verði við 10. og 11. gr. ákvæðum sem taka til vistforeldra barna í sveit. Til þess að réttarstaða þessa fólks verði skýr er lagt til að kveðið verði á um þessa starfsemi í lögunum og heimilt verði að setja reglugerð um hana, þar á meðal um skilyrði til leyfis veitingar vegna starfseminnar. Í reglugerð þarf enn fremur að skilgreina nánar um hvers konar heimili sé að ræða til að greina þau nánar frá heimilum skv. b-lið 10. gr. frumvarps ins.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með þessum breytingum sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 15. febr. 1995.



    Gísli S. Einarsson,     Eggert Haukdal.     Einar K. Guðfinnsson.
    form., frsm.          

    Sigbjörn Gunnarsson.     Guðjón Guðmundsson.     Jón Helgason,
              með fyrirvara.

    Jón Kristjánsson,     Guðrún J. Halldórsdóttir,     Kristinn H. Gunnarsson,
    með fyrirvara.     með fyrirvara.     með fyrirvara.