Ferill 329. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 329 . mál.


734. Nefndarálitum frv. til l. um leigubifreiðar.

Frá samgögnunefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Helga Jóhannesson, lögfræðing í sam gönguráðuneyti, Sigfús Bjarnason formann og Unni Sverrisdóttur framkvæmdastjóra Frama, Helga Stefánsson formann og Guðmund Kr. Jónsson framkvæmdastjóra Landssambands vöru bifreiðastjóra, Pétur Maack Pétursson stjórnarformann og Ingólf Finnbjörnsson framkvæmda stjóra Trausta, félags sendibifreiðastjóra, Kjartan Haraldsson varaformann og Rúnar Jónsson, stjórnarmann í Framabraut, félagi launþega í leiguakstri, Sigurð Sigurjónsson, formann Átaks, Guðjón Andrésson leigubifreiðastjóra og Sigurgeir Aðalgeirsson formann og Guðmund Arn aldsson framkvæmdastjóra Landvara.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sér stöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1 .     Lögð er til breyting á 3. gr. frumvarpsins til samræmis við breytingu á 5. mgr. 7. gr. sem er greint frá hér á eftir.
     2 .     Lagt er til að skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis skv. 2. mgr. 6. gr. verði þrengt þannig að umsækjandi þurfi að hafa stundað leiguakstur á fólki í a.m.k. eitt ár. Nefndin telur eðlilegt að þessir aðilar hafi einhvern forgang fram yfir hópbifreiðastjóra en nú er hvers konar starfsreynsla við akstur á fólki, hvort sem um hópferðabifreiðar eða leigubifreiðar er að ræða, metin að jöfnu. Jafnframt er lagt til að halda skuli námskeið fyrir umsækjendur á þeim svæðum þar sem fjöldatakmörkun er í gildi nema sérstakar ástæður mæli á móti því, t.d. kostnaður við að halda námskeið á minni stöðum úti á landi.
     3 .     Þá eru lagðar til tvær breytingar á 7. gr. frumvarpsins. Í fyrsta lagi að aðeins ráðherra geti sett reglur um undanþágur skv. 2. mgr. en honum sé síðan heimilt að fela því félagi er stærst er á hverjum stað að annast framkvæmdina, í samráði við umsjónarnefnd. Bifreiða stjórar geti síðan áfrýjað ákvörðunum viðkomandi félags til umsjónarnefndar. Ákvarðanir umsjónarnefndar um slíkar kærur eru endanlegar og verða ekki kærðar innan stjórnsýsl unnar. Í öðru lagi vill nefndin gefa þeim sem hafa heilsu til kost á að aka leigubifreið allt til 75 ára aldurs á grundvelli læknisskoðunar og sérstaks hæfnisprófs. Í þessu sambandi skal tekið fram að það er skoðun nefndarinnar að þeir bifreiðastjórar, sem misst hafa at vinnuleyfi vegna aldurs frá því að aðlögunartími samkvæmt lögum nr. 77/1989, um leigu bifreiðar, rann út, eigi sama rétt á grundvelli ákvæðisins til að fá endurnýjað atvinnuleyfi og þeir sem verða 71 árs eftir að frumvarp þetta verður að lögum.
     4 .     Nefndin leggur til að það verði félag eða félög bifreiðastjóra sameiginlega sem eigi tilnefningarrétt í umsjónarnefndina en ekki bifreiðastöðvarnar sjálfar.
     5 .     Lagt er til að bætt verði við 2. mgr. 12. gr. nokkrum orðum til að taka af allan vafa um að engin breyting verði á takmörkunum á fjölda bifreiða á hverju svæði fyrr en slíkt hefur ver ið ákveðið af bærum aðilum.
     6 .     Loks er lagt til að ákvæði til bráðabirgða verði gert skýrara hvað snertir að þeir aðilar sem verða 71 árs á yfirstandandi ári missi við það réttindi sín, eins og gert er ráð fyrir í gildandi lögum, nema þeir hafi ekki sætt aldurstakmörkunum, en þá helst leyfið til ársloka 1995. Fyrrgreindir aðilar geta þó haldið akstri áfram til 75 ára aldurs standist þeir læknispróf og hæfnisskoðun á grundvelli 7. gr.

Alþingi, 21. febr. 1995.    Pálmi Jónsson,     Petrína Baldursdóttir,     Guðni Ágústsson.
    form., frsm.     með fyrirvara.     

    Árni Johnsen.     Stefán Guðmundsson.     Jóhann Ársælsson.

    Egill Jónsson.     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.     Sturla Böðvarsson.