Ferill 398. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 398 . mál.


739. Nefndarálitum frv. til l. um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna af urða.

Frá landbúnaðarnefnd.    Nefndin hefur farið yfir þetta mál og fengið til sín á fund Vilhjálm Bjarnason formann, Guð rúnu Hallgrímsdóttur varaformann og Gunnar Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóra Vottunarstof unnar Túns hf., Guðmund Elíasson, oddvita í Mýrdalshreppi, Ólaf Dýrmundsson frá Sameinuð um bændasamtökum og Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmann landbúnaðarráðherra.
    Fram kom hjá framangreindum aðilum að skilin milli vistvænnar og lífrænnar framleiðslu væru mjög óljós samkvæmt frumvarpinu. Þá lögðu þeir einnig áherslu á að lífræn landbúnaðar framleiðsla ætti sinn fulltrúa í stjórn verkefnisins.
    Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:     1 .     Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Landbúnaðarráðherra skipar fjóra menn í stjórn átaksverkefnisins og skal einn tilnefnd ur af landbúnaðarráðuneyti, einn af umhverfisráðuneyti, einn af bændasamtökunum og einn samkvæmt tilnefningu VOR, landssamtaka bænda í lífrænum búskap.
                  Landbúnaðarráðherra skipar formann úr hópi stjórnarmanna. Ef atkvæði falla jafnt við ákvarðanatöku hjá stjórninni ræður atkvæði formanns.
     2 .     Við 3. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Með lífrænni framleiðslu í lögum þessum er átt við þá framleiðslu er fellur undir 6. gr. laga nr. 162/1994, um lífræna landbúnaðarframleiðslu.

Alþingi, 21. febr. 1995.    Egill Jónsson,     Gísli S. Einarsson.     Ragnar Arnalds.
    form., frsm.          

    Jóhannes Geir Sigurgeirsson.     Kristín Ástgeirsdóttir.     Árni M. Mathiesen.

    Guðni Ágústsson.     Einar K. Guðfinnsson.     Eggert Haukdal.