Ferill 379. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 379 . mál.


744. Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar um kostnað við undirbúning orkufreks iðn aðar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver hefur kostnaður ríkisins orðið við undirbúning orkufreks iðnaðar á valdatíma ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar?

    Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir kostnað sem stofnað hefur verið til í iðnaðarráðuneytinu á árunum 1991–94 vegna orkufreks iðnaðar og fé sem farið hefur til verkefna á vegum Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL) á sama tímabili. Í töflunni er ekki kostnaður vegna beinna launagreiðslna til starfsmanna ráðuneytisins, en ekki er um umtalsverð ar fjárhæðir að ræða á þessum árum.
    Ýmis verkefni MIL eru þess eðlis að álitamál er hvort þau eigi að teljast undirbúningur orku freks iðnaðar. Í því sambandi má benda á átak til að kynna fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Þýskalandi, sem nýta varma og/eða raforku, möguleika á að koma á fót starfsemi hér á landi. Það átak hefur beinst að iðnfyrirtækjum almennt. Einnig getur það verið álitamál hvort telja eigi með ýmsar staðbundnar rannsóknir hér á landi eins og hér er gert sem MIL ýmist hefur tekið þátt í eða greitt alfarið fyrir. Hér er til dæmis um veðurathuganir og rannsóknir á hafnaraðstöðu að ræða.
    Enn fremur er rétt að benda á að erfitt er að skipta kostnaði á árinu 1991 milli verkefna sem stofnað var til á valdatíma ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar og ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og er því í töflunni gefinn kostnaður fyrir árið í heild, en í neðanmálsgrein við töfl una er greint frá því hve stór hluti kostnaðarins var bókfærður frá júní til desember það ár. Sá kostnaður er þó eðlilega að verulegu leyti vegna verkefna sem stofnað var til á valdatíma fyrri ríkisstjórnar.

Ár   (Upphæðir eru í þús. kr.)     Ráðuneyti     MIL     Samtals

1991               17.373.     16.600     33.973
1992               8.600     10.000     18.600
1993               1.059     10.000     11.059
1994               171     25.000     25.171
. Þar af bókfært 7.797 þús. kr. frá og með 1. júní.