Ferill 449. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 449 . mál.


767. Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu Norðurlandasamnings um samvinnu í baráttu gegn mengun sjávar af völdum olíu og annarra skaðlegra efna.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–95.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Dan merkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um samvinnu í baráttu gegn mengun sjávar af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna sem gerður var í Kaupmannahöfn 29. mars 1993.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari fer ríkisstjórnin þess á leit að Alþingi heimili staðfestingu samnings milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um samvinnu í baráttu gegn mengun sjávar af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna sem undirritaður var í Kaup mannahöfn 29. mars 1993. Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með þingsályktunartillögu þessari.
    Samkvæmt heimild í ályktun Alþingis 7. maí 1993 gerðist Ísland aðili að alþjóðasamningi frá 30. nóvember 1990 um viðbúnað og viðbrögð gegn olíumengun og samstarf þar um. Samn ingurinn sem hér um ræðir er hins vegar samningur milli Norðurlanda og er ætlað að koma til móts við ákvæði þess samnings um gerð svæðisbundinna samninga um viðbúnað og viðbrögð við olíuóhöppum. Hann gildir fyrir Norðurlönd og felur í sér víðtækari skyldur fyrir aðilana (samningsríkin) en alþjóðasamningurinn kveður á um.
    Markmið samningsins er að koma á gagnkvæmu samstarfi aðila um viðbrögð við mengun sjávar af völdum olíu og annarra skaðlegra efna og veita öðrum aðilum aðstoð óski þeir eftir henni og hinir aðilarnir sjái sér fært að veita hana. Samningurinn leggur aðilum þær skyldur á herðar að þeir beri ábyrgð á eftirliti innan eigin hafsvæðis hvort sem stjórnvöld sinna því sjálf eða fela það öðrum.
    Skuldbindingar þær sem aðilar samningsins gangast undir samkvæmt ákvæðum hans er að finna í 1.–8. gr. hans. Þær eru helstar:
—    Aðilum ber að sinna virku eftirliti innan eigin hafsvæða og veita öðrum aðilum aðstoð, óski þeir eftir henni og viðkomandi aðilar sjái sér fært að veita hana.
—    Aðilum ber að rannsaka öll tilvik sem ætla má að geti valdið mengunaróhöppum sem kunna að ógna eigin hafsvæðum eða kunna að berast til annarra hafsvæða.
—    Aðilum ber að tilkynna um atvik sem hafa eða geta haft í för með sér losun olíu í hafið.
—    Aðilar skulu koma upp mengunarvarnabúnaði til að bregðast við mengunaróhöppum.
—    Loks skulu aðilar gera ráðstafanir til að bregðast við mengun á eigin hafsvæðum, einkum ef mengunin getur borist til hafsvæða annarra aðila.
    Samningurinn kveður á um gagnkvæma hjálp við björgunarstörf og hefur 10. gr. að geyma ákvæði um greiðslu kostnaðar sem af hlýst fyrir veitta aðstoð. Meginreglan er sú að þau ríki sem hljóta aðstoð skulu greiða beinan kostnað sem af henni hlýst og skal við útreikning á kostnaði leggja kostnaðarverð til grundvallar.
    Ákvæði um greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem verður þegar aðstoð er veitt er að finna í 11. gr. samningsins. Í 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. segir að aðili sem óskar aðstoðar skuldbindur sig til að greiða þriðja manni skaðabætur vegna tjóns sem hlýst af aðstoð sem látin er í té samkvæmt ákvæðum samningsins. Hann yrði því að eiga aðild að dómsmáli sem fjalla mundi um slíkar bótakröfur ef ekki næðist að semja um þær utan réttar, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 11. gr. samningsins. Rétt er að taka fram að í ákvæðum samningsins fel ast ekki nýjar bótareglur. Aðili sem óskaði aðstoðar mundi greiða bætur samkvæmt gild andi reglum um skaðabætur. Með ákvæðum 11. gr. er einvörðungu verið að ákveða hver skuli greiða þær. Vegna ákvæða 11. gr. verður lagt fram frumvarp til laga um ábyrgð rík issjóðs á tjóni sem hlýst af aðgerðum starfsmanna þeirra ríkja sem aðild eiga að samn ingnum þegar þeir eru að sinna störfum samkvæmt ákvæðum hans.
    Unnið er að því að auka tækjabúnað og þjálfa mannafla til að mæta mengunaróhöpp um í íslenskri lögsögu í samræmi við ákvæði samningsins, og verður því lokið á næstu árum. Átak hefur verið gert til að bregðast við mengunaróhöppum við hafnir landsins þannig að lágmarksbúnaður er fyrir hendi. Reglubundið eftirlit úr lofti með mengun hafs ins innan íslenskrar lögsögu er hafið.
    Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um ábyrgð ríkissjóðs á tjóni sem hlýst af að gerðum starfsmanna ríkja (Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar) sem aðild eiga að samningi um samvinnu í baráttu gegn mengun sjávar af völdum olíu eða annarra skað legra efna.



Fylgiskjal.

Samningur


milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar


um samvinnu í baráttu gegn mengun sjávar af völdum olíu eða


annarra skaðlegra efna.


    
    Ríkisstjórnir í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð
    sem eru sammála um að mengun hafsins af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna getur orðið alvarleg ógnun við hafið eða mikilvæga hagsmuni ríkjanna,
    sem eru sannfærðar um að verndun hafsins krefst virkrar samvinnu og gagnkvæmr ar aðstoðar ríkjanna,
    sem meta þann árangur sem þegar hefur náðst milli ríkjanna í sambandi við ráðstaf anir gegn olíumengun hafsins,
    sem leitast við að bæta enn frekar samvinnu í því skyni að vernda hafið gegn meng un af völdum olíu og annarra skaðlegra efna,
    hafa komið sér saman um eftirfarandi:
         

1. grein


Almennar skyldur


    Aðilar skuldbinda sig til þess að vinna saman að því að vernda hafið gegn mengun af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna sem er alvarleg og yfirvofandi ógnun við mik ilvæga hagsmuni eins eða fleiri aðila.
    

2. grein


Gildissvið


    Þessi samningur tekur til mengunar hafsins af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna á innsævi aðila, innan landhelgi og á öðrum hafsvæðum innan marka fiskveiðilögsögu að ilanna, landgrunns og efnahagslögsögu. Þessum mörkum er fylgt við afmörkun hafsvæða aðila samkvæmt þessum samningi ef aðilar hafa ekki gert samkomulag um annað.
    

3. grein


Eftirlit


    Hver aðili annast virkt eftirlit á eigin hafsvæðum. Aðilar semja sín á milli um sam eiginlegt eða samræmt eftirlit.
    

4. grein


Rannsóknir


    Uppgötvi aðili við eftirlit mengun sjávar af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna, sem getur valdið alvarlegri ógnun við hafið, eða fái aðili vitneskju um annan hátt um slíka ógnun á hafsvæði sínu, skal hlutaðeigandi þegar í stað láta rannsaka ástand mála til þess að gera megi nauðsynlegar ráðstafanir.
    

5. grein


Tilkynning


    Aðili, sem fengið hefur vitneskju um verulega mengun hafsins af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna, skal þegar í stað tilkynna öðrum aðilum um slíkt og einnig um þær ráðstafanir sem hafa verið gerðar eða fyrirhugaðar eru.
     2.     Aðili skal þegar í stað tilkynna öðrum aðila um staðfest brot á reglum um varnir gegn mengun hafsins af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna hafi brotið átt sér stað á hafsvæði hins síðarnefnda.
    

6. grein


Sannanir


    Aðilar skulu eftir því sem auðið er, veita hver öðrum aðstoð til þess að tryggja sann anir í dómsmálum vegna mengunar hafsins af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna, sem orsakast af meintum brotum á reglum, svo og til að leggja fram kröfur um bætur fyr ir kostnað og skaða sem hlýst af slíkri mengun.
    

7. grein


Mengunarvarnir


     1.     Aðilar skulu koma upp viðhlítandi varnarbúnaði gegn mengun sjávar af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna.
     2.     Þegar aðilar eru að koma sér upp mengunarvarnarbúnaði skal einnig höfð hliðsjón af því að unnt sé að veita öðrum aðilum aðstoð.
     3.     Aðilar skulu gera þær ráðstafanir sem henta til að bregðast við mengun af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna á eigin hafsvæðum, einkum ef mengunin getur borist út til hafsvæða annarra aðila.

8. grein


Aðstoð


     1.     Aðili, sem þarf aðstoð til að bregðast við mengun af völdum olíu eða annarra skað legra efna á hafsvæði sínu, getur farið fram á aðstoð frá öðrum aðilum. Aðili, sem leitað er aðstoðar hjá, skal gera það sem unnt er til þess að veita slíka aðstoð.
     2.     Þær stofnanir aðila, sem annast varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu eða ann arra skaðlegra efna, mega leita aðstoðar beint hjá hlutaðeigandi stofnunum annarra aðila. Sú stofnun, sem leitað hefur verið aðstoðar hjá, sker úr um hvort unnt sé að veita umbeðna aðstoð.
     3.     Stofnanir þess aðila, sem leitar aðstoðar, eru ábyrgar að öllu leyti fyrir stjórn að gerða á eigin hafsvæði. Starfsmenn aðila, sem veitir aðstoð, eru til reiðu undir eig in stjórn og starfa á svæði aðila, sem leitar aðstoðar, í samræmi við starfsákvæði sem gilda í eigin ríki.
    

9. grein


Flutningar yfir landamæri


     1.     Sá sem leitar aðstoðar skal sjá til þess að farartæki, björgunarbúnað og annan bún að, sem fylgir þegar aðstoð er veitt, megi flytja yfir landamæri án inn- og útflutn ingsformsatriða og án skatta, tolla eða annarra gjalda. Farartæki, björgunarbúnað og annan búnað má nota án sérstaks leyfis samkvæmt gildandi reglum þess ríkis sem að stoðar. Þegar hjálparstarfi lýkur skal flytja farartæki, björgunarbúnað og annan bún að aftur úr landi svo fljótt sem auðið er. Sama gildir við björgunaræfingar.
     2.     Sé aðstoð veitt af starfsmönnum hersins, ríkisskipum, ríkisflugvélum og farartækj um í eigu hersins, sem þurfa sérstakt leyfi til að koma inn í landið, skal sú stofn un, sem leitar aðstoðar, útvega leyfi fyrir þau. Áður en leyfi er veitt er þeim óheim ilt að fara yfir landamæri eða landhelgismörk.
     3.     Aðilar skulu að ósk þess sem leitar aðstoðar eða þess sem veitir aðstoð gera ráð stafanir til þess að auðvelda flutning á réttilega boðuðu starfsliði, farartækjum, björg unarbúnaði og öðrum búnaði um yfirráðasvæði sitt til eða frá yfirráðasvæði þess sem leitar aðstoðar.
    

10. grein


Greiðsla kostnaðar


    Kostnaður við aðstoð samkvæmt þessum samningi er greiddur samkvæmt því sem hér fer á eftir, svo fremi ekki er samið um annað í einstökum tilvikum.
     a.     Aðili, sem veitir aðstoð, á rétt á greiðslu frá þeim, sem leita aðstoðar, fyrir kostn að af ráðstöfunum sínum að því leyti sem kostnað má rekja til veittrar aðstoðar.
     b.     Aðili, sem leitar aðstoðar, getur hvenær sem er afturkallað beiðni sína um aðstoð. Aðili, sem veitir aðstoð, á í því tilviki rétt á greiðslu fyrir þann kostnað sem hann hefur orðið fyrir.
     c.     Aðili, sem veitir aðstoð, skal ætíð vera reiðubúinn að veita þeim aðila, sem leitar að stoðar, upplýsingar um áætlaðan kostnað við aðstoðina.
     d.     Við útreikning á kostnaði skal leggja til grundvallar meginreglu um kostnaðarverð.
     e.     Þessi ákvæði skerða ekki rétt aðila til þess að krefjast endurgreiðslu kostnaðar af þriðja aðila eftir öðrum ákvæðum og reglum sem gilda samkvæmt lögum hvers að ila eða þjóðarétti.

11. grein


Skaðabætur


     1.     Aðili, sem leitar aðstoðar, ber ábyrgð á tjóni sem orsakast af aðstoð sem látin er í té samkvæmt þessum samningi. Aðila, sem leitar aðstoðar, er skylt að koma fyrir dómstóla eða semja um sættir í skaðabótamálum sem þriðji aðili gerir á hendur að ila, sem veitir aðstoð, eða starfsliði hans. Aðili, sem leitar aðstoðar, ber ábyrgð á öll um dómskostnaði og öðrum kostnaði sem rís af slíkum kröfum.
     2.     Aðili, sem leitar aðstoðar, skal bæta aðila, sem veitir aðstoð, manntjón eða slys á mönnum sem starfa fyrir síðarnefndan aðila, svo og bæta missi eða tjón á búnaði eða eignum sem verður vegna aðstoðarinnar.
     3.     Aðili, sem veitir aðstoð, ber þó ábyrgð á tjóni sem verður á eigin landssvæði.
     4.     Aðili, sem leitar aðstoðar, á rétt á að höfða mál til endurkröfu á bótum, sem hann hefur greitt samkvæmt þessari grein gegn þeim úr hjálparliði sem hefur valdið tjóni af ásetningi eða af vítaverðu gáleysi.
    

12. grein


Almenn skipti á upplýsingum


    Aðilar skulu veita hver öðrum upplýsingar um:
     a.     skipulag sitt og viðbúnað og einnig um þær stofnanir sem annast skulu varnir gegn og eftirlit með mengun sjávar af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna;
     b.     reynslu sína af ráðum og aðferðum við varnir gegn mengun sjávar og árangur af eft irliti; og
     c.     tæknirannsóknir og þróun.
    

13. grein


Framkvæmd samningsins


     1.     Aðilar skulu stuðla að þróun samvinnu á þessu sviði með því að gera áætlanir og móta stefnu ásamt því að hafa æfingar.
     2.     Til þess að framfylgja þessum samningi í reynd er gert ráð fyrir að hlutaðeigandi stofnanir aðila standi í beinu sambandi sín á milli. Þetta getur einnig orðið milli ein stakra svæða og staðbundið samkvæmt áætlunum og stefnumótun aðila gera.
     3.     Þegar slíkt þykir henta skal halda fundi vegna samningsins.
    

14. grein


Breyting á samningnum


     1.     Tillaga aðila um breytingu á þessum samningi skal rædd á fundi aðila. Ef tillagan er samþykkt samhljóða skal danska utanríkisráðuneytið tilkynna aðilum breytinguna.
     2.     Slík breyting öðlast gildi 30 dögum eftir þann dag er allir aðilar hafa tilkynnt danska utanríkisráðuneytinu að þeir hafi samþykkt hana.
    Danska utanríkisráðuneytið tilkynnir öðrum aðilum um viðtöku þessara tilkynninga og um það hvenær breyting gengur í gildi.
    

15. grein


Gildistaka


    Samningurinn öðlast gildi 30 dögum eftir þann dag er allir aðilar hafa tilkynnt danska utanríkisráðuneytinu skriflega að þeir hafi samþykkt hann.
    Danska utanríkisráðuneytið tilkynnir öðrum aðilum um móttöku þessara tilkynninga og um það hvenær samningurinn gengur í gildi.
    Að því er varðar Færeyjar og Grænland öðlast samningurinn þó fyrst gildi 30 dög um eftir að danska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt öðrum aðilum að skilyrðin þar um hafi verið uppfyllt.
    

16. grein


Niðurfelling samningsins frá 1971


    Við gildistöku þessa samnings fellur úr gildi samningur milli Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar frá 16. september 1971 um samvinnu um ráðstafanir gegn meng un sjávar af völdum olíu.
    

17. grein


Uppsögn


    Aðili getur sagt samningnum upp með skriflegri tilkynningu þess efnis til danska ut anríkisráðuneytisins sem tilkynnir þá öðrum aðilum um móttöku slíkrar tilkynningar og um efni hennar.
    Uppsögn tekur aðeins til þess aðila, sem að uppsögninni stendur, og tekur gildi sex mánuðum eftir að danska utanríkisráðuneutinu berst tilkynning um uppsögnina.
    

18. grein


Varsla samningsins


    Frumriti samnings þessa skal komið til vörslu hjá danska utanríkisráðuneytinu sem skal senda staðfest afrit af því til hinna aðilanna.
    Þessu til staðfestu hafa fulltrúar, sem til þess höfðu fullt umboð, undirritað samning þennan.
    Gjört í Kaupmannahöfn 29. mars 1993 í einu eintaki á dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku og skulu allir textar jafngildir.


..........



    Í fylgiskjali með þingsályktunartillögu þessari voru auk samningsins á íslensku birt ar þýðingar á samningnum á dönsku, finnsku, sænsku og norsku. Um þýðingarnar er vís að til þingskjalsins (lausaskjalsins).