Ferill 352. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 352 . mál.


774. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Hermanns Níelssonar um útboðsstefnu ríkisins.

     1 .     Er að vænta breytinga á útboðsstefnu ríkisins, t.d. á sviði vegagerðar, viðhalds eigna og nýbygginga?
    Útboðsstefna ríkisins var samþykkt í ríkisstjórn 25. maí 1993. Hún var síðan kynnt ítarlega fyrir stofnunum ríkisins, sveitarfélögum og atvinnulífinu. Útboðum á vegum ríkisins hefur fjölgað verulega frá því útboðsstefnan var kynnt og sífellt bætist við.
    Eðlilegt er að framkvæmd útboðsstefnunnar sé sífellt í mótun og taka verður á þeim málum sem upp kunna að koma við framkvæmd hennar í samræmi við aðstæður á hverjum tíma. Starfs hópur á vegum fjármálaráðherra hefur að undanförnu farið yfir árangur útboðsstefnunnar og mun skila ráðherra skýrslu sinni fljótlega. Nú er engin sérstök áform um breytingu á stefnunni viðvíkjandi vegagerð, viðhaldi eigna eða nýbyggingum, enda útboð almennt viðhöfð í þeim málaflokkum.

     2 .     Hver er afstaða ráðherra til „meðaltalsaðferðar“ við útreikning tilboða?
    Í útboðsstefnu ríkisins er kveðið á um að hagkvæmasta tilboði með tilliti til verðs og gæða skuli jafnan tekið. Ef lægsta tilboði er ekki tekið skal lögð fram skýring á því.
    Að mati fjármálaráðuneytisins er óeðlilegt að hafa ákveðnar reglur um hvaða tilboð teljast vera aðgengileg og hver ekki. Sú aðferð, sem hér um ræðir, er að mati ráðuneytisins andstæð samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og því óaðgengileg. Að öðru leyti vísast í svar við þriðja lið fyrirspurnarinnar.

     3 .     Hvert er mat ráðherrans á afleiðingum útboðsstefnu sem gerir ráð fyrir að taka ávallt lægsta tilboði — jafnvel þótt verktakar segist geta unnið útboðsverk á 50% lægra verði en verkfræðingar í þjónustu ríkisins reikna út að sé kostnaðarverð?
    Ekki fer alltaf saman hagkvæmasta tilboð og lægsta verð. Fjölmargir þættir geta ráðið því, m.a. verkefnastaða verktaka, afhendingarskilmálar, greiðsluskilmálar og gæði. Í útboðsstefn unni er það skýrt að taka skuli tillit til fleira en verðs. Lágt verð hlýtur þó alltaf að vega þungt við ákvörðun um hvaða tilboði er tekið. Kaupandi verður þó að fullvissa sig um hvort bjóðandi geti staðið við tilboð sitt. Slíkt hefur verið gert hjá þeim stofnunum sem fjármálaráðuneytið þekkir til, svo sem hjá Ríkiskaupum, Framkvæmdasýslunni og Vegagerðinni. Það er raunar til greint í reglum um innkaup ríkisins að kanna skuli fjárhagsstöðu bjóðenda við yfirferð tilboða.
    Sú meginregla gildir ef bjóðandi telur sig geta boðið tiltekið verð og við yfirferð tilboðs kemur í ljós að ekki er ástæða til að ætla annað en að bjóðandi geti staðið við tilboð sitt skuli taka því. Hafa verður í huga að kostnaðaráætlun er ekki annað en áætlun um hvað haldið er að viðkomandi verk muni kosta af fulltrúum verkkaupa miðað við þeirra eigin reynslu og forsend ur. Aðstæður hvers bjóðanda eru hins vegar sérstakar og hver hefur sínar forsendur að byggja á við gerð tilboðs.

     4 .     Ætlar ráðherrann að beita sér fyrir því að kannaðar verði afleiðingar af útboðsstefnu ríkisins með tilliti til gjaldþrots fyrirtækja og einstaklinga, ásamt atvinnumissi starfs manna og tekjutapi ríkisins í framhaldi af því?
    Eins og kom fram í svari við fyrsta lið er starfshópur á vegum ráðuneytisins að kanna árangur sem orðið hefur í útboðsmálum ríkisins í kjölfar útboðsstefnunnar. Hópurinn hef ur jafnframt kynnt sér þá annmarka sem upp hafa komið í útboðum á vegum ríkisins.
    Útboðsstefnan hefur aukið samkeppni á útboðsmarkaði. Seljendur geta nú gengið að útboðum á vegum ríkisins vel upplýstir um þær reglur sem í gildi eru um framkvæmd út boða. Gjaldþrot og atvinnumissir verður ekki skrifað á útboðsstefnuna. Ef slíkt hefur auk ist samhliða auknum útboðum eru þær reglur, sem í gildi eru á markaðnum, ekki nógu skýrar og þörf úrbóta. Því gæti verið ástæða til að skoða hvort breyta eigi lögum, reglu gerðum eða almennum stöðlum til að tryggja betur rétt þeirra sem eiga afkomu sína und ir niðurstöðum útboða, t.d. undirverktakar og efnissalar.