Ferill 168. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 168 . mál.


809. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um laun og önnur starfskjör forstöðu manna ríkisstofnana.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1 .     Hver eru laun og önnur starfskjör forstöðumanna ríkisstofnana (þ.e. A- og B-hlutastofnanir), sundurliðað eftir ráðuneytum?
                   Óskað er svofelldrar sundurliðunar:
                   a .     umsamin mánaðarlaun,
                   b .     yfirvinna, unnin eða óunnin,
                   c .     aðrar umsamdar greiðslur, sundurliðaðar, svo sem bílastyrkur, risna og símakostnaður.
     2 .     Hver eru uppsagnar- og starfslokaákvæði?


    Við undirbúning svars þessa var leitað upplýsinga frá öllum ráðuneytum. Upplýsingar bárust ekki frá forsætisráðuneyti, Hagstofu Íslands og utanríkisráðuneyti.
    Launaupplýsingar um einstaka starfsmenn eru aldrei birtar enda er þess jafnan gætt í allri vinnslu opinberra launagagna að þær tengist ekki ákveðnum einstaklingum. Gögn ráðuneytanna eru því sett fram sem meðaltal eins árs, þ.e. 1993, sem er að fullu frágengið bókhaldslega. Þar koma fram allar greiðslur sundurliðaðar að nokkru umfram það sem greinir í 1. lið fyrirspurnar innar. Yfirvinnan er ekki greinanleg í mælda og metna (unna eða óunna). Svar við þessum lið kemur fram í fylgiskjali.
    Um uppsögn og uppgjör við starfslok gilda ákvæði laga og/eða ráðningarsamnings. For stöðumenn eru ýmist skipaðir, settir eða ráðnir. Um starfslok hinna skipuðu og settu gilda ákvæði laga nr. 38/1954, en um hina ráðnu fer eftir ákvæðum ráðningarsamnings. Ráðningar samningar ríkisstarfsmanna eru gerðir á stöðluð eyðublöð, útgefin af fjármálaráðuneyti sam kvæmt ákvæðum laga nr. 97/1974.
    Skrá um skiptingu forstöðumanna á einstök ráðningarform er birt í fylgiskjali.
Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
starfsmannaskrifstofa:


Laun forstöðumanna ríkisstofnana árið 1993.




(Repró, 5 síður.)



Meðallaun forstöðumanna ríkisstofnana árið 1993.




(Repró, 2 síður, liggjandi.)




Uppsagnar- og starfslokaákvæði forstöðumanna ríkisstofnana árið 1993.




(Repró, 2 síður.)