Ferill 206. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 206 . mál.


857. Breytingartillögurvið frv. til l. um vernd Breiðafjarðar.

Frá umhverfisnefnd.     1 .     Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Tilgangur laga þessara er að stuðla að verndun Breiðafjarðar, einkum landslags, jarð myndana, lífríkis og menningarminja.
     2 .     Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Ákvæði laganna taka til allra eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt grunnsævi, fjör um og strandlónum í innfjörðum og innri hluta fjarðarins sem markast af línu dreginni frá Ytranesi á Barðaströnd við fjörðinn norðanverðan í Hagadrápssker um Oddbjarnarsker, Stagley og Höskuldsey í Vallabjarg að sunnanverðu.
     3 .     Við 3. gr. Orðin „og fer menntamálaráðherra með yfirstjórn þeirra mála“ falli brott.
     4 .     Við 4. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     1. mgr. orðist svo:
                            Breiðafjarðarnefnd er umhverfisráðherra til ráðgjafar um allt það er lýtur að fram kvæmd laga þessara. Í nefndinni eiga sæti sjö menn, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn sem hér segir: Héraðsnefndir Dalasýslu, Austur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Barðastrandarsýslu og Snæfellinga tilnefna einn fulltrúa hver, Náttúrufræðistofnun Ís lands og náttúrustofur á Vesturlandi og Vestfjörðum einn sameiginlega og einn er til nefndur af þjóðminjaráði. Umhverfisráðherra skipar einn mann í nefndina án tilnefn ingar og skal hann vera formaður. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
                   b .     Fyrsti málsliður 2. mgr. falli brott.
                   c .     Í stað orðanna „sérstaka vörsluáætlun“ í 2. mgr. komi: verndaráætlun.
                   d .     Í stað orðsins „Landvörslu ríkisins“ í 3. mgr. komi: Náttúruverndarráð.
     5 .     Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Fyrri málsgrein 5. gr. orðist svo:
                            Umhverfisráðherra setur, að fengnum tillögum Breiðafjarðarnefndar og umsögnum viðkomandi sveitarstjórna um þær, reglugerð þar sem kveðið skal á um verndaraðgerðir á grundvelli laganna, varnir gegn hvers konar mengun og aðgang ferðamanna að til teknum stöðum á svæðinu sem viðkvæmir eru vegna náttúrufars.
                   b .     Á eftir orðinu „þjóðminjaráðs“ í 2. mgr. komi: og húsafriðunarnefndar ríkisins eftir því sem við á.
     6 .     Við 6. gr. Í stað orðsins „vörsluáætlunar“ í 1. mgr. komi: verndaráætlunar.
     7 .     Við 7. gr. Greinin orðist svo:
                  
Með rannsóknum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúrustofu Vestfjarða og náttúrustofu á Vesturlandi, sbr. lög nr. 60/1992, skal markvisst unnið að því að auka þekk ingu á náttúru Breiðafjarðarsvæðisins til að tryggja sem best verndun þess. Breiðafjarðar nefnd skal í samráði við þessa aðila láta gera áætlun um æskilegar rannsóknir á svæðinu og endurskoða hana reglulega.
                  Ráðherra getur með reglugerð heimilað framangreindum stofnunum að standa sameiginlega að starfrækslu náttúrurannsóknastöðvar á svæðinu á grundvelli laga nr. 60/1992. Rannsóknastöðin getur leitað eftir fjárstuðningi innlendra og erlendra að ila við starfsemi sína og einstök verkefni.
     8.     Við 9. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Um rannsókn og meðferð mála vegna meintra brota á lögum þessum fer að hætti laga um meðferð opinberra mála.