Ferill 438. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 438 . mál.


894. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á fund sinn Snorra Olsen, Jón Guðmundsson og Braga Gunnarsson frá fjármálaráðuneyti.
    Nefndin telur ástæðu til að bæta ákvæði til bráðabirgða við frumvarpið. Um er að ræða heim ildarákvæði sem hefur tvíþættan tilgang. Annars vegar er því ætlað að koma til móts við kröfur hópferðaleyfishafa sem lögðu í fjárfestingu á árinu 1993 í þeirri trú að 14% virðisaukaskattur legðist á starfsemi þeirra frá og með 1. janúar 1994 eins og ákveðið var með lögum nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum. Sú lagabreyting kom þó aldrei til framkvæmda þar sem hún var dregin til baka með 19. gr. laga nr. 122/1993, um breytingar í skattamálum. Hins vegar er með ákvæðinu tekið tillit til þess verðfalls á eldri hópferðabifreiðum sem samþykkt frum varpsins mun hafa í för með sér vegna verðlækkunar á nýjum bifreiðum.
    Gert er ráð fyrir að heimild til endurgreiðslu nái til hópferða- og sérleyfishafa eða fjármögn unarleigu sem þeir hafa átt viðskipti við vegna kaupa á hópferðabifreið. Í síðarnefnda tilvikinu er gert ráð fyrir því að fjármögnunarleiga sé eigandi ökutækisins og fái því aðeins endurgreitt ef fyrir liggur endurskoðaður samningur á milli hennar og viðkomandi leyfishafa er taki tillit til lækkunar vörugjalds.
    Þar sem ætlunin er að gera umrædda aðila jafnsetta þeim sem fjárfesta í hópferðabifreiðum eftir lækkun vörugjaldsins samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að endurgreiðslan verði samsvarandi þeirri lækkun vörugjalds sem það hefur í för með sér.
    Gert er ráð fyrir að ráðherra setji nánari ákvæði um framkvæmd þessa ákvæðis, m.a. um skil yrði fyrir endurgreiðslu. Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna endurgreiðslu vöru gjalds verði á bilinu 12–13 millj. kr.
    Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Við bætist ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
    Fjármálaráðherra er heimilt að endurgreiða hópferða- og sérleyfishöfum og fjármögnunar leigum allt að tveimur þriðju hlutum vörugjalds á hópferðabifreiðar fyrir 18 farþega eða fleiri að meðtöldum ökumanni og allt að einum þriðja hluta vörugjalds á hópferðabifreiðar fyrir 10–17 farþega að meðtöldum ökumanni sem lagt var á samkvæmt lögum þessum á tímabilinu frá 1. júlí 1993 til 1. mars 1995. Endurgreiðslan skal þó takmörkuð við þann hluta vörugjaldsins sem ekki hefur verið afskrifaður.
    Ráðherra setur í reglugerð nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis, m.a. um skilyrði og fyrirkomulag endurgreiðslu.

    Kristín Ástgeirsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Jóhannes Geir Sigurgeirsson,     Vilhjálmur Egilsson.     Steingrímur J. Sigfússon.
    form., frsm.          

    Ingi Björn Albertsson.     Guðmundur Árni Stefánsson.     Guðjón Guðmundsson.

    Einar K. Guðfinnsson.     Finnur Ingólfsson.