Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


118. löggjafarþing 1994–1995.
Nr. 11/118.

Þskj. 916  —  115. mál.


Þingsályktun

um fréttaflutning og upplýsingaskyldu um slysfarir og harmraunir fólks.


    Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd sem leggi grundvöll að samráðsvettvangi hlutaðeigandi aðila um fréttaflutning og upplýsingaskyldu stofnana um slysfarir og harmraunir fólks.

Samþykkt á Alþingi 25. febrúar 1995.