Alþjóðaviðskiptastofnunin

10. fundur
Þriðjudaginn 30. maí 1995, kl. 18:49:27 (346)

[18:49]
     Gísli S. Einarsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil aðeins þakka hæstv. forsrh. fyrir svörin við þessum spurningum. Það kemur þá alveg skýrt fram að það má reikna með því að ostur, sem mjólkurvara sem ég spurði um, verði á sambærilegu eða jafnvel lægra verði í upphafi vega og þá væntanlega lækkar hann enn meira á aðlögunartímanum. Hæstv. forsrh. benti einnig á að innflutt lambakjöt yrði á sambærilegu verði og íslenskt lambakjöt ef af verður en það eru ýmis ráð til að koma í veg fyrir innflutninginn því það þarf að fylgja nákvæmt upprunavottorð og ýmis heilbrigðisvottorð ef flytja á inn ferskt kjöt. ( EgJ: Styður þingmaðurinn það?)
    Ég þakka fyrir svörin.