Stjórn fiskveiða

13. fundur
Fimmtudaginn 01. júní 1995, kl. 18:35:09 (444)


[18:35]
     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. svörin. Þá er það upplýst að bókstafurinn i týndist á leiðinni frá Reykjavík til Ísafjarðar. En hvað varðar afstöðuna til kvótakerfisins þá er það upplýst í sérriti Alþfl. um sjávarútvegsmál, sem ber heitið ,,Seglin hækka``, um afstöðu flokksins á þann veg, með leyfi forseta:
    ,,Alþýðuflokkurinn vill að veiðileyfagjaldi verði komið á í áföngum og telur að farsæl leið til þess sé að með stækkun fiskstofnanna verði viðbótarkvóta úthlutað gegn gjaldi.``
    Ber að skilja þetta svo að Alþfl. vilji hafa kvóta áfram og að núverandi kvótar verði gjaldfríir en stækkunin á kvótunum, sem mun verða þegar heildaraflamarkið vex, verði gegn gjaldi? Ef þetta er rétt skilið hjá mér er Alþfl. að segja að hann vilji hafa kvótakerfið.