Samningur milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum

15. fundur
Fimmtudaginn 08. júní 1995, kl. 17:53:10 (523)


[17:53]
     Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hæstv. utanrrh. um að við eigum vissulega að ganga varlega um stofninn og viðhalda öllum verndunarsjónarmiðum. Við eigum að setja það á oddinn. En ég vil kannski orða spurninguna öðruvísi sem ég lagði fyrir ráðherrann vegna þess að ég geri mér auðvitað fullljóst að það eru engir samningar milli Norðmanna og Íslendinga í þessu efni. Menn hafa greinilega verið að ræða hér forsenduna og þá spyr ég bara persónulega um mat hæstv. utanrrh. á því hvort hann telji þá, og hefur hann greinilega skoðað málið mjög vel að eigin sögn, að það eigi að byggja að mestu á dreifingu stofnsins en minna að byggja á veiðireynslunni. Mér finnst svar ráðherrans við því ekki hafa komið skýrt fram. Mér

finnst mikilvægt að fá það inn í umræðuna að það sé þá mat ráðherrans að hann telji að það eigi að byggja að mestu á dreifingu stofnsins í lögsögunni en minna á veiðireynslunni.