Stjórn fiskveiða

16. fundur
Fimmtudaginn 08. júní 1995, kl. 21:30:29 (544)


[21:30]
     Hjálmar Árnason (andsvar) :
    Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni fyrir að hafa hlýtt með athygli á rök mín og ég hef lýst afstöðu minni til einstakra þátta. Þar hefur komið fram svo að ég nefni það aftur að um sumt er ég ánægður, um annað er ég ekki sáttur. Ég lít svo á að málið sé ekki á lokastigi núna og ég mun skoða hvað gerist milli umræðna. Ég mun hugsa þetta vandlega og ég verð að halda hv. þm. í þeirri eftirvæntingu að fylgjast með og treysti því að hann muni fylgjast með hvernig ég greiði atkvæði.
    Ég lít hins vegar svo á að miðað við þær forsendur, sem eru gefnar við heildarafla, sé verið að ræða um heildarafla til krókabáta sem nemur 21.500 lestum.