Stjórn fiskveiða

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 15:33:22 (680)


[15:33]
     Steingrímur J. Sigfússon :
    Herra forseti. Við höfum lýst fyrirvara um ákvæði þessarar greinar og einkum og sér í lagi það atriði að þessar stífu úreldingarkröfur eigi að ná niður úr bátastærðinni, alveg niður í minnstu fleytur. Við hefðum talið gegna talsvert öðru máli ef sett hefði verið gólf til að mynda við stærðina þrjú tonn eða þrjár smálestir og bátum þar fyrir neðan hefði verið heimilt að breyta eða endurnýja þá án þess að margfeldisstuðull kæmi til sögunnar. Greinin er hins vegar, eins og hún er nú breytt eftir atkvæðagreiðslu hér áðan, þannig úr garði gerð að hún er til bóta frá því sem frv. gerir ráð fyrir og þess vegna greiðum við ekki atkvæði.