Stjórn fiskveiða

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 15:34:18 (681)


[15:34]
     Svanfríður Jónasdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég greiddi þeirri brtt. sem hér var til atkvæðagreiðslu áðan mitt atkvæði, enda var hún til bóta við annars meingallað frv. Inni í frumvarpsgreininni eins og hún var upphaflega voru miklar ofstjórnartilhneigingar, svo vægt sé til orða tekið, og þeirra gætir þar enn. Það á við varðandi aflamarksskipin, þar sem mitt álit er, virðulegi forseti, að útgerðarmenn þeirra eigi sjálfir að ákveða með hvernig skipum sá afli er sóttur sem þeim er úthlutaður. Jafnframt er það svo að menn þyrftu að gefa sér betri tíma til að athuga reglur varðandi endurnýjun eða úreldingu allra minnstu bátanna. Það er varhugavert að beita þeim reglum sem eru í frv. varðandi allra minnstu bátana og það hefði átt að undanskilja báta t.d. undir þrem tonnum vegna endurnýjunar á sams konar báti. Þess vegna, virðulegi forseti, greiddi ég atkvæði gegn frumvarpsgreininni.