Stjórn fiskveiða

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 16:06:51 (700)

[16:06]
     Guðjón Guðmundsson :
    Hæstv. forseti. Aflamarksbátarnir hafa farið verst allra út úr þorskskerðingu undanfarinna ára. Það er fagnaðarefni að hér skuli gert ráð fyrir að þessi floti skuli fá viðbótarkvóta strax á þessu fiskveiðiári. Ég tel að vísu að þessum 5.000 tonnum hefði átt að skipta eingöngu á smærri skipin og eingöngu til þeirra sem ætla að veiða þessa viðbótarúthlutun í sumar en ekki til þeirra sem nota þessa viðbót til að versla með. Ég tel þó þessa tillögu betri en ekkert. Ég segi já.