Tilkynning um dagskrá

22. fundur
Miðvikudaginn 14. júní 1995, kl. 13:35:25 (817)


     Forseti (Ólafur G. Einarsson) :
    Forseti vill geta þess varðandi fundarhaldið í dag að gert er ráð fyrir að þingflokksfundir verði um kl. 5 og verður vonandi ekki þörf á meira en hálfri klukkustund fyrir þingflokksfundi eða í mesta lagi einni klukkustund.
    Einnig er gert ráð fyrir tveimur utandagskrárumræðum í dag sem hafa ekki verið endanlega tímasettar. Það verður gert í samráði við formenn þingflokka en það er annars vegar framhald umræðu um húsnæðismál og hins vegar umræða um Brunamálastofnun ríkisins.
    Ég vil geta þess líka að það var ætlunin að taka fyrir málin í þeirri röð sem þau eru á dagskránni og það verður gert með 1. og 2. dagskrármálið en óskað hefur verið eftir einhverjum fresti varðandi 3., 4. og 5. mál, sjávarútvegsfrumvörpin. Eftir afgreiðslu á 1. og 2. máli verður því 6. mál tekið fyrir.