Alþjóðaviðskiptastofnunin

23. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 00:16:20 (912)

[00:16]
     Steingrímur J. Sigfússon :
    Herra forseti. Í samræmi við þá afstöðu okkar að við styðjum aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni og Úrúgvæ-niðurstöðu GATT-samninganna svo og að við teljum að meginreglur í þessu frv. séu eðlileg fullgilding á okkar skuldbindingum samkvæmt þessum samningum og með hliðsjón af þeim fyrirvara og hjásetu varðandi tollaútreikninga gagnvart lágmarksmarkaðsaðgangi greiðum við frv. atkvæði í þess lokagerð, enda teljum við óhjákvæmilegt að við Íslendingar fullgildum okkar samningsskuldbindingar að þessu leyti.
    Enn fremur, með vísan til þeirrar yfirlýsingar sem hæstv. forsrh. gaf í dag um endurskoðun málsins og að hæstv. ríkisstjórn muni leggja fyrir Alþingi á haustþingi 1996 greinargerð um framkvæmd málsins, þá hef ég dregið til baka brtt. um endurskoðunarákvæði og í trausti þess að þessari vinnu verði skynsamlega sinnt og hún lögð hér fyrir þingið greiðum við þessu atkvæði.