Kosning fimm manna í Orkuráð til fjögurra ára, frá 1. júlí 1995 til jafnlengdar 1999, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 69. gr. orkulaga, nr. 58 29. apríl 1967.

    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Guðjón Guðmundsson alþingismaður (A),
Lilja Rafney Magnúsdóttir, form. Verkalýðs- og sjómannafélags Súganda, Suðureyri (B),
Sverrir Sveinsson veitustjóri (A),
Guðrún Zoëga verkfræðingur (A),
Sveinn Þór Elinbergsson aðstoðarskrifstofustjóri (B).