Kosning fimm manna og jafnmargra varamanna í tryggingaráð til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 5. gr. laga nr. 117 20. desember 1993, um almannatryggingar.

    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

    Aðalmenn:
Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur (A),
Guðrún Helgadóttir, fyrrv. alþingismaður, (B),
Bolli Héðinsson hagfræðingur (A),
Margrét S. Einarsdóttir forstöðumaður (A),
Petrína Baldursdóttir, fyrrv. alþingismaður, (B).

    Varamenn:
Ásta Möller hjúkrunarfræðingur (A),
Þuríður Backman bæjarfulltrúi (B),
Elín Jóhannsdóttir kennari (A),
Svala Árnadóttir skrifstofumaður (A),
Ásta B. Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur (B).