Ferill 20. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 20 . mál.


20. Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 117/1994, um skipulag ferðamála.

(Lagt fyrir Alþingi á 119. löggjafarþingi 1995.)1. gr.


    Við 12. gr. laganna bætist ný málsgrein, 5. mgr., sem orðast svo:
    Ríkisborgarar þeirra ríkja sem hafa heimild til að starfrækja umboðssölu farmiða sam kvæmt milliríkjasamningum skulu undanþegnir skilyrði a-liðar 1. mgr. um heimilisfesti á Ís landi.
    

2. gr.


    Lög þessi taka þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


Um 1. gr.


    Frumvarp þetta er flutt vegna skuldbindinga í væntanlegum loftferðasamningi milli Íslands og Bandaríkja Norður-Ameríku. Undirbúningur samningsins er nú á lokastigi og verður hann undirritaður innan skamms. Samningurinn felur í sér margar mikilvægar breytingar frá núver andi loftferðasamningi ríkjanna, t.d. aukin flugréttindi, frelsi til leiguflugs og frelsi í ákvörðun far- og farmgjalda. Samningurinn hefur auk þess að geyma ákvæði sem lúta að viðskiptum um viðskiptafrelsi. M.a. hafa flugfélög beggja samningsaðila rétt til að opna skrifstofur sem selja farmiða með viðkomandi flugfélögum. Til að svo megi verða hér á landi er nauðsynlegt að breyta lögum um skipulag ferðamála á þann hátt sem hér er lagt til.
    Samkvæmt 9. gr. laga nr. 117/1994, um skipulag ferðamála, þarf að fá leyfi samgönguráð herra til hvers konar umboðssölu farmiða, þar á meðal með flugvélum. Samkvæmt sömu lög um, 12. gr., þarf leyfishafi að eiga lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. eitt ár. Ríkisborgarar annarra ríkja EES eru undanþegnir þessu skilyrði. Hér er lagt til að bandarísk flugfélög fái sömu undanþágu og geti stofnað hér ferðaskrifstofu án þess að hafa átt lögheimili hér á landi áður. Að öðru leyti þarfnast greinin ekki skýringar.
    

Um 2. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringar.Fylgiskjal.
    

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
    

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum


nr. 117/1994, um skipulag ferðamála.


    Tilgangur frumvarpsins er að veita bandarískum flugfélögum undanþágu frá því að þurfa leyfi samgönguráðherra til hvers konar umboðssölu farmiða, þar á meðal með flugvélum. Þetta er gert í samræmi við undanþágur ríkisborgara annarra EES-ríkja. Ekki verður séð að frum varpið feli í sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.