Könnun á stöðu fatlaðra á vinnumarkaðinum

Miðvikudaginn 07. febrúar 1996, kl. 13:57:43 (2765)

1996-02-07 13:57:43# 120. lþ. 85.2 fundur 265. mál: #A könnun á stöðu fatlaðra á vinnumarkaðinum# fsp. (til munnl.) frá félmrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur


[13:57]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn hér á Alþingi og vil benda á í kjölfar orða félmrh. að til þess að styðja fatlaða út á vinnumarkaðinn þarf að taka almannatryggingakerfið í gegn og endurskoða það í heild. Það er ákaflega vinnuletjandi kerfi. Atvinnutekjur öryrkja skerða almannatryggingabætur á vissu bili um 100%, þ.e. krónu á móti krónu. Það eru mjög þungir jaðarskattar á þessum hópi, jafnvel yfir 70% eftir að þeir eru komnir með tekjur yfir skattleysismörk.